Borgarráð
4
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 5. mars, var haldinn 4728. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 4. mars.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 25. janúar.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. febrúar.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.
5. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 4. þ.m. um frumvarp til hafnarlaga, sbr. bréf samgöngunefndar Alþingis frá 18. f.m. Frestað.
6. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m. varðandi umsókn um leyfi til áfengisveitinga í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Borgarráð samþykkir umsögnina.
7. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um ráðningu skipulagsfulltrúa, ásamt greinargerð, dags. 19. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn formanns skipulags- og byggingarnefndar og sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., umsögn Skipulagsstofnunar frá 1. þ.m. og bréf Bjarka Jóhannessonar, dags. s.d. Samþykkt að ráða Helgu Bragadóttur í starfið.
8. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna leikskólalóðar á Kjalarnesi ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi samþykkt samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu um breytingar á tveimur fylgiskjölum með greinargerð með skipulagstillögunni.
10. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 18. f.m. varðandi yfirbyggða 50 metra sundlaug í Laugardal ásamt teikningum og heimild til útboðs jarðvinnu. Jafnframt lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu og framkvæmdastjóra ÍTR frá 4. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Samþykkt. Borgarverkfræðingi og framkvæmdastjóra ÍTR falið, í samvinnu við borgarlögmann, að ganga frá drögum að samningi við Björn Kr. Leifsson vegna málsins til afgreiðslu í borgarráði. Jafnframt samþykkir borgarráð að óska eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um að ríkið taki þátt í kostnaði við byggingu 50 metra sundlaugar í Laugardal. Er það í samræmi við íþróttalög nr. 64/1998 um samstarf ríkis og sveitarfélaga, 13. gr. Þar er kveðið á um að menntamálaráðherra sé heimilt að eiga aðild að samningum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva í samvinnu við sveitarfélög og íþróttasamtök, enda miðist þjónusta stöðvanna við landið allt.
11. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 3. þ.m. varðandi tillögu að breytingu á skipulags- og byggingarlögum svo stofna megi varanlega samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 15. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 14. s.m. um friðlýsingu borgarlandsins fyrir umferð og geymslu kjarnorku-, efna- og sýklavopna. Frestað.
13. Lagt fram að nýju bréf Innkaupastofnunar frá 25. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í fóðrun holræsa. Jafnframt lagt fram bréf lögmanns A.B. Pípulagna ehf. frá 4. þ.m. Samþykkt að taka tilboði Fóðrunar ehf., sem átti næst lægsta tilboð.
14. Lögð fram greinargerð Gallup um jólaverslun 2001, viðhorfskönnun, dags. janúar 2002, ásamt samantekt þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 26. f.m. og bréfi verkefnisstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. s.d.
15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í endurnýjun hluta Skólavörðustígs og Bankastrætis. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m. um fjölda kjördeilda, fjölda fulltrúa í undir- og hverfiskjörstjórnum og upphæð þóknunar þeim til handa við borgarstjórnarkosningar 25. maí n.k. Samþykkt.
17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt samstarfsnefndar um lögreglumálefni 22. f.m. um framkvæmd tillagna starfshóps borgarstjóra og lögreglustjóra um úrbætur í veitingamálum.
18. Lagt fram að ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar bréf hans til dómsmálaráðuneytisins varðandi fyrirliggjandi tillögur að breytingum á lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 4. þ.m. og svar ráðuneytisins, dags. í dag. Jafnframt lagt fram svar borgarlögmanns til borgarfulltrúans frá 4. f.m.
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 4. þ.m. varðandi erlenda lántöku, sbr. 2. liður fundargerðar borgarstjórnar 21. f.m. Samþykkt.
20. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa frá 28. f.m. varðandi setu í borgarráði á grundvelli 3. mgr. 49. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001. Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarstjórnar.
21. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2003-2005. Vísað til borgarstjórnar.
22. Lagt fram bréf Sögufélagsins frá 18. f.m. þar sem óskað er eftir fjárstyrk til félagsins í tilefni af 100 ára afmæli þess. Samþykkt að veita styrk kr. 200.000,-.
23. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi notkun metangass á bíla, sbr. 29. liður fundargerðar borgarráðs 26. f.m. Jafnframt lögð fram að nýju skýrsla starfshóps um nýtingu metangass, dags. 27. febrúar 2001. Borgarráð samþykkir þá stefnumörkun sem fram kemur í greinargerð starfshóps um nýtingu metans á ökutæki í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 27. febrúar 2001. Borgarráð felur Vélamiðstöð að vinna áætlun um bílakaup í samræmi við stefnumörkunina, þar sem m.a. verði gert ráð fyrir endurnýjun sorpbílaflotans á næstu árum með það að markmiði að nýjir bílar geti nýtt metangas. Jafnframt verði leitað eftir því við stjórn Strætó bs. að skoðaðir verði möguleikar á því að hluti þeirra strætisvagna, sem fyrirtækið rekur, noti metangas. Átak þetta verði liður í að minnka loftmengun í borginni og þar með mikilvægur þáttur í umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar.
24. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um gerð deiliskipulags á Hlíðarenda. Jafnframt lögð fram ný skipulagsforsögn, dags. 4. þ.m. Samþykkt með þeirri breytingu að í lið 4.2 í forsögn falli út í 2. mgr. setningin ,,setja skal kvöð um slíka notkun við gerð skilmála”. Í stað komi ,,slíkt skal tryggt við gerð skilmála”.
25. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi útboðslýsingu fyrir byggingarrétt í Grafarholti, austurhluta. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
26. Lögð fram að nýju tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar varðandi skipulag Vogaskóla, sbr. 30. liður fundargerðar borgarráðs 26. f.m. Borgarráð samþykkir að vísa tillögunni til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd en tekur á þessu stigi ekki afstöðu til þess hvort hér sé um fjárhagslega hagkvæman kost að ræða né heldur viðunandi út frá skipulagi umferðar.
27. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, ásamt viðbrögðum samvinnunefndar við innsendum athugasemdum, ódags., og greinargerð vegna athugasemda við auglýsta tillögu, dags. 13. f.m. Borgarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Við tökum ekki þátt í afgreiðslu tillögu um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún gengur í veigamiklum atriðum gegn sjónarmiðum okkar um landnotkun og þróun framtíðarbyggða í Reykjavík. Sjálfstæðismenn vilja að byggðin þróist meðfram ströndinni og eru því mótfallnir hugmyndum um stórskipahöfn í Eiðsvík og á hluta Geldinganess, en tillagan gerir ráð fyrir að Geldinganesið verði að stærstum hluta tekið undir iðnaðar- og atvinnusvæði. Við leggjum áherslu á, að lagningu Sundabrautar verði hraðað eins og kostur er, en svæðisskipulagstillagan gerir ekki ráð fyrir að lagningu Sundabrautar yfir Kleppsvík ljúki fyrr en 2007-2008 og að Sundabraut frá Hallsvegi yfir í Geldinganes verði ekki framkvæmd fyrr en 2014. Að öðru leyti vísast til breytingatillagna borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við aðalskipulagstillögu Reykjavíkur 2001-2024. Fullt samræmi á að vera milli svæðisskipulags og aðalskipulags Reykjavíkur. Á það skortir talsvert.
Fundi slitið kl. 15.32.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir
Steinunn Valdís Óskardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson