Borgarráð - Fundur nr. 4744

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, föstudaginn 14. júní var haldinn 4744. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 13. þ.m. um kosningu borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d.

2. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann borgarráðs til eins árs. Varaformaður var kosinn Árni Þór Sigurðsson með sama hætti.

3. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 3. júní.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 7. júní.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 30. maí.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.

7. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í ýmis smærri verkefni II. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, EP vélaleigu ehf.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um heimild til kaupa og uppsetningar á tölvum fyrir grunnskóla og Fræðslumiðstöð. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf oddvita yfirkjörstjórnar frá 6. þ.m. um úrslit borgarstjórnarkosninganna 25. maí s.l.

- kl. 12.25 tók Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum

10. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 5. þ.m. um staðsetningu útilistaverks við aðalinngang Grasagarðsins. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf félagsmálaráðherra frá 30. f.m. um afléttingu kaupskyldu og forkaupsréttar af félagslegum eignaríbúðum.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Með samþykkt borgarstjórnar 21. febrúar s.l. um kosningu átta hverfisráða í Reykjavík, þ.m.t. Hverfisráð Grafarvogs, var gert ráð fyrir að Hverfisnefnd Grafarvogs lyki störfum við lok þessa kjörtímabils enda verður hverfisráð fyrir Grafarvog kjörið í upphafi nýs kjörtímabils. Borgarráð samþykkir að taka upp viðræður við Íbúasamtök Grafarvogs um fyrirkomulag þeirra verkefna sem áður voru hjá hverfisnefndinni. Óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á ofangreindri tilhögun.

Samþykkt.

13. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 31. f.m. varðandi fyrirspurn Stefáns Stefánssonar frá 27. mars um leyfi til opnunar veitingahúss að Gylfaflöt 5. Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram ársskýrsla Leikskóla Reykjavíkur 2001.

15. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa frá 3. þ.m. um þá ósk F-listans að hann fái áheyrnarfulltrúa í tilteknar nefndir á vegum borgarinnar.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Ljóst er að F-listinn á rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í borgarráð með málfrelsi og tillögurétti skv. 39. gr. samþykktar um stjórn borgarinnar og fundarsköp. Slíkur réttur nær ekki til annarra nefnda borgarinnar. Engu að síður samþykkir borgarráð að F-listanum verði heimilt að tilnefna borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti í tvær nefndir, auk borgarráðs. Skal sú ákvörðun framboðslistans kynnt borgarráði.

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi heimild til að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. um malbiksyfirlagnir. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins frá 11. þ.m. varðandi málið. Þá er lagt fram bréf gatnamálastjóra varðandi málið. Borgarráð samþykkir tillögu stjórnar Innkaupastofnunar.

17. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 28. f.m. um Skeifuna.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Borgartúni 25-27. Jafnframt lagt fram bréf Kristínar Þ. Ágústsdóttur og Sigurðar Arnar Einarssonar frá 12. þ.m. varðandi málið. Borgarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um deiliskipulag Njálsgötureits. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.174.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Vitastíg, Laugavegi og Barónsstíg. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

21. Borgarráð samþykkir:

Aukin samskipti og viðskipti eru að mati borgarráðs Reykjavíkur mikilvæg leið til að stuðla að framgangi mannréttinda og bættum hag almennings um allan heim. Á þeim forsendum hefur Reykjavíkurborg á undanförnum árum meðal annars átt vinsamleg samskipti við fulltrúa frá Alþýðulýðveldinu Kína og tekið á móti fjölda kínverskra stjórnarerindreka. Borgarráð býður Jiang Zemin forseta og sendinefnd hans velkominn til Reykjavíkur.

Jafnframt bjóða borgaryfirvöld félaga í samtökunum Falun Gong velkomna. Að gefnu tilefni vill borgarráð árétta að það samræmist ekki stefnu Reykjavíkurborgar að takmarka fjölda friðsamra mótmælenda í borginni. Ljóst er að tryggja verður öryggi erlendra gesta sem koma í opinberum erindagjörðum hingað til lands. Ríkar ástæður þurfa hins vegar að vera fyrir því að takmarka lýðræðislegan rétt fólks til að lýsa skoðun sinni eða afstöðu í tengslum við opinberar heimsóknir.

Engin hætta stafar af friðsamlegum mótmælum. Þau eru þvert á móti eitt megin einkenni lýðræðislegs stjórnarfars sem byggist á virðingu fyrir mannréttindum. Í Reykjavík er baráttufólkið fyrir mannréttindum því ætíð velkomið að koma málstað sínum á framfæri með friði.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarhúsa 3-5. Samþykkt.

23. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu til borgarstjórnar:

Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að afgreiða í sumarfríi borgarstjórnar til 5. september n.k. fundargerðir skipulags- og byggingar-nefndar, hafnarstjórnar og aðrar fundargerðir og mál sem berast til borgarráðs á þeim tíma. Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. 5. mgr. 51. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001.

Fundi slitið kl. 13.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Björn Bjarnason Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson