Borgarráð - Fundur nr. 4735

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 30. apríl, var haldinn 4735. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hrannar Björn Arnarsson, Helgi Hjörvar, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sigrún Magnúsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 29. apríl.

2. Lögð fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. apríl.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag reits 1.171.5, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Grettisgötu og Vegamótastíg. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag reits 1.174.3, sem afmarkast af Barónsstíg, Laugavegi, Snorrabraut og Grettisgötu. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi að Bleikjukvísl 10. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Sólheimareits. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í gerð 30 km hverfa. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Bergþórs Arnars Ottóssonar.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 3. áfanga. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Ístaks hf.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í steyptar gangstéttir og ræktun 2002, skv. útboði I. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Fjölverks verktaka ehf.

12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í steyptar gangstéttir og ræktun 2002, skv. útboði II. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Steinmótunar ehf.

13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., um heimild til að ganga til samninga við Landspítala háskólasjúkrahús um læknaþjónustu fyrir öldrunarstofnanir. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 24. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 22. s.m. um tillögur frá fundi borgarfulltrúa og ungmennaráðs Reykjavíkur.

15. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 26. þ.m. um staðsetningu útilistaverksins “Lave”. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 18. s.m. og bréf fræðslustjóra 24. þ.m. um samþykkt fyrir fræðsluráð. Samþykkt og vísað til borgarstjórnar.

17. Lagt fram bréf Jörmundar Inga, allsherjargoða, frá 23. þ.m. um breyttar reglur fyrir kirkjubyggingasjóð.

18. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. f.m. varðandi breytingar á 29.-31. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Jafnframt lögð fram umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 24. þ.m. um breytingarnar, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars. Vísað til borgarstjórnar.

19. Lögð fram viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Frumafls hf. og sjálfseignarstofnunarinnar Markholts, dags. 26. apríl, um byggingu hjúkrunarheimilis í Sogamýri. Frestað.

20. Borgarráð samþykkir eftirfarandi:

Samkvæmt 4. mgr. 15. gr. Samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/01 getur borgarstjórn ákveðið að fundargerðir verði skráðar á tölvu. Borgarráð heimilar að umrædd heimild verði nýtt hvað varðar borgarstjórn og borgarráð frá upphafi nýs kjörtímabils og jafnframt verði heimilt að skrá fundargerðir nefnda, ráða og stjórna með þeim hætti.

Greinargerð fylgir tillögunni.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. s.m. varðandi reglur um bílastæðakort íbúa. Frestað.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. s.m. um skipulag og starfsemi Höfuðborgarstofu. Jafnframt lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Höfuðborgarstofu, dags. í dag, ásamt rekstraráætlun 2002 og yfirliti yfir viðbótarfjárveitingar, dags. s.d.

- Kl. 13.15 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Helgi Hjörvar vék af fundi. Þá tóku Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum og Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon viku af fundi.

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, en því jafnframt beint til framkvæmdastjóra að nafngift verði skoðuð frekar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn telja mikilvægt að koma á markvissum vinnubrögðum og skipulagi í ferðamálum og samræma krafta þeirra innan borgarkerfisins sem að þeim málum koma. Undir stjórn R-listans hefur þessi málaflokkur liðið fyrir tilviljanakenndar aðgerðir og tíðar og ruglingslegar skipulagsbreytingar. Þær tillögur sem nú liggja loks fyrir, rétt fyrir kosningar, eru um margt til verulegra bóta. Þó skortir enn á fullnægjandi upplýsingar um stjórn málaflokksins og stefnumótun; umfang verkefnisins og heiti; tilflutning innan borgarkerfisins og heildarkostnað. Mikilvægt er að þær upplýsingar og ákvarðanir liggi fyrir áður en af stað er haldið. Ekkert liggur á m.a. vegna þess að væntanleg höfuðborgarstofa mun ekki hefja starfsemi fyrr en á næsta ári. Afgreiðsla málsins er enn eitt dæmið um flumbruganginn í vinnubrögðum borgarstjóra og R-listans.

23. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 26. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Borgarráð samþykkir styrk, kr. 500.000 vegna Hátíðar hafsins. Viðræður við félagsmálayfirvöld standa yfir vegna umsóknar Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Umsókn vegna nýbúa vísað til Fræðslumiðstöðvar, Umsókn Umhyggju vísað til þróunar- og fjölskyldusviðs. Aðrar umsóknir hljóta ekki stuðning.

24. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 24. þ.m. þar sem lagt er til að veittur verði 90 daga frestur til að rífa óleyfisbyggingu að Skipasundi 9. Samþykkt.

25. Lögð fram umsögn borgarakitekts og forstöðumanns Fasteignastofu frá 25. þ.m. um tillögu menningarmálanefndar um listskreytingasjóð, dags. 15. ágúst 2001. Frestað.

26. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi uppgjör við Hestamannafélagið Fák. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra frá 29. þ.m. um styrk til Fáks vegna landsmóts 2000. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 29. þ.m. um stofnun sjóminjasafns og kostnað vegna starfsmanns. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag. sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. varðandi erindi Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, um áheyrnarfulltrúa í borgarráði. Samþykkt.

29. Afgreidd 17 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.25.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hrannar Björn Arnarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Sigrún Magnúsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson