Borgarráð - Fundur nr. 4731

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 26. mars var haldinn 4731. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 25. mars.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. mars.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

4. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. og 22. þ.m., um leyfi til áfengisveitinga á eftirtöldum stöðum:

Vegamót, Vegamótastíg 4 Ari í Ögri, Ingólfsstræti 3 Casa grande, Tryggvagötu 8 Umsögn vegna Casa grande frestað. Umsagnirnar að öðru leyti samþykktar.

5. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 2. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sveins Skaftasonar.

6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í endurnýjun Skólavörðuholts, 4. áfanga. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Afrek ehf. og Einar og Tryggva ehf.

7. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að eftirtaldir fulltrúar verði kjörnir í stjórn Landsvirkjunar til eins árs: Helgi Hjörvar Pétur Jónsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Til vara: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sigríður Hjartar Júlíus Vífill Ingvarsson

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs.frá 19. þ.m. ásamt ársreikningi 2001.

9. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 14. þ.m. varðandi laun unglinga næsta sumar. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 23. s.m. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. þ.m. ásamt samþykktum framhaldsaðalfundar og ársreikningi 2001. Tilnefningu varamanns í stjórn og tveggja fulltrúa í fulltrúaráð frestað.

11. Lagt fram bréf menningarmálanefndar frá 21. þ.m., þar sem leiðréttar eru aðsóknartölur í Viðey 2001; 21 þúsund í stað 12 þúsund.

12. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 25. þ.m. varðandi samning um rekstur Viðeyjarferju. Jafnframt lögð fram greinargerð forstjóra Innkaupastofnunar varðandi málið, dags. 21. s.m. Þá er lögð fram greinargerð borgarminjavarðar, dags. í dag. Frestað.

13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m., sbr. samþykkt verkefnisstjórnar um veitingamál 12. s.m. um tillögu um breytingar á afmörkun landnotkunarreita í miðborginni. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

14. Lögð fram greinargerð borgarlögmanns frá 25. þ.m. varðandi Langholtsveg 89. Frestað.

15. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 25. þ.m. varðandi kynningu á áformum um skipulag og undirbúning að byggingu Ingunnarskóla.

16. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns frá 21. þ.m. varðandi viðbótarfjárveitingu vegna viðgerðar listaverksins Öndvegissúlur eftir Sigurjón Ólafsson. Samþykkt aukafjárveiting, kr. 2.390.400, af kostnaðarstað ófyrirséð.

17. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 21. þ.m. ásamt mati borgarminjavarðar á varðveislugildi húsa í miðborg Reykjavíkur. Frestað.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m. varðandi tillögu að samþykkt um stjórn Innkaupastofnunar, vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 21. s.m. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra athugun á stöðu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í opinberum innkaupum á undanförnum misserum. Athuguninni er ætlað að greina hvort styrkja megi stöðu stofnunarinnar sem þjónustustofnunar Reykjavíkurborgar og hugsanlega í þjónustu og ráðgjöf við aðra aðila. Jafnhliða verði tillaga að nýrri samþykkt fyrir stjórn Innkaupastofnunar yfirfarin og lögð fyrir að nýju að athugun lokinni.

19. Lagt fram, ódagsett, yfirlit starfshóps um hugmyndir um stofnun sjóminjasafns ásamt fyrstu tillögum hópsins. Jafnframt fylgir skýrsla um sjóminjar í Reykjavík, dags. 20. þ.m. Borgarráð samþykkir tillögur nefndarinnar í meginatriðum jafnframt því sem óskað er frekari upplýsinga um lið 2 varðandi ráðningu starfsmanns Árbæjarsafns til verksins. Tillögu um húsnæðismál, sbr. lið 3, vísað til hafnarstjórnar.

20. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 19. þ.m. um matsáætlun vegna Skarfagarðs og Skarfabakka í Sundahöfn. Vísað til umhverfis- og tæknisviðs.

21. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulags austurhluta Ártúnshöfða. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulags og aðalskipulags við Skógarsel 11-15. Samþykkt.

- Kl. 14.30 Vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

23. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulags vegna settjarna í Elliðaárdal. Samþykkt.

- Kl. 14.35 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi.

24. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. varðandi tillögur um úthlutun úr húsverndarsjóði. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. janúar s.l. varðandi skiptingu jarðarinnar Útkots á Kjalarnesi. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. þ.m. varðandi verkefni Reykjavíkur sem heilsuborgar.

27. Lagður fram listi skrifstofu borgarritara yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag.

28. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að borgarritara, borgarlögmanni og borgarendurskoðanda verði falið að vinna tillögu til borgarráðs um á hvern hátt best væri staðið að reglubundnu og sjálfstæðu eftirliti með fjárreiðum og stjórnsýslu borgarsjóðs, stofnana og fyrirtækja, þar sem eignaraðild Reykjavíkurborgar er meiri en 50%.

Frestað.

Fundi slitið kl. 14.45.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Sigrún Magnúsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir