Borgarráð - Fundur nr. 4737

Borgarráð

6

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 14. maí var haldinn 4737. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ásamt Ólafi F. Magnússyni. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 29. apríl.

2. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 2. maí.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 13. maí.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

5. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 6. þ.m. varðandi samþykkt borgarstjórnar 2. s.m., þar sem borgarráði er veitt umboð til ráðstafana, sem gera þarf, vegna borgarstjórnarkosninga 25. maí n.k.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 13. þ.m. um að kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga 25. maí n.k. verði einnig birt á netinu, en Persónuvernd hefur fallist á þá tilhögun. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 13. þ.m. um skipun 11 hverfiskjörstjórna og 95 undirkjörstjórna við borgarstjórnarkosningar 25. maí n.k., sbr. meðfylgjandi lista yfir kjörstaði. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 8. þ.m. um 1 mkr. framlag til Listahátíðar í Reykjavík 2002 af kostnaðarstað ófyrirséð. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í lagningu göngustíga 2002. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Urðar og grjóts ehf.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í endurbætur á 1. hæð Klébergsskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, S.Þ. verktaka ehf.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í innréttingu 2. áfanga mötuneytis Hólabrekkuskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íbyggðar ehf.

12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í endurnýjun og breytingar á norðurhúsi Laugalækjarskóla. Samþykkt að taka tilboði Keflavíkurverktaka ehf., sem átti næst lægsta tilboð en lægstbjóðandi féll frá tilboði sínu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m. um deiliskipulag reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Óðinsgötu og Spítalastíg. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. f.m. um auglýsingu deiliskipulags Hegningarhússreits við Skólavörðustíg og nágrennis. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 12.55 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum með þeirri athugasemd að til álita komi frekari uppbygging á lóð nr. 2 við Bergstaðastræti ásamt lóð bakhúss.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og óskuðu bókað:

Við teljum eðlilegt að rýmka byggingarmöguleika við vestanvert Bergstaðastræti og getum því ekki fallist á það byggingarmagn sem felst í deiliskipulagstillögunni.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m. um deiliskipulag lóðar Háskóla Íslands, Vísindagarða. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. þ.m., sbr. umsögn fræðsluráðs s.d. um tillögur um lengda viðveru í skólum. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. í dag, sbr. umsögn ráðsins um tillögurnar. Borgarráð er því hlynnt að fjárhagslegt svigrúm verði veitt. Vísað til athugunar fjármáladeildar.

19. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d. um sameiningu Hlíðaskóla og Vesturhlíðaskóla. Frestað.

20. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar s.d. um áætlun fyrir umferðaröryggi, sbr. greinargerðina “Öruggari umferð fyrir alla – betri borg; Umferðaröryggisáætlun 2002-2007, dags. í maí 2002”. Borgarráð samþykkir áætlunina.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. þ.m. um viðræður við fulltrúa Knattspyrnusambands Íslands um breytingar á Laugardalsvelli. Samþykkt. Nefndarskipan frestað.

22. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 7. þ.m um byggingu hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða í Sogamýri. Einnig lögð fram viljayfirlýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar, dags. 13. maí 2002, um uppbyggingu öldrunarþjónustu.

Borgarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.

Lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra við fyrirspurninni:

Í sameiginlegri viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar, Frumafls hf. og sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts, sem undirrituð var 26. apríl s.l. með fyrirvara um samþykki borgarráðs, fólst að vilji væri til þess að kanna fjárhagslegar forsendur fyrir byggingu hjúkrunarheimilis á lóð í Sogamýri, austan við Mörkina. Nú hefur heilbrigðisráðherra hins vegar samþykkt að koma inn í verkefnið með 70% framlag á móti Reykjavíkurborg. Því er ekki lengur tilefni til að kanna möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í samstarfi þeirra aðila sem að viljayfirlýsingunni stóðu og er hún úr gildi fallin.

Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson óskuðu bókað:

Greinilegt er að R-listinn veit upp á sig skömmina varðandi slælega frammistöðu í uppbyggingu stofnana í þágu aldraðra. Nú 10 dögum fyrir kosningar er kynnt viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík, þ.e. stækkun Hrafnistu og Eirar sem viðkomandi stofnanir og heilbrigðis- og tryggamálaráðuneytið hafa þegar gert samkomulag um. Einnig er gert ráð fyrir að 100 manna hjúkrunarheimili í Sogamýri verði tekið í notkun árið 2005 og annað 100 manna hjúkrunarheimili í Reykjavík tekið í notkun árið 2007. Augljóst er að hörð gagnrýni á aðgerðarleysi R-listans í þessum málum á undanförnum árum og mikil áhersla frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á uppbyggingu hjúkrunarheimila á stærstan þátt í umræddri viljayfirlýsingu.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Á s.l. átta árum, eða frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar, hafa risið þrjú ný hjúkrunarheimili í Reykjavík, með liðlega 200 rýmum. Á helmingi lengri tíma eða 12 árin áður risu tvö ný hjúkrunarheimili með svipuðum fjölda rýma. Sé uppbygging í tíð Reykjavíkurlistans aðgerðarleysi er það þungur dómur Sjálfstæðismanna um eigin verk. Kjarni málsins er sá að bygging hjúkrunarheimila ræðst af því hve ríkisvaldið er tilbúið til að kosta rekstur margra hjúkrunarrýma. Því er fagnaðarefni hinn eindregni vilji heilbrigðisráðherra til að taka á áratugagömlum vanda í Reykjavík, en það er sá vilji sem mestu veldur um þetta framfaraskref.

Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson óskuðu bókað:

Sú uppbygging sem verið hefur í Reykjavík á undanförnum árum hefur ekki verið fyrir forgöngu R-listans. Hér tala tölurnar skýru máli. Á síðustu átta árum hefur R-listinn lagt fram 0.6 milljarða króna í uppbyggingu stofnana fyrir aldraða. Til samanburðar voru settir 3.6 milljarðar (á sama verðlagi) í uppbyggingu í þágu aldraðra á valdatíma Sjálfstæðisflokksins átta árin þar á undan.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Alkunnur er talnaleikur minnihlutans. Víst veittu þeir meira fé til byggingar stofnana, en Reykjavíkurlistinn hefur varið mun meira fé til þjónustunnar sjálfrar þegar saman eru tekin framlög til fjárfestinga og rekstrar á þessum átta árum eru þau nær hin sömu eða liðlega sjö milljarðar á báðum tímabilunum.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi við meðferð málsins.

23. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 7. þ.m. um ráðstafanir til að koma í veg fyrir skólpmengun í fjörum Hamrahverfis. Jafnframt lögð fram fyrirspurn sömu aðila frá 7. þ.m. um varúðarmerkingar vegna mengunar í fjörum Grafarvogs. Lagt fram bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 13. þ.m. varðandi fyrirspurnina.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Bráðabirgðaráðstafanir þær, sem felast í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins yrðu mjög kostnaðarsamar og því vafasamar í ljósi þess hve skammt er í að varanleg lausn fáist. Varanleg lausn felst í að leggja holræsi frá núverandi enda Grafarvogsræsis að Gufuneshöfða og byggja þar dælustöð. Þaðan verður skolpi dælt um neðansjávarlögn að hreinsistöð vestan Sundahafnar. Miðað við núverandi áætlanir á þeirri framkvæmd að vera lokið á fyrsta ársfjórðungi 2004. Borgarráð samþykkir að fela gatnamálastjóra að skoða hvort flýta megi framkvæmdinni, hvaða kostnað slíkt hefði í för með sér og hvort mögulegt sé að skera niður í framkvæmdum annars staðar til að mæta þeim kostnaði.

Samþykkt.

Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Tillaga borgarstjóra er efnislega samhljóða tillögu sjálfstæðismanna frá 7. maí s.l. Það er ánægjulegt að sjá að borgarstjóri er nú reiðubúin að endurskoða fyrri afstöðu sína og fallast á sjónarmið okkar sjálfstæðismanna að ástandið í fjörum Hamrahverfis er ekki fólki bjóðandi.

24. Lagt fram bréf skrifstofu menningarmálanefndar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 8. s.m. um mat á varðveislugildi húsa í miðborg Reykjavíkur ásamt skýrslu, dags. 7. þ.m. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

25. Lagt fram bréf Gunnars M. Eggertssonar frá 10. þ.m., þar sem Reykjavíkurborg er boðið víkingaskipið Íslendingur til kaups.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að beita sér fyrir því að víkingaskipið Íslendingur sé keypt heim til Íslands og að skipið verði fyrsti vísir að víkingasafni, sem hefði mikið gildi fyrir menningartengda ferðaþjónustu í Reykjavík og á landinu öllu.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Mótási hf. verði úthlutað, skv. útboði, byggingarrétti á lóð nr. 1-9 við Þórðarsveig fyrir fjölbýli og að Járnbendingu ehf. verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 9 við Þorláksgeisla fyrir fjölbýli. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., þar sem lagt er til að að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús: Jónsgeisli 27: Jóhann A. Einarsson og Rut Kristjánsdóttir Hlynsölum 14 Kópavogi Jónsgeisli 31: Hallgrímur Ólafsson og Þórunn B. Sigurmundsdóttir Digranesh. 28 Kópavogi Gvendargeisli 104: Þórir Einarsson og Unnur Ragnarsdóttir Skaftahlíð 38 Reykjavík Gvendargeisli 102: Hörður Baldvinsson og Bjarney Magnúsdóttir Bugðutanga 21 Mosfellsb. Gvendargeisli 100: Hulda Kærnested og Örn Óskarsson Fannafold 85 Reykjavík Gvendargeisli 106: Steinn Guðjónsson og Brynja Guðmundsdóttir Grasarima 11 Reykjavík Gvendargeisli 98: Þorsteinn Tryggvason og Ósk Ágústsdóttir Vesturbrún 23 Reykjavík Gvendargeisli 108: Ámundi Ingi Ámundason og Hanna Daníelsdóttir Berjarima 34 Reykjavík Gvendargeisli 96: Haukur Óskarsson og Ásta Baldursdóttir Laufengi 2 Reykjavík Gvendargeisli 94: Kristján K. Heiðberg og Dagrún Pálsdóttir Leiðhömrum 25 Reykjavík Gvendargeisli 92: Bjarkar Þór Ólafsson og Olga H. Olgeirsdóttir Fellsmúla 15 Reykjavík Gvendargeisli 90: Kristinn Ó. Sveinsson og Lára G. Sighvatsdóttir Fífuseli 30 Reykjavík Gvendargeisli 88: Hafsteinn Jónsson og Gunnhildur Arnardóttir Sævarg. 4 Seltjarnarn. Gvendargeisli 114: Svanur K. Grétarsson og Sigríður Geirsdóttir Gullsmára 5 Kópavogi Gvendargeisli 110: Hilmar Sigurðson og Sigurlaug Jónsdóttir Brekkuhvarfi 15 Kópavogi Gvendargeisli 112: Hörður M. Gylfason og Björk Ólafsdóttir Jöklalind 1 Kópavogi

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að Búseta hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 6-12 við Þorláksgeisla. Samþykkt.

29. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns frá 6. þ.m. um erindi Jörmunds Inga allsherjargoða frá 23. f.m. varðandi breytingar á reglum um Kirkjubyggingasjóð Reykjavíkur.

30. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. umsögn og skilmála skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m. vegna sölu Ölgerðarreits. Jafnframt lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs frá 9. f.m. um málið. Vísað til umsagnar stjórnar Skipulagssjóðs.

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á húsnæðislöggjöfinni, sem gerir ráð fyrir að eigendur félagslegra eignaríbúða með kaupskylduákvæðum geti selt þær á frjálsum markaði. Samkvæmt lögum er félagsmálaráðherra heimilt að staðfesta ósk sveitarfélaga um að aflétta kaupskyldurétti. Lagt er til að Reykjavíkurborg sæki þegar í stað við gildistöku laganna um heimild til félagsmálaráðherra þess efnis að eigendum félaglegra eignaríbúða í Reykjavík verði heimilað að selja þær á frjálsum markaði. Frestað.

Fundi slitið kl. 15.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Helgi Pétursson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson