Borgarráð - Fundur nr. 4736

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 7. maí var haldinn 4736. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Pétursson, Inga Jóna Þórðadóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúi, Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 6. maí.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreislur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

3. Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2001.

4. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál vegna rýmri veitingatíma áfengis fyrir veitingastaðinn Bóhem, Grensásvegi 7, dags. 29. f.m.

5. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar frá 6. þ.m. um tilboð í kaup á loftmælitækjum. Borgarráð samþykkti að taka tilboði Horiba Europe GmbH, sem fékk hagstæðustu einkunnargjöf skv. mati.

6. Rætt um fyrirhugaðan fund Nato í Reykjavík og lokanir gatna og svæða af þeim sökum.

7. Lögð fram umsókn Skógarleitis um úthlutun lóðar við Fossvogsveg fyrir fjölbýlishús eldri borgara, dags. 26. f.m. Vísað til skipulags- og byggingarsviðs.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 3. þ.m. um endurnýjun kastsvæðis í Laugardal og viðbótarfjárveitingu vegna fyrsta hluta framkvæmda. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að Vélaveri hf. verði seldur byggingarréttur, 18.894 m2, á lóð við Krókháls. Samþykkt.

- Kl. 12.40 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum.

10. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. um undangengna sameiningu nefnda og endurskoðun samþykkta fyrir nefndir og ráð.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti á lóðum nr. 1, 3, 5 og 7 við Andrésbrunn. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m. um kostnað við deiliskipulag á Hlíðarenda og fjárveitingu, kr. 3.000.000, vegna hennar. Samþykkt.

13. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Vals um skipulag á félagssvæði Vals á Hlíðarenda, dags. í maí 2002. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. í dag, þar sem lagt er til að íþrótta- og tómstundaráði og Vinnumiðlun skólafólks geri ítarlega greiningu á atvinnumálum skólafólks. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs frá 6. þ.m. varðandi umferðarhraða á þjóðvegum í Reykjavík, sbr. samþykktir samgöngunefndar 22. og 26. f.m.

- Kl. 13.20 vék Inga Jóna Þórðardóttir af fundi og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók þar sæti.

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. f.m. um reglur bílastæðakorta íbúa. Samþykkt.

17. Lögð fram skýrsla um greiningu á starfsemi miðborgar, dags. í apríl 2002.

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að viðhlítandi ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir skólpmengun í fjörum Hamrahverfis. Mælingar undanfarna mánuði sýna svo ekki verður um villst að saurmengun er langt umfram viðmiðunarmörk. R-listinn hefur ákveðið að fresta holræsaframkvæmdum á þessu svæði fram til ársins 2004. Með uppbyggingu Grafarholtshverfis mun mengunarálag aukast verulega á þessa útrás, íbúum og vegfarendum til aukins ama. Borgarráð felur borgarverkfræðingi (umhverfis- og tæknisviði) að gera áætlun og tillögur um hvernig best verður að þessu staðið eins fljótt og unnt er.

Frestað.

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað líður varúðarmerkingum vegna mengunar í fjörum Grafarvogs skv. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. febrúar 2002.

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ítrekaðar eru óskir um að fá nánari upplýsingar um viljayfirlýsingu, dags. 26. apríl s.l. um byggingu hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða á lóð í Sogamýri í samvinnu Reykjavíkurborgar, Markarholts og Frumafls hf., m.a. hvort Frumafl hf. muni reisa og reka hugsanlegt hjúkrunarheimili á sömu forsendum og gert var með Sóltúnsheimilið.

Fundi slitið kl. 13.40.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Alfreð Þorsteinsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Helgi Pétursson Júlíus Vífill Ingvarsson
Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson