Borgarráð - Fundur nr. 4719

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, föstudaginn 28. desember, var haldinn 4719. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir Bláfjallanefndar frá 8., 9. og 10. desember. 2. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 20. desember. 3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 7. desember. 4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 13. desember. 5. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. 6. Lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um tillögu þess efnis að Salvör Jónsdóttir verði ráðin sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs. Jafnframt lögð fram greinargerð formanns skipulags- og byggingarnefndar, borgarritara og framkvæmdastjóra Mannafls, dags. 27. þ.m., ásamt lista yfir umsækjendur, ódagsett. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Við ráðningu þessa er gengið fram hjá mjög hæfum einstaklingi sem hefur starfað á Borgarskipulagi um árabil, gegnt þar stjórnunarstöðum og stýrt gerð aðalskipulags. Niðurstaðan er ekki uppörvandi fyrir aðra starfsmenn borgarinnar sem sækjast eftir stjórnunarstöðum og aukinni ábyrgð, og hafa mikilvæga reynslu og menntun. Með þessari ráðningu er nýsamþykkt starfsmannastefna borgarinnar ekki höfð í heiðri.

Borgarráðsfulltrúar R-listans óskuðu bókað: Með ráðningu Salvarar Jónsdóttur er ráðinn sá einstaklingur sem að mati þeirra sem um málið fjölluðu var hæfust meðal jafningja. Margir hæfir einstaklingar sóttu um og er ánægjulegt að sjá hversu Reykjavíkurborg er orðin eftirsóttur vinnustaður fólks með góða menntun og yfirgripsmikla reynslu. Ekki er á nokkurn hátt verið að gera lítið úr reynslu starfsmanna borgarinnar sem sóttu um þetta starf og því er vísað á bug að starfsmannastefna borgarinnar hafi ekki verið höfð í heiðri. 7. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Kaupfélagið, Laugavegi 3. Borgarráð samþykkir umsögnina með þeirri breytingu að heimilaður er veitingatími áfengis til kl. 05.30 aðfararnætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. 8. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. s.m. um breytingatillögu við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, varðandi afmörkun landnotkunarreita í miðborginni. Vísað til umsagnar verkefnisstjórnar um veitingamál. 9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. um húsnæðismál Hins hússins. Samþykkt. 10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 10. s.m. um niðurfellingu gjaldtökustæða á norðurkanti Skólavörðustígs milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis. Frestað. 11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, um tillögu að tilhögun ferða- og kynningarmála. Jafnframt lagt fram að nýju bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs frá 3. þ.m. og bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. s.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra frá 27. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 18. þ.m., um tilhögun ferðamála. Tillaga borgarstjóra samþykkt. 12. Lagt fram bréf yfirverkfræðings borgarverkfræðings frá 17. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 13. s.m. um deiliskipulag “Mógilsá og Kollafjörður á Kjalarnesi”. 13. Lögð fram þrjú bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa, dags. 27. þ.m. og í dag, ásamt fylgiskjölum, um tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun 2001, vegna áhrifa kjarasamnings við tónlistarkennara, tilfærslna milli liða og lokunar Húsnæðisskrifstofu. Samþykkt með 4 atkvæðum. 14. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 26. f.m. varðandi breytingu á rekstrarformi Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram að nýju minnisblað Deloitte & Touche frá 20. s.m. varðandi tekju- og eignarskattsstofna Vélamiðstöðvar. Borgarráð samþykkir að breyta rekstrarformi Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar í hlutafélag. Miða skal við að hlutafélagið taki við rekstrinum eigi síðar en 1. júlí 2002. Stjórn Vélamiðstöðvar er falið að annast undirbúning breytingarinnar í samráði við fjármálastjóra og borgarlögmann. 15. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 27. þ.m. varðandi drög að samningi við Rauðhól ehf. um samvinnu um skipulag, framkvæmdir og sölu byggingarréttar í Norðlingaholti, ásamt drögum að samningi, dags. 20. þ.m. og fylgiskjölum. Frestað. 16. Afgreitt 31 útsvarsmál. Fundi slitið kl. 14.15

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson