Borgarráð - Fundur nr. 4721

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 15. janúar, var haldinn 4721. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 14. janúar.

2. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.

3. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar, dags. 14. þ.m., þar sem hann óskar lausnar frá störfum skrifara í borgarstjórn og varamanns í borgarráði. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Guðlaugur Þór Þórðarson verði kosinn skrifari í borgarstjórn og Kjartan Magnússon verði kosinn varaskrifari í borgarstjórn og varamaður í borgarráði.

4. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 11. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Grand sport café, Laugavegi 34a. Samþykkt.

5. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Thailenska eldhúsið, Tryggvagötu 14. Samþykkt með 6 samhlj. atkvæðum. Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá og óskaði bókað að hann taki ekki undir fyrirvara varðandi rýmkun veitingatíma áfengis.

6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 14. þ.m, sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi kaup á leiktækjum skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Barnasmiðjunnar ehf.

7. Lagt fram bréf ritara menningarmálanefndar frá 11. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 9. s.m. um hækkun gjaldskrár Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Samþykkt með 4 samhlj. atkvæðum.

8. Lagt fram bréf verkefnisstjórnar um vetrarhátíðina Ljós í myrkri, ódags., varðandi ósk um styrk til hátíðarinnar. Samþykkt fjárveiting kr. 4.000.000,-.

9. Lagt fram bréf formanns Knattspyrnusambands Íslands frá 7. þ.m. varðandi framlengingu um sex mánuði á fyrirheiti um úthlutun lóðar H við Engjaveg. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 8. þ.m. varðandi fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs 11. f.m., um fjölda ruslaíláta í miðborg Reykjavíkur.

11. Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2002, dags. 13. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Sorpu bs. s.d., ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu bs., dags. 8. þ.m.

12. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna reits 1.171.5, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Grettisgötu og Vegamótastíg. Samþykkt.

13. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 28. ágúst s.l. varðandi staðsetningu útilistaverksins Þorfinns karlsefnis. Jafnframt lagt fram minnisblað menningarmálastjóra, ódags., ásamt drögum að samningi Reykjavíkurborgar og Vesturfarasetursins á Hofsósi, dags. 15. þ.m., þar sem m.a. er gert ráð fyrir fjárveitingu kr. 1.000.000,- á þessu ári. Borgarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Sambíóunum verði úthlutað byggingarrétti fyrir kvikmyndahús á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina. Borgarráð samþykkir erindið og breytir þar með fyrri ákvörðun sinni í málinu til samræmis við það, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. f.m.

15. Kynnt staða mála varðandi samkeppni um lóð Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 10. s.m. um aðild Reykjavíkurborgar að alþjóðlegu umhverfissamtökunum ICLEI. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d. um að skipa nefnd til að fjalla um fyrirkomulag tónlistarnáms. Jafnframt er vísað til 1. mgr. tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. nóvember s.l. Borgarráð samþykkir tillögu fræðsluráðs.

18. Afgreidd 20 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.03.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Jóna Gróa Sigurðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson