Borgarráð
4
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 29. janúar, var haldinn 4723. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 24. janúar.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 28. janúar.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 7. desember.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.
5. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Club Diablo, Austurstræti 6. Borgarráð samþykkir umsögnina.
6. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. um deiliskipulag við Efstaland 26. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-27 og 31 við Borgartún. Samþykkt.
8. Lögð fram drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps, ódags., um eignarhald og notkun skólamannvirkja á Kjalarnesi og kennslu barna í Kjósarhreppi. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m. um uppsetningu bannmerkja í Ofanleiti. Samþykkt.
10. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 28. ágúst s.l. varðandi staðsetningu útilistaverksins Þorfinns karlsefnis. Samþykkt.
11. Lögð fram umsögn menningarmálanefndar frá 23. þ.m. um niðurstöður stýrihóps um framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum, ásamt bréfi nefndarinnar frá 24. s.m. Jafnframt lögð fram skýrsla stýrihópsins, dags. 21. nóvember s.l. Þá er lögð fram skýrsla um viðhorfskönnun varðandi Viðey, dags. 1. október 2001.
- Kl. 13.20 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Alfreð Þorsteinsson vék af fundi.
Frestað.
12. Lagt fram að nýju erindi borgarminjavarðar, borgarverkfræðings og menningarfulltrúa, dags. 4. þ.m., varðandi tillögu að byggingu sýningarskála yfir fornminjar í Aðalstræti. Frestað.
13. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi lóðir fyrir bílasölur við Klettháls, heimild til gerðar leigusamninga til bráðabirgða og fyrirkomulag greiðslu gatnagerðargjalds. Samþykkt.
14. Borgarráð samþykkir að tilnefna Helga Hjörvar, Sigrúnu Magnúsdóttur og Júlíus Vífil Ingvarsson í nefnd um fyrirkomulag tónlistarnáms, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs 15. þ.m.
15. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 28. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar um skipurit Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
16. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 28. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á byggingarrétti fyrir einbýlishús í Grafarholti: Gvendargeisli 70: Jón Þór Jónsson og Sigrún Steindórsdóttir Holtagerði 32, Kópavogi Gvendargeisli 64: Baldur Jónsson og Guðrún Halldórsdóttir Seiðakvísl 12 Gvendargeisli 54: Sigurður G. Sívertsen og Þórhildur H. Jakobsdóttir Hverafold 90 Gvendargeisli 42: Bjarni Guðbjartsson og Kristín Ósk Gestsdóttir Tröllaborgum 6 Þorláksgeisli 120: Viðar Austmann og Íris Fj. Bjarnadóttir Barðastöðum 77 Jónsgeisli 23: Jón S. Ólafsson og Kristín S. Jónsdóttir Esjugrund 13 Ólafsgeisli 109: Haukur Ólafsson og Ingibjörg Bjarnadóttir Hábæ 28 Samþykkt. 17. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 10. s.m. um breytingu á skipulagi umferðar á svæði milli Bergstaðastrætis, Laugavegar og Skólavörðustígs ásamt niðurfellingu gjaldtöku fyrir bifreiðastöður á hluta svæðisins. Samþykkt.
18. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 28. þ.m. um samþykkt Skipulagsstofnunar á tillögu að matsáætlun 1. áfanga Sundabrautar og athugun fimm valkosta um þverun Kleppsvíkur í því framhaldi.
19. Lagt fram yfirlit borgarhagfræðings yfir verðbólguþróun undanfarinna mánuða, dags. 28. þ.m.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Verulegar verðhækkanir að undanförnu hafa áhrif á afkomu almennings og koma verst við þá tekjulægstu. Reykjavíkurborg fagnar því frumkvæði sem verkalýðshreyfingin hefur tekið í því að halda aftur af verðlagshækkunum og tryggja kaupmátt og vill leggja sitt af mörkum til að henni takist ætlunarverk sitt.
Í því skyni er lagt til að gjaldskrá Fræðslumiðstöðvar vegna heilsdagsskóla og gjaldskrár Félagsþjónustunnar breytist þannig:
Fræðslumiðstöð: Tímagjald í einsetnum heilsdagsskóla lækki úr kr. 185 í kr. 170 eða um 8,1%. Tímagjald í tvísetnum heilsdagsskóla lækki úr kr. 130 í kr. 120 eða um 7,7%.
Félagsþjónustan: Tímagjald í heimaþjónustu lækki úr kr. 250 í kr. 230 eða um 8%.
Þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Seljahlíð, Lindargötu, Norðurbrún, Furugerði og Lönguhlíð lækki um 6,8% og breytist því þannig:
Nú Verður 01.02.02 Seljahlíð og Dalbraut ( einstaklingar ) 13.400 12.500 Seljahlíð og Dalbraut ( hjón ) 15.300 14.300 Langahlíð, Furugerði, Norðurbrún 7.300 6.800 Lindargata 6.000 5.600
Gjald fyrir námskeið í félags- og þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar og á matar- og kaffiveitingum lækki um 6,8%. Sjá meðfylgjandi gjaldskrá.
Verð á föstu fæði lækki úr kr. 430 í kr. 400, verð í lausasölu úr kr. 450 í kr. 420, og verð á kaffi lækki úr kr. 90 í kr. 80. Verð á öðrum kaffiveitingum lækki um 6,8%. Sjá meðfylgjandi gjaldskrá.
Heimsending matar lækki úr kr. 130 í kr. 120 eða um 7,7%.
Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun ársins verði endurskoðuð í ljósi þessara breytinga.
Þessar gjaldskrárbreytingar taka gildi frá og með 1. febrúar 2002.
Samþykkt.
20. Borgarráð samþykkir að kjósa eftirtalda fulltrúa í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí n.k.: Eiríkur Tómasson Ástráður Haraldsson Gísli Baldur Garðarsson Til vara: AtliGíslason Guðríður Þorsteinsdóttir Sigurbjörn Magnússon
21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 22. þ.m., ásamt drögum að samþykkt, ódags, sbr. afgreiðslu aðalfundar 9. nóvember s.l. Borgarráð samþykkir tillögu að samþykkt fyrir SSH með þeirri ábendingu að 1. mgr. 5. gr. verði breytt þannig að einungis kjörnir fulltrúar verði varamenn í stjórn.
22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að borgarstjóri geri borgarráði grein fyrir hvers vegna listaverk eftir Veturliða Gunnarsson á vegg Árbæjarskóla var fjarlægt og eyðilagt. Hver tók ákvörðun um það? Var sú ákvörðun tilkynnt listamanninum?
23. Inga Jóna Þórðardóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að veita Handknattleikssambandi Íslands styrk að upphæð kr. 500.000 vegna þátttöku þeirra í Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem nú fer fram í Svíþjóð.
Samþykkt. Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við meðferð málsins.
24. Afgreidd 12 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 14.55.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson