Borgarráð - Fundur nr. 4734

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 23. apríl, var haldinn 4734. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 22. apríl.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11. apríl.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál.

4. Lögð fram ársskýrsla Íþróttabandalags Reykjavíkur 2002, ásamt þeim samþykktum sem beint var til borgaryfirvalda á þingi ÍBR 14.-16. f.m.. Jafnframt lagt fram bréf ÍBR, dags. 17. þ.m.

5. Lögð fram umsókn Fasteignafélagsins Stoða hf. frá 19. þ.m. um heimild til framsals lóðarréttar á lóð nr. 121 C við Hraunbæ til Baugs hf. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 12.30 tók Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum. Jafnframt tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi tillögu til borgarstjórnar um umboð borgarráðs vegna borgarstjórnarkosninga 25. maí n.k. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar frá 8. þ.m. varðandi beiðni um þáttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði vegna tölvunámskeiða BSRB. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 21. s.m. Samþykkt viðbótarframlag í Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Reykjavíkur að fjárhæð 2.2 mkr. af liðnum ófyrirséð.

8. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 2. þ.m. varðandi tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna Arnarnesvegar, Reykjanesbrautar – Breiðholtsbrautar og tengibrautar um Hörðuvelli, ásamt umsögn borgarverkfræðings, dags. 18. s.m. Borgarráð samþykkir umsögnina.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni frá 17. þ.m. um heimild til sölu nánar tilgreindra eignarhluta félagsins í húsinu að Álfheimum 74. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. þar sem lagt er til að Verksýn ehf. verði gefinn kostur á að ganga inn í tilboð Byggingarráðgjafans ehf. í byggingarrétt á lóðunum nr. 44-50 við Þorláksgeisla, gegn greiðslu allra vanskila. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli úthlutun byggingarréttar til Elíasar V. Einarssonar og Kristjáns Óskarssonar fyrir flugskýli nr. 23 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf forstjóra Vélamiðstöðvar frá 3. þ.m. varðandi áætlun um notkun metan eldsneytis á sorpbíla, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. f.m., ásamt áætlun Vélamiðstöðvar um endurnýjun sorpbíla, dags. 12. f.m., og fylgiskjölum.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli úthlutun byggingarréttar til Félags áhugamanna um aldamótahús á lóð nr. 67 við Barðastaði. Frestað.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð heimili sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni nr. 9 við Naustabryggju til Þórhalla Einarssonar, Brúnastöðum 73. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 12. þ.m., sbr. samþykkt sjórnar Vinnuskólans 11. s.m. um húsnæði skólans. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 22. s.m.

16. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. varðandi viðbótarfjárveitingu til Leikskóla Reykjavíkur vegna sérkennslu. Borgarráð samþykkir tilfærslu 29 mkr. af liðnum ófyrirséð útgjöld.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar frá 15. s.m. um tillögur að 30 km hámarkshraða á nánar tilgreindum götum í Reykjavík. Samþykkt og vísað til lögreglustjórans í Reykjavík.

- Kl. 13.08 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi.

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að taka í notkun á nýjan leik aðstöðu til ræktunar kartaflna/matjurta á svæði milli Korpúlfsstaða og Vesturlandsvegar. Í mörg ár nýttu fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur þetta svæði til ræktunar. Fyrir mörgum árum var hætt að bjóða upp á aðstöðu þar, en meginhluti þessa svæðis hefur síðan staðið óhreyfður og engum til nytja. Kartöflu- og matjurtarækt er heilbrigð tómstundaiðkun og sjálfstagt að borgin skapi áhugasömum einstaklingum og fjölskyldum aðstöðu til að nýta frítíma sinn til uppbyggilegra ræktunarstarfa.

Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

19. Lögð fram skýrsla starfshóps um endurmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Laugaveg, dags. í apríl 2002. Vísað til meðferðar skipulags- og byggingarnefndar

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Skýrsla starfshóps um endurmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Laugaveg felur í sér vísbendingu um að R-listinn er að slaka á gagnvart verndunarstefnu sinni um húseignir við Laugaveg. Vantar þó mikið á að tekið sé á málum með skýrum og afdráttarlausum hætti. Sjálfstæðismenn hafa ítrekað bent á að verndunarstefna R-listans sem birst hefur í “þemahefti” um húsvernd samrýmist ekki eðlilegri og nauðsynlegri uppbyggingu aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Nú seint og um síðir, eða einungis mánuði fyrir kosningar er R-listinn að ganga til móts við sjónarmið sjálfstæðismanna. Staðreyndin er hins vegar sú að deiliskipulag við langstærsta hluta Laugavegs er óafgreitt nú þegar einn mánuður er eftir af kjörtímabilinu. R-listinn hefur með afturhaldssömum sjónarmiðum og seinagangi í skipulagsmálum hindrað nauðsynlega uppbyggingu á aðalverslunargötu borgarinnar, Laugaveginum í átta ár.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins byggir á mikilli vanþekkingu á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í húsverndunarmálum í borginni. „Þemahefti” um húsvernd þjónaði fyrst og fremst þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir þau hús, svæði og götumyndir sem gætu haft varðveislugildi af ýmsum ástæðum. Var heftið innlegg í þá miklu deiliskipulagsvinnu sem fram hefur farið í miðborginni og nærliggjandi hverfum. Í því sambandi er rétt að benda á að samkvæmt skipulagslögum ber að vinna húsakönnun á þegar byggðum svæðum sem tekin eru til deiliskipulags. „Þemaheftið” var forsenda þess að hægt væri að taka skynsamlega afstöðu til þess hvaða hús bæri að varðveita og hver ekki og ná sæmilegri sátt meðal borgarbúa í þessum málum. Nú liggur fyrir að um talsverða uppbyggingu getur orðið á Laugaveginum um leið og varðveitt eru einstök hús sem setja mestan svip á götuna. Á hinn bóginn er reynt að halda í heildstæðar götumyndir s.s. í Þinholtsstræti, Ingólfsstræti og Vesturgötu til að viðhalda andblæ og menningararfi Gömlu Reykjavíkur.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarstjóra til upplýsinga skal hér bent á að stefnan sem birtist í „þemahefti” um húsvernd hefur verið notuð af meirihlutanum sem útgangspunktur í deiliskipulagsvinnu þessa svæðis.

20. Lagt fram erindi starfshóps borgarráðs um skóladagvist frá 22. þ.m., þar sem lagðar eru fram tillögur að nýju fyrirkomulagi skóladagvistar í Reykjavík. Jafnframt lögð fram greinargerð og fylgiskjöl. Vísað til umsagnar fræðsluráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og fjármáladeildar.

21. Lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns frá 25. f.m. varðandi heimild til að ganga til samninga við eiganda fasteignarinnar að Langholtsvegi 89, ásamt fylgiskjölum. Samþykkt.

22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 27. f.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Samþykkt að veita Kiwanisklúbbinum Elliða styrk að fjárhæð kr. 50.000 til kaupa á reiðhjólahjálmum. Samþykkt að veita kór Grensáskirkju styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna söngferðar til Færeyja. Erindum foreldraráðs Hólabrekkuskóla og stúlknakórs Háteigskirkju vísað til fræðsluráðs. Erindum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og Ástu Kr. Ragnarsdóttur vísað til íþrótta- og tómstundaráðs. Erindi sambýlis einhverfra við Hólaberg vísað til félagsmálaráðs. Öðrum umsóknum synjað.

23. Lagt fram bréf Templarahallar Reykjavíkur frá 7. þ.m. varðandi styrk til greiðslu fasteignaskatta ásamt umsögn fjármáladeildar, dags. í dag. Borgarráð samþykkir styrk, kr. 576.446, sem samsvarar 80% af álögðum fasteignaskatti 2002.

24. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra byggingarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstur líkamsræktarstöðvar í höfuðstöðvum Orkuveitunnar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs 9. þ.m.

25. Afgreidd 35 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson