Borgarráð - Fundur nr. 4726

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 19. febrúar, var haldinn 4726. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 11. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð skólanefndar Kjalarness frá 23. janúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 18. febrúar.

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Vinnuskólans frá 31. janúar og 14. febrúar.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.

7. Lagt fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur frá 16. nóvember s.l. varðandi framsal leiguréttinda á leigulóðinni Elliðavatnsbletti 34. Jafnframt lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. þ.m. Borgarráð heimilar framsal enda verði nýr leigusamningur gerður til 16. febrúar 2005.

8. Lagt fram bréf félagsmálanefndar Alþingis frá 29. f.m. ásamt frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 18. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina.

9. Lagt fram bréf samgöngunefndar Alþingis frá 30. f.m. ásamt frumvörpum til laga um samgönguáætlun og lagaákvæða er varða samgönguáætlun. Jafnframt lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 18. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina.

10. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt hafnarstjórnar 11. s.m., um heimild til lántöku að upphæð kr. 1,2 milljarðar. Vísað til borgarstjórnar.

11. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um að gengið verði til samninga varðandi erlenda lántöku. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf Guðmundar Kristinssonar ehf. frá 11. þ.m. varðandi tillögu að uppbyggingu á lóð nr. 7 við Brautarholt, ásamt fylgiskjölum. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings.

13. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 13. s.m., um breytingu á II. hluta 22. gr. reglna um fjárhagsaðstoð sem tengist sérfræðiaðstoð. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. varðandi tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt Reykjavíkur, sbr. samþykkt borgarráðs 11. desember s.l. Frestað.

15. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar fyrir árið 2001, ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. þ.m.

16. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 11. þ.m. varðandi útboð á síma-, fjarskipta- og gagnaflutningaþjónustu ásamt skýrslu vinnuhóps. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 28. desember s.l. varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11-15 við Skógarsel ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Frestað. Kynning fari fram fyrir íbúum nærliggjandi húsa.

19. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um breytt deiliskipulag lóða við Hraunbæ. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu tillögu að deiliskipulagi lóðar Landsímans í Gufunesi ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu tillögu að deiliskipulagi vegna Njálsgötureits, sem afmarkast af Njálsgötu, Vitastíg, Grettisgötu og Barónsstíg. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra skipulagssjóðs, dags. í dag, um kaup á fasteignum og aðstöðu Áburðaverksmiðjunnar í Gufunesi ásamt samkomulagi, dags. s.d., um stöðvun framleiðslu og kaup, einnig húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði, dags. s.d. Vísað til borgarstjórnar.

24. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 6. þ.m. um staðsetningu listaverks í Gufunesi, sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 4. s.m. Samþykkt.

25. Lögð fram umsókn skákfélagsins Hróks frá 19. nóvember s.l. um styrk vegna skákhátíðar. Samþykkt aukafjárveiting, kr. 500.000.

26. Lagt fram að nýju bréf Borgarskipulags frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um breytingu á aðalskipulagi vegna lóðar nr. 38 við Suðurhlíð. Jafnframt lagt fram að nýju bréf sama aðila frá 31. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. Þá er lagt fram minnisblað fundarritara frá fundi 11. þ.m. í Öskjuhlíðarskóla með íbúum vegna málsins. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað, með vísan til fyrri bókunar í skipulags- og byggingarnefnd:

Suðurhlíðar eru á mjög mikilvægum stað í borgarlandinu enda klýfur skipulag lóðarinnar þann einstaka útivistarás sem tengir borgina frá vestasta hluta hennar og upp í Heiðmörk. Mikil og rökstudd mótmæli hafa borist frá íbúum Suðurhlíðarhverfisins. Umferðarmagn um og við íbúðarhverfið mun aukast stórlega samkvæmt skipulagstillögunni enda gert ráð fyrir 46 íbúða fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Suðurhlíðar. Byggingarmagninu frá fyrri tillögu er þrátt fyrir mótmæli haldið óbreyttu og hæðarafsetning hússins ekki tilgreind. Ekki hefur verið tekið tillit til sjónarmiða íbúa Suðurhlíðahverfis. Á fundi sem haldinn var að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði komu fram skýr og rökstudd mótmæli íbúa.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Samkvæmt samþykkt borgarráðs 5. þ.m. var haldinn fundur með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Suðurhlíðum 11. s.m. Þar kom fram að meðal þeirra eru skiptar skoðanir um skipulags- og byggingaráform að Suðurhlíð 38. Meginatriði þessa máls eru þau að lengi hefur verið gert ráð fyrir byggingu á umræddri lóð. Hún hefur verið stofnanalóð í skipulagi, en það þjónar ótvírætt hagsmunum íbúa hverfisins að landnotkun lóðarinnar verði breytt í íbúðasvæði. Þá er það einnig kostur fyrir hverfið að bjóða upp á meiri fjölbreytni í íbúðagerðum, þannig að fólk sem þar kýs að búa hafi fleiri valkosti hvað varðar stærð og gerð húsnæðis. Bygging fjölbýlishúss á lóð Suðurhlíðar 38 stuðlar að slíkri fjölbreytni. Komið hefur verið til móts við sjónarmið margra íbúa með því að fækka íbúðum í húsinu úr 50 í 46, draga úr umfangi þess og lækka það í landi um u.þ.b. 1 metra. Þá er gert ráð fyrir aðkomu að húsinu frá Kringlumýrarbraut, og mun hún tvímælalaust draga úr umferðarálagi á Suðurhlíð.

27. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að styrkja byggingu íþróttahúss við Menntaskólann við Hamrahlíð. Styrkurinn komi til greiðslu á árinu 2003 enda hafi framkvæmdir þá hafist við byggingu íþróttahússins. Jafnframt samþykkir borgarráð að styrkja uppbyggingu Menntaskólans í Reykjavík. Styrkurinn komi til greiðslu á árinu 2003. Upphæð styrkjanna verður ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

Greinargerð:

Með lögum um framhaldsskóla nr. 57/1988 var kveðið á um að ríki eða sveitarfélög geti haft frumkvæði að stofnun nýs framhaldsskóla, en skóli verður þó eigi stofnaður nema með samþykki Alþingis. Í lögunum kemur fram að standi ríki og sveitarfélög sameiginlega að stofnun nýs framhaldsskóla skuli gera samning þar um milli aðila. Frá setningu laganna hafa borgaryfirvöld verið þeirrar skoðunar að uppbygging þeirra framhaldsskóla sem stofnaðir voru fyrir gildistöku laganna væri alfarið verkefni ríkisins enda ekki um stofnun nýrra framhaldsskóla að ræða. Engin breyting varð á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með nýjum lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996. Menntamálaráðherra hefur verið þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg sé skylt að taka þátt í uppbyggingu þeirra framhaldsskóla í Reykjavík sem stofnaðir voru fyrir gildistöku laganna 1988. Af þessu tilefni óskaði Reykjavíkurborg eftir álitsgerð frá Sigurði Líndal, lagaprófessor, um skyldur sveitarfélaga til þátttöku í stofnkostnaði framhaldsskóla. Með greinargerð dags. 6. febrúar 2000 tók lagaprófessorinn undir öll sjónarmið borgaryfirvalda. Afstaða menntamálaráðherra hefur staðið uppbyggingu Menntaskólans í Hamrahlíð og Menntaskólans í Reykjavík fyrir þrifum og hefur ekkert orðið af byggingu íþróttahúss í Hamrahlíð þrátt fyrir fjárveitingar á fjárlögum síðustu ára. Til þess að stuðla að frekari uppbyggingu þessara skóla og knýja ríkið til framkvæmda er tillagan flutt.

Jafnframt lögð fram greinargerð Sigurðar Líndal frá 6. þ.m. um skyldu sveitarfélaga til þátttöku á stofnkostnaði framhaldsskóla. Borgarráð samþykkir tillöguna.

28. Lagt fram bréf borgarverkfræðings og formanns samvinnunefndar frá 15. þ.m. varðandi svæðisskipulag. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um breytingar á orðalagi 9. og 10. gr. fyrirmyndar að samþykkt fyrir nefndir og ráð Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkir fyrirmyndina svo breytta.

30. Lagt fram bréf hjúrkunarforstjóra Sóltúns frá 17. desember s.l. varðandi fjárstuðning vegna verkefnis í þágu aldraðra. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara, dags. í dag, um málið. Samþykkt að veita fjárstuðning, kr. 1.000.000 til verkefnisins.

31. Lagðar fram tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um forgangsröðun framkvæmda vegna vegakerfis höfuðborgarsvæðisins, dags. í febrúar 2002. Frestað og vísað til kynningar í samgöngunefnd.

Fundi slitið kl. 15.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson