Borgarráð - fundur nr. 4725

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 12. febrúar, var haldinn 4725. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 4. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 7. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 11. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1. febrúar.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13. mál.

6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um útboð á síma-, fjarskipta- og gagnaflutningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram skýrsla vinnuhóps varðandi málið, dags. 6. þ.m. Frestað.

7. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að veitingastaðurinn Prikið, Bankastræti 12, verði sviptur tímabundið leyfi til áfengisveitinga vegna ítrekaðra brota á áfengislögum. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns Grasagarðs frá 5. þ.m. ásamt ritinu Hortus Botanicus Reykjavicensis.

9. Lagt fram bréf stjórnar íþrótta- og sýningarhallarinnar frá 11. þ.m. ásamt tillögum og greinargerð, dags. 1. s.m., um hönnun, framkvæmdir, fjármögnun og rekstur íþrótta- og sýningarhallar við Laugardalshöll. Samþykkt að fela stjórninni að vinna áfram að undirbúningi málsins á grundvelli framlagðra gagna.

10. Lagt fram að nýju bréf menningarmálanefndar frá 24. f.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 23. s.m. hvað varðar niðurstöður stýrihóps um framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum. Jafnframt lagt fram bréf menningarfulltrúa frá 4. þ.m. varðandi málið. Frestað.

11. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi við Grafarlæk, Stekkjarmóa og Djúpadal. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs frá 11. þ.m. um styrk til Brautargengis vegna þátttöku í námskeiðahaldi, að hámarki kr. 500.000. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt hverfisráðs Grafarvogs um fjárframlag til starfsemi eldri borgara á næsta ári.

14. Lögð fram að nýju vegáætlun 2002-2006.

15. Lögð fram tillaga stýrihóps um samgönguáætlun 2003-2014.

16. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m. um ákvörðun stjórnkerfisnefndar s.d. um að vísa samþykkt fyrir átta hverfisráð í Reykjavík til borgarráðs. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum og jafnframt vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar sinnar á fundi borgarstjórnar 1. nóvember s.l., sbr. 19. lið fundargerðar þess fundar.

17. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi sölu byggingarréttar í austurhluta Grafarholts. Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 11. þ.m. um útboð og sölu byggingaréttar. Borgarráð samþykkti sölu á byggingarétti með 4 atkv. gegn 3.

18. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 11. þ.m. varðandi skiptingu tekna af sölu byggingaréttar. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við getum ekki fallist á tillögu um fjármögnun skipulagssjóðs því hún byggir í meginatriðum á tekjum vegna sölu byggingaréttar með útboði. Staðreynd er að uppboð á byggingalóðum borgarinnar samfara lóðarskorti hefur átt stóran þátt í verulegri hækkun lóðarverðs og byggingakostnaði sem síðan hefur leitt til hærra íbúðaverðs, hærra fasteignamats, hærri fasteignagjalda og stórhækkandi leiguverðs íbúða á almennum markaði.

19. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar hf. varðandi nýtingu Reykjavíkurborgar á hlutabréfum í Vara hf. Jafnframt lagt fram bréf Neyðarlínunnar frá 7. þ.m. Samþykkt að falla frá forkaupsrétti.

20. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 11. þ.m., sbr. tillögu fræðsluráðs s.d. um ráðningu skólastjóra Foldaskóla. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að ráða Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson í starfið.

21. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. í dag, um kaup á landi Norðurgrafar og spildu úr landi Skrauthóla og skiptingu lands í því sambandi. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að Svanhildur Konráðsdóttir verði ráðin forstöðumaður nýrrar upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík. Samþykkt.

23. Afgreidd 16 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.55.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Pétursson Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson