Borgarráð
5
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 18. desember var haldinn 4718. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 6. desember.
2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 7. desember.
3. Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Kjalarness frá 27. mars og 16. október.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 17. desember.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14. desember.
6. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál.
7. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 9. þ.m., sbr. samþykkt kjaranefndar 8. s.m. um endurskoðun á reglum um réttindi og skyldur stjórnenda, ásamt tillögu að endurskoðuðum reglum, ódags. Vísað til borgarstjórnar.
8. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 10. þ.m. ásamt tillögu að endurskoðaðri starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, ódags. Samþykkt.
9. Lagður fram kjarasamningur launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna.
10. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Vídalín, Aðalstræti 10. Borgarráð samþykkir umsögnina.
11. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Nasa, Thorvaldsensstræti 2. Borgarráð samþykkir umsögnina.
12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um kaup á lyftum í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Réttarhálsi. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Héðinn Schindler lyfta ehf.
13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í gerð miðlunartjarna í Fossvogsdal. Samþykkt að taka tilboði Fleygtaks ehf., sem átti næst lægsta tilboð.
14. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum. Jafnframt lagðar fram athugasemdir Blika sf. frá 17. þ.m. Frestað og óskað umsagnar Innkaupastofnunar um erindið.
15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um kaup á eldsneyti fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar og Strætó bs. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Olíuverslunar Íslands.
16. Lögð fram greinargerð þróunar- og fjölskyldusviðs um verslun á höfuðborgarsvæðinu, dags. í desember 2001. Jafnframt lögð fram könnun Gallup, Verslunarkjarnar, dags. í október-nóvember 2001.
17. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 11. þ.m. varðandi bílageymslu undir Tjörninni. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um heimild til forvals vegna alútboðs á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar, ásamt fylgigögnum. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 17. þ.m., ásamt fylgigögnum. Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Samþykkt um alútboð og forval vegna hugsanlegrar byggingar bílastæðahúss í Tjörninni byggist á því að kanna áhuga og getu verktaka til að vinna verkið og fjárhagslegar forsendur þess. Borgaryfirvöld hafa enga ákvörðun tekið um byggingu þess og ekkert hefur verið fjallað um skipulagsþátt verksins og umhverfisáhrif. Útboðið er því án skuldbindinga af hálfu Reykjavíkurborgar.
18. Lagður fram sameignarsamningur Reykjavíkurborgar, Akranesbæjar, Hafnarfjarðarbæjar, Borgarbyggðar, Garðabæjar og Borgarfjarðarsveitar, dags. 12. þ.m., um stofnun sameignarfyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
19. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs frá 3. þ.m. um tillögur að breytingu á tilhögun ferða- og kynningarmála. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag., um tillögu að tilhögun ferða- og kynningarmála. Frestað.
- Kl. 13.25 tók Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum og Jóna Gróa Sigurðardóttir vék af fundi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Við hvaða hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni hefur verið höfð samvinna vegna fyrirliggjandi tillögu? 2. Hvert verður hlutverk samgöngunefndar í yfirstjórn og stefnumótun Upplýsingamiðstöðvar höfuðborgarinnar þar sem í samþykkt fyrir samgöngunefnd er gert ráð fyrir að hún fjalli um stefnumörkun í ferðamálum? 3. Hver verður heildarrekstrarkostnaður Upplýsingamiðstöðvar höfuðborgarinnar árið 2002, hvernig á að fjármagna reksturinn og á hvern hátt munu rekstrarútgjöld deilast niður milli einstakra rekstraraðila? 4. Með hvaða hætti hefur verið sýnt fram á það að fjárframlög Reykjavíkurborgar til ferðamála nýtist best með því að samþykkja fyrirliggjandi tillögu?
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 17. þ.m. um samning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um umsjón með Elliðaánum. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
21. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa, dags. í dag, ásamt fylgiskjölum, um tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun 2001 vegna áhrifa kjarasamninga, tilfærslna innan liða, lækkunar kostnaðar og yfirfærslu fjárveitinga milli áranna 2000 og 2001. Samþykkt með 4 atkvæðum.
- Kl. 13.30 vék borgarstjóri af fundi og Sigrún Magnúsdóttir tók þar sæti. 22. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa, dags. í dag, um heimild til sölu á 101 kaupleiguíbúð til Félagsbústaða hf, ásamt fylgiskjölum. Samþykkt.
23. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 17. þ.m. um heimild til sölu eignarhluta Reykjavíkurborgar í húseigninni nr. 11 við Engjateig. Samþykkt.
24. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-108/2001, Ólafur Ólafsson gegn Reykjavíkurborg.
25. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1619/2000, X og Y gegn Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.
26. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 5. s.m., um staðsetningu ÍR hússins. Jafnframt lagt fram bréf starfshóps um stefnumörkun varðandi útivistarsvæði, dags. í dag. Tillaga menningarmálanefndar samþykkt með 4 atkvæðum.
27. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 26. f.m. varðandi breytingu á rekstrarformi Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram minnisblað Deloitte & Touche frá 20. s.m. varðandi tekju- og eignarskattsstofna Vélamiðstöðvar. Frestað.
28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 10. s.m., um breytingu á umferðarskipulagi á Bergstaðastræti milli Laugavegar og Skólavörðustígs og um niðurfellingu gjaldtökustæða á norðurkanti Skólavörðustígs milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis. Frestað hvað varðar niðurfellingu gjaldtökustæða. Breyting á umferðarskipulagi samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. þ.m. þar sem lagt er til að Sambíóunum verði úthlutað byggingarrétti fyrir kvikmyndahús á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina. Samþykkt.
30. Lagt fram bréf verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga frá 10. þ.m. ásamt skýrslu PricewaterhouseCoopers um mat á árangri reynslusveitarfélaga, dags. í október 2001.
31. Lagt fram bréf fjárreiðustjóra frá 3. þ.m. um styrk til einkarekinna grunnskóla vegna fimm ára barna, sbr. samþykkt borgarráðs 30. október s.l., ásamt samningum við Landakotsskóla og Skóla Ísaks Jónssonar. Borgarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.
32. Lagt fram bréf Jónasar Vigfússonar frá 14. þ.m. þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem fulltrúi í Kjalarnesráði.
- Kl. 14.10 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Jóna Gróa Sigurðardóttir tók þar sæti.
33. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 12. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 8. s.m. á gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit og gjaldskrá fyrir hundahald. Jafnframt lögð fram umsögn Hollustuháttaráðs frá 5. þ.m. og bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits, dags. í dag., þar sem lagðar eru til breytingar á 2. og 7. gr. gjaldskrár fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit. Gjaldskrá fyrir hundahald samþykkt með 4 atkvæðum. Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit, með þeim breytingum sem um getur í bréfi skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits, samþykkt með 4 atkvæðum.
34. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m. um mörk lóðar Skeljungs við Vesturlandsveg o.fl. ásamt mati Verkfræðistofunnar Ferils á útlögðum aukakostnaði Skeljungs. Erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.
35. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi Grófarinnar. Samþykkt með 6 atkvæðum (JVI sat hjá). Helgi Hjörvar óskaði áréttað að þakgerð nýbygginga taki mið af þeim húsum sem fyrir eru í reitnum.
36. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 12. s.m. um reglur fyrir Húsverndarsjóð Reykjavíkur. Samþykkt.
37. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 12. s.m. um deiliskipulag skíðasvæðis í Skálafelli og breytingu á Aðalskipulagi. Samþykkt.
38. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 12. s.m. um breytt deiliskipulag vegna göngubrúar við Kringlu og breytingu á Aðalskipulagi. Samþykkt.
39. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna reits 1.174.1, er afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Snorrabraut og Laugavegi. Samþykkt. Bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Við erum ekki sammála þeirri skiptingu lóðar við Hverfisgötu 100A sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir.
40. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna reits 1.174.3, er afmarkast af Barónsstíg, Laugavegi, Snorrabraut og Grettisgötu. Samþykkt.
41. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. þ.m. um kynningu á deiliskipulagstillögu vegna Skuggahverfis, Eimskipafélagsreita. Samþykkt.
42. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. þ.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna reits við Hraunbæ, milli Hraunbæjar, Bæjarháls og Bæjarbrautar. Samþykkt.
43. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. þ.m. um gerð formlegrar deiliskipulagstillögu vegna Norðlingaholts. Samþykkt með 6 atkvæðum (HBA sat hjá).
44. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna Dalbrautar, reits 1.344/8. Samþykkt.
45. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. þ.m. um deiliskipulag vegna Laugaráss, Hrafnistu. Samþykkt.
46. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. þ.m. um Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, ásamt framkomnum athugasemdum, umsögn Borgarskipulags, skýringarblöðum og tillögum að breytingum á greinargerð og þéttbýlisuppdrætti. Jafnframt lögð fram 21 breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 15.00 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Helgi Hjörvar vék af fundi.
47. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa, dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs 9. október s.l., um þróun gjaldskráa borgarinnar, fyrirtækja hennar og stofnanna frá árinu 1994, auk hækkunar útsvars og fasteignagjalda frá sama tíma.
48. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m. varðandi fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs 4. þ.m., um viðbrögð við ályktun almenns fundar í Hestamannafélaginu Fáki 22. f.m.
Fundi slitið kl. 15.30.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Hrannar Björn Arnarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Sigrún Magnúsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson