Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 28. maí, var haldinn 4742. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 16. maí.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 27. maí.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m. um afturköllun auglýstrar deiliskipulagstillögu Elliðaárdals. Samþykkt.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m. um frestun á afgreiðslu erindis um viðbyggingu að Grettisgötu 39. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m. um auglýsingu deiliskipulags í Hádegismóum. Frestað.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi að Jörfagrund 23-39. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um auglýsingu deiliskipulags að Háaleitisbraut 66-70. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 27. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í lagningu gangstíga II. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jarðkrafts ehf.
10. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. þ.m. um fyrirspurn Jóhönnu Sveinsdóttur og Harðar Bjarnasonar varðandi veitingarekstur að Eddufelli 8.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð telur þörf á því að fram fari endurskoðun á skipulagi verslunar- og þjónustusvæðanna við Eddufell og Leirubakka í Breiðholti, m.a. hvað varðar landnotkun, og beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja þá vinnu. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa jákvætt svar við fyrirspurn fyrirspyrjenda varðandi vínveitingastað að Eddufelli 8. Frestað.
11. Lagt fram bréf fjárreiðustjóra frá 27. þ.m. varðandi ráðstöfun hlutabréfa Árbæjarsafns í IBM. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. umsögn samgöngunefndar 13. s.m. varðandi erindi um uppsetningu vegvísaskilta á ljósastaura. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því ekki fallist á erindið.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti að Gylfaflöt 32. Jafnframt lagt fram bréf Ragnars H. Hall, hrl., frá 3. s.m. varðandi málið. Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. apríl varðandi innheimtu gatnagerðargjalda. Samþykkt.
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 15. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Vegna umsóknar Íbúasamtaka Kjalarness. Samþykkt kr. 50.000 af liðnum ófyrirséð útgjöld. Vegna umsóknar skáksveitar Menntaskólans við Hamrahlíð. Samþykkt kr. 150.000 af liðnum ófyrirséð útgjöld. Erindi Ólympíuliðs Íslands í stærðfræði vísað til íþrótta- og tómstundaráðs. Erindi Hins íslenska bókmenntafélags frestað. Önnur erindi hlutu ekki stuðning.
16. Lagt fram að nýju bréf menningarmálastjóra frá 17. þ.m. ásamt samþykktum fyrir sex menningarstofnanir borgarinnar, sbr. samþykkt menningarmála-nefndar 15. s.m. Samþykkt.
17. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins frá 15. þ.m. ásamt samkomulagi um rekstur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir tímabilið 1. janúar 2002 til 31. desember 2004 og tilnefningu í framkvæmdastjórn. Samþykkt að tilnefna félagsmálastjóra, Láru Björnsdóttur, í framkvæmdastjórn.
18. Lagt fram bréf formanns MS-félagsins frá 10. þ.m., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til uppsetningar listaverks. Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarstjórnar.
19. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 10. þ.m. um aukafjárveitingu, kr. 800.000, af kostnaðarstað ófyrirséð til Listasafns Reykjavíkur til heildarskráningar á föstum myndskreytingum í byggingum Reykjavíkurborgar. Samþykkt.
20. Lögð fram umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 24. þ.m. um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Frestað.
21. Lagt fram samkomulag Ólafíu Ólafsdóttur og Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m., varðandi Selásblett 15a og 22a. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
22. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 4. s.m. varðandi tívólí í Laugardal. Frestað.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 13. s.m. varðandi hugsanlega fækkun atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs. Samþykkt.
24. Lögð fram umsögn forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 27. þ.m. um erindi Samtaka tónlistarkennara í Reykjavík um ákvæði kjarasamninga um laun og kennsluskyldu. Borgarráð samþykkir umsögnina.
25. Lagt fram bréf Gunnars M. Eggertssonar frá 10. þ.m., þar sem Reykjavíkurborg er boðið víkingaskipið Íslendingur til kaups. Borgarráð felur borgarstjóra að taka upp viðræður við forsætisráðuneytið um málið, með það að leiðarljósi að skipið verði varðveitt á Íslandi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver ber ábyrgð á hreinsun gatna og ræktaðra svæða í Skeifunni? Hefur Reykjavíkurborg annast hreinsun á götum, gangstéttum og ræktuðum svæðum í Skeifunni sl. 10 ár? Hvenær er gert ráð fyrir að framkvæmdum, í samræmi við samþykkt deiliskipulag í Skeifunni hvað varðar götur og gangstéttar, verði lokið? Hver greiðir kostnað vegna þessara framkvæmda?
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ætlar borgarstjóri að beita sér fyrir því að umhverfisskaði verði ekki unninn á sögufrægasta svæðinu í Breiðholti, fyrrum lóð Alaska? Í kosningablaði R-listans, sem dreift var í hús í Breiðholti fyrir kosningar var því lýst yfir að allt að 50 íbúðir yrðu byggðar á svokallaðri Alaskalóð í Seljahverfi. Landnotkun á lóðinni hefur sl. 34 ár ávallt verið hugsuð sem grænt svæði. Þjóðminjasafn Íslands benti á það í umsögn sinni um svæðið frá 1981 að það sé ekki nægjanlegt að vernda minjarnar sjálfar heldur sé mikils virði að nánasta umhverfi þeirra sé friðlýst einnig.
Fundi slitið kl. 14.05.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Júlíus Vífill Ingvarsson
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson