Borgarráð - Fundur nr. 4729

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 12. mars, var haldinn 4729. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Helgi Hjörvar, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Jónsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 22. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 11. mars.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Frestað.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Bankastræti, Ingólfsstræti, Amtmannsstíg og Þingholtsstræti. Frestað.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Þingholtsstræti og Amtmannsstíg. Frestað.

7. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m., sbr. bréf Ólafs F. Magnússonar frá 28. f.m. um áheyrnarfulltrúa í borgarráði. Vísað til stjórnkerfisnefndar.

8. Lögð fram Starfsáætlun og uppgjörsskýrsla íþrótta- og tómstundaráðs fyrir árið 2001.

9. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 11. þ.m. varðandi sölu byggingarréttar í Grafarholti. Samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað:

Ég óska eftir að borgarlögmaður gefi álit sitt á forsendum forvals varðandi sölu byggingarréttar í Grafarholti. Einkum verði skoðað hvort það standist lög að miða við að stærri byggingarfyrirtæki gangi fyrir í forvalinu þar sem engar faglegar forsendur styðji það að einungis stærri fyrirtæki séu til þess bær að bjóða í lóðir og byggja á þeim.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. þ.m. varðandi Landsmót UMFÍ 2004. Borgarráð telur að íþróttamannvirki og útivistarsvæði í Reykjavík séu með þeim hætti að þau geti skapað einstaka og glæsilega umgjörð í kringum viðburð eins og Landsmót UMFÍ og að engin vandkvæði séu á því að ungmenna- og íþróttahreyfingin í borginni í samvinnu við borgaryfirvöld taki að sér framkvæmd mótsins. Borgaryfirvöld munu því í samvinnu við framkvæmdaaðila mótsins tryggja að landsmót geti farið fram í Reykjavík með þeim hætti að sómi verði af fyrir alla aðila ákveði stjórn UMFÍ að landsmót verði haldið hér.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. þ.m. um áætlaðar ráðningar stofnana Reykjavíkurborgar á skólanemum til starfa í sumar.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 6. þ.m. varðandi umsókn um rekstrarleyfi einkarekins leikskóla. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. í dag, ásamt drögum um friðun trjáa í Reykjavík, ódags. Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 28. f.m., þar sem óskað er eftir tilnefningu 4 fulltrúa og jafnmargra varamanna á samráðsfund Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar 6. apríl n.k.

15. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. október s.l. í máli nr. E-1894/2001, Halldór Sigurðsson gegn Orkuveitu Reykjavíkur.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi kaup á hreinlætispappír og plastpokum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um að tveim lægstu tilboðum verði tekið. Fellt með 4 atkv. gegn 3. Tillaga stjórnar Innkaupastofnunar samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Það er afar gagnrýnivert að borgarráðsfulltrúar R-listans skuli hafna lægstu boðum án nokkurra röksemda, en taka tilboðum sem er um tæplega 1.5 mkr. hærri. Þessi vinnubrögð flokkast ekki undir ábyrga fjármálastjórn.

17. Lagt fram minnisblað Jóns Björns Skúlasonar frá 5. þ.m. varðandi væntanlegar tafir á afhendingu vetnisvagna.

18. Lögð fram að nýju skýrsla stýrihóps um framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum frá 21. nóvember s.l. ásamt bréfi menningarmálanefndar frá 24. janúar s.l., sbr. samþykkt nefndarinnar 23. s.m. Jafnframt lagt fram bréf menningarmálafulltrúa frá 4. f.m. ásamt fylgiskjölum.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð tekur undir þá stefnumörkun um framtíðarnýtingu Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum sem fram kemur í skýrslu stýrihópsins, en áskilur að einstakar framkvæmdir á grundvelli hennar komi til afgreiðslu borgarráðs. Umhverfis- og heilbrigðisstofa ber ábyrgð á eftirfylgni stefnunnar í samvinnu við menningarmálastjóra og borgarminjavörð. Þá er borgarminjaverði falið að vinna greinargerð um svæðið með tilliti til hugsanlegrar skráningar þess á yfirlitsskrá íslenska ríkisins til Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir þá staði sem taldir eru til mikilvægra menningar- og náttúruarfleifða.

Samþykkt með 4 atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Á síðast ári heimsóttu Viðey 12.000 manns sem er mikið áhyggjuefni vegna þess að árið áður voru gestir eyjarinnar 26.000 talsins. Með samþykkt sinni er meirihluti borgarráðs í fyrsta skipti að skera úr um það að Viðey muni lúta stjórn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Eftir að starf staðarhaldara Viðeyjar var lagt niður var umsjón eyjarinnar færð yfir til borgarminjavarðar. Nú á Umhverfis- og heilbrigðisstofa samkvæmt bókuninni að starfa í samvinnu við menningarmálastjóra og borgarminjavörð en engar frekari skilgreiningar eða leiðbeiningar er að finna hvernig verkaskiptingu þessara embætta verði háttað. Þessi óskýra stefnumörkun mun gera allt starf varðandi Viðey ómarkvissara. 19. Lagt fram yfirlit yfir styrkúthlutanir úr menningarborgarsjóði, ódagsett.

20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 11. þ.m. varðandi undanþágu frá bílastæðareglum, sbr. 3. gr. reglnanna. Samþykkt.

21. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 4. þ.m. um frumvarp til hafnalaga. Samþykkt.

22. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi breytingar á 29.-31. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram að nýju bréf Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar frá 4. þ.m. til dómsmálaráðuneytisins og svar ráðuneytisins, dags. 5. s.m. ásamt svari borgarlögmanns til borgarfulltrúans frá 4. f.m. Borgarráð er sammála fyrirliggjandi tillögum um breytingar á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Áður en tillögurnar verða lagðar fyrir borgarstjórn til afgreiðslu samþykkir borgarráð að óska eftir umsögn dómsmálaráðuneytisins um hvort nokkuð standi því í vegi að tillögurnar verði staðfestar af dómsmálaráðuneytinu. Óskað er eftir svari dómsmálaráðuneytis fyrir fund borgarráðs þann 2. apríl n.k.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvaða breytingar hafa verið gerðar á leiðakerfi Strætó bs. frá stofnun fyrirtækisins?

Hvaða breytingar á leiðakerfinu eru fyrirhugaðar?

24. Afgreidd 16 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hrannar Björn Arnarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Helgi Hjörvar Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson