Borgarráð - Fundur nr. 4733

Borgarráð

5

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 16. apríl, var haldinn 4733. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 15. apríl.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 11. apríl.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.

5. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að beina því til borgarstjórnar að ráða Sigurð Þórðarson, ríkisendurskoðanda, til að endurskoða ársreikning Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2001.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að Árna Gunnari Sveinssyni, Dvergabakka 36, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðinni nr. 1 við Jörfagrund. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í gatnagerð á Esjumelum, 2. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Guðjóns Haraldssonar.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í malbikun gatna í Reykjavík 2002. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. frá 9. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytingar á leiðakerfi Strætó bs., sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. f.m.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 15. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 11. s.m. varðandi samþykkt fyrir umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Vísað til stjórnkerfisnefndar.

11. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Vinnuskólans s.d. varðandi samþykkt fyrir stjórn Vinnuskólans. Vísað til stjórnkerfisnefndar.

12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m. varðandi umsókn um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2. Borgarráð samþykkir umsögnina.

13. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. á deiliskipulagstillögu vegna reits 1.344/8 við Dalbraut. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. á deiliskipulagstillögu vegna Skuggahverfis, Eimskipafélagsreit. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. á deiliskipulagstillögu vegna Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. á tillögu að breytingu deiliskipulags lóðarinnar nr. 74 við Álfheima. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Húsfélaginu í Glæsibæ verði úthlutað viðbótarlóð við lóðina nr. 74 við Álfheima. Samþykkt.

18. Lögð fram drög að samningi um samskiptamál Reykjavíkurborgar og ÍBR, ódags., ásamt bréfi framkvæmdastjóra ÍTR, dags. 10. þ.m. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

19. Lagt fram bréf undirbúningshóps miðstöðvar ferða- og markaðsmála Reykjavíkurborgar frá 15. þ.m. varðandi tillögu að skipulagi og starfsemi Höfuðborgarstofu, nýrrar miðstöðvar ferða- og markaðsmála, ásamt greinargerð. Vísað til umsagnar samgöngunefndar.

20. Lögð fram að nýju umsögn verkefnisstjórnar heilsuborgarverkefnisins frá 22. f.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs s.d. varðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kynningu Reykjavíkurborgar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs 11. desember s.l. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að fela forstöðumanni nýrrar upplýsingarmiðstöðvar ferðamála að halda utan um þá vinnu sem tillaga verkefnisstjórnarinnar tekur til, í samvinnu við þá aðila sem þar eru tilgreindir.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Gríðarlegur samdráttur hefur orðið á ferðaþjónustu í heiminum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september s.l. Varð flestum snemma ljóst að bregðast yrði skjótt við þessari þróun og hefur ríkisstjórnin þegar brugðist við með sérstakri fjárveitingu að upphæð 150 mkr. til kynningarátaks. Mikilvægt er að koma því á framfæri að meðal höfuðborga Evrópu er Reykjavík sérstæður og vænlegur kostur í því umhverfi sem ferðaþjónustan starfar nú í hvort heldur er til ráðstefnuhalds eða almennrar ferðamennsku. Tillaga okkar um sérstakt átak í kjölfar hryðjuverkanna byggir á að það er svigrúm innan fjárhagsáætlunar þessa árs til átaks af þessu tagi. Viðbrögð borgarstjóra undirstrika lítinn áhuga á að bregðast við samdrætti í ferðaþjónustunni.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Tillaga Sjálfstæðismanna um sérstakt markaðsátak vegna 11. september kom ekki fram fyrr en 11. desember eða 5 dögum eftir að fjárhagsáætlun borgarinnar var samþykkt. Við þá afgreiðslu er bæði staður og stund til að koma með tillögur sem leiða til útgjalda fyrir borgarsjóð. Það var ekki gert og því augljóst að lítil alvara var á bak við tillöguna. Verkefnisstjórn um heilsuborg hefur haft tillöguna til umfjöllunar síðan hún var flutt og afgreiddi hana frá sér án nokkurs ágreinings. Þar er bent á að borgin sinnir markaðssetningu í ferðamálum með margvíslegum hætti og stjórnin er sammála um að fara þurfi betur yfir málið áður en ráðist er í sérstakt markaðsátak.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Tillaga sjálfstæðismanna frá 11. desember s.l. fól í sér að borgin brygðist skjótt við þessum breyttu aðstæðum. Tillagan hefur verið að veltast í kerfinu núna í tæpa fimm mánuði. Meðferð og afgreiðsla tillögunnar staðfesti að lítill áhugi er hjá borgarstjóra og meirihlutanum að gera sérstakt átak í þessum efnum.

21. Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu, tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, greinargerð – stefnumörkun, sveitarfélags- og þéttbýlisuppdrættir. Jafnframt lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. um tillögur að breytingum á greinargerð – stefnumörkun, þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum, ásamt eftirtöldum gögnum: Athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 8. janúar s.l., ásamt svörum skipulags- og byggingarsviðs; athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar ásamt svörum skipulags- og byggingarsviðs, dags. 8. og 10. þ.m.; tillaga að breytingum á greinargerð – stefnumörkun, dags. 8. þ.m., með breytingum sem samþykktar voru á fundi skipulags- og byggingarnefndar 10. þ.m.; tillaga að breytingum á þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum, dags. 9. þ.m., ásamt ódags. uppdráttum, með breytingu sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarnefndar 10. þ.m.; umsögn um breytingatillögur sem bornar voru upp í borgarstjórn 20. desember s.l. og vísað var til meðferðar skipulags- og byggingarnefndar á auglýsingatíma tillögunnar, dags. 26. f.m.; breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og Aðalskipulagi Kjalarneshrepps 1990-2010, dags. 8. þ.m.; skýrsla Alta ehf. um umhverfismat Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024, dags. apríl 2002. Þá er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 15. þ.m., varðandi tillögu að breytingum á afmörkun landnotkunarreita í miðborg, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs 26. f.m. Vísað til borgarstjórnar.

22. Lagt fram að nýju bréf vinnuhóps um eftirlit og endurskoðun hjá Reykjavíkurborg frá 8. þ.m. ásamt skýrslu KPMG um innra eftirlit og endurskoðun hjá Reykjavíkurborg, dags. 9. þ.m., með viðauka. Jafnframt lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sjálfstætt eftirlit með stjórnsýslu, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs 26. f.m. Þá var lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, ásamt greinargerð, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs 9. þ.m.:

Lagt er til að Borgarendurskoðun annist innri endurskoðun borgarinnar ásamt ráðgjöf og leiðbeiningar í því sambandi en ytri endurskoðun verði komið á hendur utanaðkomandi aðila. Þá er lagt til að Borgarendurskoðun verði færð undir borgarráð í skipuriti borgarinnar og að borgarendurskoðandi sitji fundi ráðsins. Breytingar taki gildi frá áramótum 2002/2003.

Tillögu borgarstjóra vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m. varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Frestað.

24. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. varðandi aðstöðu í Álfsnesi fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn, ásamt uppdrætti og greinargerð, dags. í mars 2002. Samþykkt. Borgarverkfræðingi falið að setja frekari skilmála fyrir veitingu aðstöðunnar.

25. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. varðandi frestun afgreiðslu umsóknar um leyfi til framkvæmda í húsinu á lóð nr. 65 við Heiðargerði. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 10. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að beita húseiganda að Vagnhöfða 23 dagsektum, að fjárhæð kr. 7.400 fyrir hvern virkan dag, þar til kröfur slökkviliðsins um eldvarnir í húsinu hafa verið uppfylltar. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir samskipti slökkviliðsins og húseiganda, ódags., ásamt fylgiskjölum. Samþykkt. Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

27. Lagt fram bréf Kattavinafélags Íslands frá 26. febrúar s.l. varðandi niðurfellingu fasteignagjalda ásamt umsögn fjármáladeildar, dags. 10. þ.m. Borgarráð samþykkir styrk, kr. 417.028, sem samsvarar 80% af álögðum fasteignaskatti.

28. Sveitarstjórnaráðstefna í Esbo í Finnlandi 5.- 7. maí n.k. Borgarráð ákveður að tveir kjörnir fulltrúar sæki ráðstefnuna.

29. Lagt fram að nýju bréf Borgarskipulags frá 1. febrúar s.l. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna Grænlandsleiðar 22–40 og 29–49, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. janúar s.l. Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 9. þ.m. varðandi endurmat á verði byggingarréttar. Auglýsing á breytingu á deiliskipulagi og erindi borgarverkfræðings samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókana í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar 17. október og 30. janúar s.l. Jafnframt óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bókað:

Ég lít svo á, að með þessari ákvörðun sé verið að gefa til kynna að allir byggingaraðilar í Grafarholti geti fengið samþykkta fjölgun íbúða að þeim skilyrðum uppfylltum að bílastæðakröfum verði fullnægt og samþykkt ummál bygginga stækki ekki.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Það er ljóst að sú samþykkt sem hér hefur verið gerð hefur fordæmisgildi fyrir reiti sem eins hagar til um og þennan. Varðandi fjölgun íbúða almennt eða breytingar á skipulagi verður þó að skoða hvert svæði fyrir sig út frá þeim aðstæðum sem þar ríkja.

30. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 9. þ.m. varðandi sölu á Ölgerðarreitnum, ásamt fylgiskjölum. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

31. Lagt fram bréf yfirverkfræðings skrifstofu borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi stýrihóp um úttekt á starfsemi á vegum byggingarfulltrúa, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs 28. mars 2000, þar sem lagt er til að hópurinn hætti störfum. Samþykkt.

32. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 15. þ.m. varðandi umsögn um matsáætlun vegna framkvæmda við Skarfagarð og Skarfabakka í Sundahöfn. Samþykkt.

33. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 15. þ.m. varðandi kaup sjóðsins á húseigninni að Eskihlíð 2-4, ásamt kaupsamningi, dags. s.d., og fylgiskjölum. Borgarráð samþykkir kaupsamninginn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið kl. 15.02.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson