Borgarráð
Leiðrétt B O R G A R R Á Ð Ár 2002, þriðjudaginn 4. júní, var haldinn 4743. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal. Þetta gerðist: 1. Lagðar fram fundargerðir Bláfjallanefndar frá 23. apríl og 28.maí. 2. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 24. maí. 3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 3. júní. 4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál. 5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju og Fjörgyn. Samþykkt. 6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um sameiningu lóðanna að Gylfaflöt 16 og 18. Samþykkt. 7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Norðlingaholts. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum en fyrirvari er gerður um legu og stærð fjölbýlishúss á svæðinu sunnan við útivistarsvæði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Við gerum verulegar athugasemdir við deiliskipulagstillögu vegna Norðlingaholts, þar sem gert er ráð fyrir mjög þéttri byggð á þessu viðkvæma og fallega svæði sem jafnframt er sprungusvæði og er á mörkum vatnsverndarsvæðis borgarinnar. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 1100 íbúðum og þéttleika upp á 46,4 íbúðar á hektara nettó. Í drögum sem kynnt voru í lok síðasta árs var gert ráð fyrir 27,2 íbúðum á hektara nettó. Það er því ljóst að á síðasta stigi vinnslu deiliskipulagstillögunnar varð mikil aukning á fjölda íbúða. Við gerum sömuleiðis athugasemdir við stærð fjölbýlishúss syðst á svæðinu sunnan við útivistarsvæði. Við teljum jafnframt mikilvægt að í deiliskipulagi hverfisins verði grein gerð fyrir aðkomu og aðstöðu almennings að útivistarsvæðinu sem hverfið liggur að. 8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um varðveislugildi húsa í miðborginni. 9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 31. f.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út, umsækjendur eru Kramhúsið ehf. og Fangahjálpin – Fangaaðstoð. Ekki er gerð tillaga um styrkveitingar. 10. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 30. f.m. varðandi erindi MS-félagsins frá 10. s.m. um fjárstuðning til uppsetningar listaverks. Borgarráð samþykkir fjárstuðning, kr. 300.000. 11. Lögð fram umsögn fjármálastjóra og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. þ.m. varðandi erindi Skógarmanna KFUM um byggingarstyrk. Borgarráð samþykkir umsögnina þannig að veittur verði styrkur árin 2003 og 2004. 12. Lagt fram bréf Hins íslenska bókmenntafélags frá 6. f.m. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til lúkningar útgáfu annála. Samþykktur fjárstuðningur að fjárhæð kr. 3.000.000. 13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í malbiksyfirlagnir II. Samþykkt með 4 atkv. að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. 14. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. f.m. varðandi sameiningu Vesturhlíðaskóla og Hlíðaskóla. Jafnframt lögð fram bréf framkvæmdastjóra Félags heyrnarlausra frá 28. s.m. og bréf formanns Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra frá 30. s.m. Þá eru lagðir fram undirskriftarlistar, þar sem mótmælt er ákvörðun um að leggja niður Vesturhlíðaskóla. Borgarráð samþykkir tillögu fræðsluráðs um samþættingu Vesturhlíðaskóla og Hlíðaskóla í einn skóla. Táknmálssvið skólans beri heitið Vesturhlíðaskóli og verði tryggt faglegt sjálfstæði og gert sé ráð fyrir sérstakri fjárveitingu vegna sviðsins. Borgarráð samþykkir að beina því til fræðsluráðs að setja á laggirnar verkefnisstjórn með þátttöku foreldra, Félags heyrnalausra og annarra sem hlut eiga að máli til að tryggja farsæla framkvæmd málsins. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég lýsi mig andvígan því að ákvörðun sé tekin um sameiningu Vesturhlíðaskóla og Hlíðaskóla án samráðs og í andstöðu við Félag heyrnarlausra. 15. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 31. f.m. varðandi fyrirspurn Stefáns Stefánssonar frá 27. mars um leyfi til opnunar veitingahúss að Gylfaflöt 5. Frestað. 16. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Sirkus, Klapparstíg 30. Samþykkt. 17. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. þ.m. um fyrirspurn Jóhönnu Sveinsdóttur og Harðar Bjarnasonar varðandi veitingarekstur að Eddufelli 8. Jafnframt lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga borgarstjóra: Borgarráð telur þörf á því að fram fari endurskoðun á skipulagi verslunar- og þjónustusvæðanna við Eddufell og Leirubakka í Breiðholti, m.a. hvað varðar landnotkun, og beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja þá vinnu. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa jákvætt svar við fyrirspurn fyrirspyrjenda varðandi vínveitingastað að Eddufelli 8. Tillaga borgarstjóra samþykkt. 18. Lögð fram umsögn félagsmálastjóra frá 17. f.m. um erindi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 15. nóvember varðandi reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða. Borgarráð samþykkir umsögnina. 19. Lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði 28. f.m. varðandi fyrrum lóð Alaska í Breiðholti: Samþykkt var án ágreinings í skipulags- og byggingarnefnd og borgarráði að senda deiliskipulagstillögu að fyrrum lóð Alaska í Breiðholti í auglýsingu. Á auglýsingatímanum gefst hagsmunaaðilum kostur á að gera athugasemdir við tillöguna sem verða teknar til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd og borgarráði að auglýsingatímanum loknum. Áður en tillagan fór í auglýsingu var leitað álits Árbæjarsafns um þær fornleifar sem friðaðar eru á svæðinu og var tekið mið af því áliti við vinnslu tillögunnar. Ekki eru á þessu stigi efni til að taka afstöðu til tillögunnar, en það verður gert að auglýsingatíma loknum. Til frekari upplýsinga er bent á minnispunkta byggingar- og skipulagssviðs frá því í dag og umsögn Árbæjarsafns frá 21.08.2001. 20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. f.m. um aðstöðu fyrir tívolí í Laugardal. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og húsdýragarðsins frá 3. þ.m. varðandi staðsetningu. Samþykkt að fela framkvæmdstjóra íþrótta- og tómstundaráðs að taka upp viðræður við rekstraraðila tívolía um staðsetningu, tímasetningu o.fl. 21. Samþykkt að framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundarráðs, borgarlögmaður og borgarverkfræðingur verði fulltrúar Reykjavíkurborgar í nefnd sem fer yfir atriði er snúa að fyrirhuguðum framkvæmdum við Laugardalsvöll, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. 22. Lagt fram bréf menningarmálanefndar frá 27. f.m. ásamt tillögu nefndarinnar 22. s.m. um framtíð Korpúlfsstaða. 23. Lögð fram umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 24. þ.m. um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Borgarráð samþykkir umsögnina. 24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, um endurskoðun á fyrri ákvörðun um úthlutun byggingarréttar að Katrínarlind 1-7. Samþykkt. 25. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu: Samkvæmt samþykkt fyrir skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots frá 28. júlí 1998 er skólanefndin skipuð fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs fjóra fulltrúa, tvo skv. tillögu samstarfsráðs Kjalarness, einn skv. tillögu fræðsluráðs og einn skv. tillögu stjórnar Dagvistar barna. Hreppsnefnd Kjósarhrepp kýs einn fulltrúa. Varamenn eru kosnir með sama hætti. Því er ljóst að endurskoða þarf ákvæði um kosningu nefndarinnar. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra eða þeim sem hann tilnefnir að taka upp viðræður við oddvita Kjósarhrepps og formann Íbúasamtaka Kjalarness um framtíðarskipan skóla- og leikskólamála á svæðinu að því er varðar skólanefndina m.a. með tilvísun til 3. mgr. 13. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995. Samþykkt. 26. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. þ.m. um atvinnumál skólafólks. Borgarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 50 milljónir til að mæta þeim vanda sem er uppi varðandi sumarstarf skólafólks. Framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs er falið að ráðstafa þeim fjármunum með það að leiðarljósi að sem flest skólafólk fái vinnu. Í því skyni skal m.a. líta til styttri vinnutíma og annars þess sem stuðlað getur að því markmiði. Jafnframt skal við forgangsröðun við það miðað að yngra skólafólk, á aldrinum 17 til 18 ára, gangi fyrir um vinnu. Enn fremur beinir borgarráð því til Orkuveitu Reykjavíkur að við ráðningu viðbótarsumarstarfsmanna verði haft samráð við framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs. 27. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu: Með samþykkt borgarstjórnar 21. febrúar s.l. um kosningu átta hverfisráða í Reykjavík, þ.m.t. Hverfisráð Grafarvogs, var gert ráð fyrir að Hverfisnefnd Grafarvogs lyki störfum við lok þessa kjörtímabils enda verður hverfisráð fyrir Grafarvog kjörið í upphafi nýs kjörtímabils. Borgarráð samþykkir að taka upp viðræður við Íbúasamtök Grafarvogs um fyrirkomulag þeirra verkefna sem áður voru hjá hverfisnefndinni. Óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á ofangreindri tilhögun. Frestað. - Kl. 15.10 vék Ólafur F. Magnússon af fundi. 28. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 2. þ.m. um yfirfærslur afgangs eða halla fjárveitinga milli ára. Samþykkt. 29. Lagt fram árshlutauppgjör fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1.1.-31.3.2002. Borgarráð samþykkir svohljóðandi breytingar á fjárhagsáætlun með 4 samhljóða atkvæðum: Breytingar á fjárhagsáætlun aðalsjóðs: Í þús. kr. Kostn.st/lykill Var Verður Breyting Samtök sveitarfél. á höf.borgarsv. 01080 4.000 6.840 2.840 Miðgarður 09504 222.900 224.051 1.151 Gerðuberg 03500 52.700 53.000 300 Framlög til fyrirtækja – Landskerfi bókasafna hf. 1710 0 9.611 9.611 Hitt húsið I4000 41.420 55.732 14.312 Skrifstofa jafnréttisráðgjafa 01271 5.908 7.608 1.700 Verkefni jafnréttisnefndar 01272 1.700 0 - 1.700 Útdeiling potta v/tónlistarkennara M9999 130.000 135.214 5.214 Afturköllun gjaldskrárbreytinga F9999 0 13.800 13.800 Afturköllun gjaldskrárbreytinga I9999 0 1.000 1.000 Ófyrirséð 09205 130.959 82.731 -48.228 Malbiksviðhald B3xxx 325.000 245.000 -80.000 Rekstur og viðhald gönguleiða B3xxx 130.000 110.000 -20.000 Gatnahreinsun B3xxx 105.000 115.000 10.000 Gatnalýsing B3xxx 185.000 200.000 15.000 Opin svæði, viðhald og hreinsun B3xxx 275.000 350.000 75.000 Upplýsingatækniþjónusta 01230 16.580 34.080 17.500 Tölvumál B4400 49.600 43.000 - 6.600 Framlag til Strætó bs. 10500 730.000 808.542 78.542 Sameiginlegur kostn. gatnamálast. B3xxx 180.000 153.000 -27.000 Endurgreitt v. sérskóla M2180 -340.000 -390.000 -50.000 Uppgjör sveitarfél. v/ skólakostn. M2208 - 75.000 -125.000 -60.000 Kjarasamningar M9998 0 - 46.000 -36.000 Fjárhagsaðstoð F1610 600.000 750.000 150.000 Húsaleigubætur F1620 150.000 172.074 22.074 Nýbygging gatna Aðrar umferðagötur B3102 243.000 220.000 - 23.000 Ný íbúðahverfi B3104 657.000 532.000 - 125.000 Ný iðnaðar- og þjónustuhverfi B3104 105.000 60.000 - 45.000 Endurnýjun í miðborginni B3105 260.000 290.000 30.000 Gangstígar, göngubrýr og ræktun B3106 190.000 225.000 35.000 Ýmsar framkvæmdir B3108 195.000 243.000 48.000 Ýmsar framkv. - ljós og yfirlög B3108 160.000 190.000 30.000 Veltufjármunir/skammtímaskuldir 38.516 Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svohljóðandi breytingar á fjárhagsáætlun fráveitunnar: Í þús. kr. Var Verður Breyting Fjárfesting – sbr. meðfylgjandi yfirlit - Aðalholræsi 930.000 1.060.000 130.000 - Önnur holræsi 155.000 170.000 15.000 Rekstur Framlag úr ríkissjóði -125.000 -150.000 -25.000 Rekstur og viðhald holræsa 220.000 247.000 27.000 Afskriftir 270.820 273.720 2.900 Þá samþykkir borgarráð með 4 samhljóða atkvæðum svofelldar tilfærslur hjá Leikskólum Reykjavíkur: í þús. kr. Kostn.st. Var Breyting Verður D002 Skrifstofa 147,033 2,500 149,533 D100 Arnarborg 24,854 1,000 25,854 D101 Austurborg 37,237 2,375 39,612 D103 Árborg 25,087 167 25,254 D104 Ásborg 49,839 896 50,735 D105 Bakkaborg 45,580 2,250 47,830 D113 Fellaborg 20,750 3,708 24,458 D115 Foldaborg 27,123 917 28,040 D119 Grandaborg 25,283 1,000 26,283 D122 Hagaborg 36,014 1,208 37,222 D123 Hamraborg 35,369 1,042 36,411 D129 Hof 32,107 750 32,857 D131 Hólaborg 26,325 1,625 27,950 D136 Kvistaborg 23,600 167 23,767 D137 Laufásborg 33,994 2,375 36,369 D139 Laugaborg 38,882 2,542 41,424 D140 Leikgarður 29,888 1,271 31,159 D143 Mánagarður 27,766 2,150 29,916 D145 Mýri 18,546 2,250 20,796 D147 Nóaborg 27,289 750 28,039 D150 Seljaborg 26,331 1,167 27,498 D153 Sólhlíð 33,984 1,354 35,338 D157 Suðurborg 44,210 2,583 46,793 D158 Sunnuborg 32,354 1,000 33,354 D162 Völvuborg 24,500 938 25,438 D164 Ösp 28,319 375 28,694 D166 Hulduheimar 28,850 417 29,267 D171 Lyngheimar 29,639 500 30,139 D172 Öldukot 24,432 375 24,807 D176 Hamrar 29,847 2,833 32,680 D417 Sam. kostnaður 125,745 20,517 146,262 D9999 Útdeiling potta 63,000 -63,000 0 30. Lagt fram minnisblað stjórnar Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., dags. 3. þ.m. Borgarráð samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að auka hlutafé um 45 mkr. og þar af komi 15 mkr. til greiðslu á þessu ári. (GÞÞ sat hjá). - Kl. 15.20 vék Hrannar Björn Arnarsson af fundi og Alfreð Þorsteinsson tók þar sæti. 31. Borgarráð samþykkir að skipa 3ja manna nefnd til að endurskoða launakerfi borgarfulltrúa. Í nefndinni eigi sæti borgarstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Markmið endurskoðunar er að borgarfulltrúar taki föst laun fyrir störf sín sem verði ákveðið hlutfall af þingfararkaupi auk sérstaks álags fyrir setu í borgarráði og formennsku í nefndum. Ekki verði gert ráð fyrir teljandi breytingu á heildarlaunakostnaði borgarfulltrúa. Nefndin hafi hliðsjón af vinnuskjali skrifstofustjóra borgarstjórnar sem kynnt var á fundinum. 32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. þ.m. varðandi biðlaun borgarfulltrúa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Helgi Hjörvar, Inga Jóna Þórðardóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttir viku af fundi við afgreiðslu málsins. 33. Vísað er til 18. liðar fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. varðandi lengda viðveru í skólum. Borgarráð samþykkir niðurstöður starfshópsins, sbr. einnig fyrri afgreiðslu. Fundi slitið kl. 15.45. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir Alfreð Þorsteinsson Guðlaugur Þór Þórðarson