No translated content text
Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 22. janúar, var haldinn 4722. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisnefndar Grafarvogs frá 14. og 17. janúar.
2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. janúar.
3. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 14. janúar.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 21. janúar.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.
6. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. um umsókn um rýmkun veitingatíma áfengis fyrir veitingastaðinn Bóhem, Grensásvegi 7. Borgarráð samþykkir umsögnina og er umsókninni því hafnað.
7. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um athugasemdir við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með vísan til athugasemda fulltrúa Sjálfstæðisflokks við afgreiðslu Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
8. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um breytingu á deiliskipulagi á lóð í Suðurhlíðum austan Fossvogskirkjugarðs. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna Skuggahverfis, Eimskipafélagsreita. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna Þorláksgeisla 6-22. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 17. s.m., um leigu á húsnæði Íslandspósts við Pósthússtræti 3 og hluta Pósthússtrætis 5. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa, dags. 21. þ.m., um tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun 2002 vegna fjárveitingar til ljósahátíðar og flutnings ÍR hússins. Samþykkt.
13. Lagt fram bréf staðgengils framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs s.d., þar sem lagt er til að Ingibjörg Sigurþórsdóttir verði ráðin framkvæmdastjóri Miðgarðs. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með vísan til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í hverfisnefnd Grafarvogs.
14. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um skilyrði leyfa til byggingar bráðabirgðahúsa, ásamt drögum að bráðabirgðaleigusamningi, ódags. Frestað.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 16. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um 10% hækkun niðurgreiðslna til dagmæðra. Samþykkt.
16. Borgarráð samþykkir að auglýsingaskilti á gangstétt við Laugaveg 58 verði fjarlægt. Borgarverkfræðingi falið að fjarlægja skiltið í samráði við eiganda. 17. Lagt fram bréf Sjálfseignarstofnunarinnar Réttarholts frá 7. þ.m., varðandi ráðstöfun á stofnfé stofnunarinnar, ásamt fylgiskjölum. Samþykkt.
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar hf. frá 18. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar fyrirtækisins 16. s.m. um forkaupsrétt að hlutum í félaginu. Frestað.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 14. þ.m., sbr. umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar 10. s.m. um tillögur að friðlýsingu Tröllafoss í Leirvogsá. Borgarráð samþykkir umsögnina.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m. varðandi sölu á byggingarrétti á lóðinni nr. 11 við Naustabryggju. Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Jóni Inga Magnússyni, Tröllaborgum 14, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 3 við Jörfagrund. Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Guðrúnu B. Gunnarsdóttur, Tröllaborgum 14, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 5 við Jörfagrund. Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Fossaleyni ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir íþróttahús á lóð nr. 1 við Fossaleyni. Samþykkt.
24. Lagt fram bréf Eyjólfs Sch. Magnússonar, Gísla Halldórssonar, Guðrúnar Nielsen og Kristins R. Sigurjónssonar frá 1. nóvember s.l. varðandi heimild til uppsetningar á brjóstmynd af Þorsteini Einarssyni, fyrrv. íþróttafulltrúa, og styrk til verksins. Borgarráð lýsir sig jákvætt gagnvart staðsetningu verksins. Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
25. Lögð fram skýrsla nefndar um stefnu fræðsluráðs um sérkennslu, dags. janúar 2002, ásamt bréfi fræðslustjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 22. október s.l.
26. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað: Óska eftir því að á næsta fundi borgarráðs verði gerð grein fyrir undirbúningi Sundabrautar og stöðu málsins í heild sinni.
Fundi slitið kl. 14.20.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Helgi Hjörvar Jóna Gróa Sigurðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson