Borgarráð - Fundur nr. 4717

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 11. desember var haldinn 4717. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 10. desember.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 6. þ.m. um rýmri veitingatíma áfengis fyrir veitingastaðinn Atlantic bar/bistro, Austurstræti 8-10. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vegna vísindagarða. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi Grófarinnar. Frestað.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi reits, sem afmarkast af Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi Skipholtsreits. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í efni og frágang höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Olís hf. í þök og Byko hf. í þakkanta.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í gatnagerð og veitukerfi í Grafarholti, 10. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jarðvéla sf.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í gatnagerð og veitukerfi í Grafarholti, 11. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um heimild til að ganga til samninga við Orkuvirki ehf. um kaup á rafbúnaði fyrir Aðveitustöð 6. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um breytingu varðandi ráðgjafaþjónustu vegna Hellisheiðarvirkjunar. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 6. þ.m., sbr. bókun fræðsluráðs 3. s.m., þar sem gerð er athugasemd við skiptingu í borgarhluta og hverfi. Vísað til stjórnkerfisnefndar.

14. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 5. s.m. um breytta gjaldskrá Listasafns Reykjavíkur. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 5. s.m. um breytingu á orðalagi draga að menningarstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt voru í nefndinni 24. október s.l. Samþykkt svo breytt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með tilvísun í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks 24. október.

16. Lögð fram tillaga framtalsnefndar um viðmiðunartölur vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2002, dags. 4. þ.m. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 10. þ.m. ásamt endurskoðaðri starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. Frestað.

18. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 9. þ.m., sbr. samþykkt kjaranefndar 8. s.m. á reglum um réttindi og skyldur stjórnanda. Frestað.

19. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 10. þ.m. ásamt greinargerð gatnamálastjóra frá 15. f.m. um framkvæmdir vegna geymslusvæðisins í Kapelluhrauni, sbr. fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á fundi borgarráðs 4. þ.m.

20. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans:

Borgarráð beinir því hér með til félagsmálaráðherra, að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna þannig að sveitarstjórnum verði heimilt að nota rafræna kjörskrá við sveitarstjórnarkosningar 25. maí n.k.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

21. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði kosnir í framtalsnefnd til loka kjörtímabilsins:

Rúnar Geirmundsson Þuríður Jónsdóttir Ragnheiður Sigurjónsdóttir Sigurður Guðmundsson Haraldur Blöndal

Til vara: Kristinn Karlsson Áslaug Þórisdóttir Ragnar Ólafsson Ólafur R. Jónsson Rúnar M. Malmquist

22. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 6. þ.m. varðandi fjölgun ruslabiða í miðborginni.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir óskaði eftir nánari upplýsingum frá gatnamálastjóra:

1. Hvað er átt við með “Að undanförnu hefur ruslabiðum verði fjölgað nokkuð í miðborg Reykjavíkur”. Óskað er eftir nánari tölulegum upplýsingum. 2. Hvernig hefur þróunin verið á undanförnum árum, tölur eftir árum? 3. Hversu margar ruslatunnur eru í dag á Laugavegi og í Kvos? 4. Hvaða áform eru uppi um fjölgun ruslatunna? 5. Hversu margar verða ruslatunnur í miðborginni (Laugavegi og Kvos)?

23. Lagt fram bréf borgarverkfræðings ásamt drögum að forvalslýsingu vegna útboðslýsingar varðandi bílageymslu undir Tjörninni. Frestað.

24. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. um úrbætur í veitingamálum og breytingu á staðbundnum samþykktum í því sambandi ásamt setningu staðbundinnar byggingarsamþykktar ásamt heilbrigðissamþykkt fyrir veitingastaði. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 10. þ.m. varðandi tillögur starfshóps um úrbætur í veitingamálum sem varða gerð deiliskipulags o.fl. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að Erla Birgisdóttir, Frostafold 24, verði lóðarhafi lóðar nr. 13 við Jónsgeisla. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús:

Gvendargeisli 66: Valgeir B. Steindórsson og Valdís S. Larsdóttir Vættaborgum 144 Þorláksgeisli 72: Íris B. Hermannsdóttir og Óttar Möller Fannafold 223A Gvendargeisli 74: Yngvi Sindrason og Vilborg Ámundadóttir Sæviðarsundi 102 Jónsgeisli 27: Þórunn H. Hauksdóttir og Guðmundur Sveinsson Bæjartúni 14 Jónsgeisli 41: Jón Ingi Lárusson og Metta Lárusdóttir Drápuhlíð 8 Samþykkt.

28. Lagt fram bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs frá 10. þ.m., þar sem tilkynnt er að framkvæmdastjóri Miðgarðs hafi sagt starfi sínu lausu.

29. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti á togaranum Snorra Sturlusyni. Samþykkt.

30. Lögð fram skýrsla Deloitte & Touche frá 10. þ.m. um mat á eignarhluta Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar í sameinuðu fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Borgarness og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Jafnframt lagðar fram viljayfirlýsingar Borgarstjórnar Reykjavíkur annars vegar og hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar og bæjarstjórnar Borgarbyggðar hins vegar, dags. s.d. Borgarráð samþykkir viljayfirlýsingarnar.

31. Lagt fram svar fjárreiðustjóra, dags. í dag, við fyrispurn borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans um fjármál dóttur- og hlutdeildarfélaga í eigu Reykjavíkurborgar, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs 13. f.m., ásamt fylgigögnum.

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir ítreki fyrirspurn sína frá 9. október s.l. um þróun gjaldskráa borgarinnar sem jafnframt var ítrekuð á fundi borgarráðs 13. nóvember s.l.

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögður fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur íþrótta- og tómstundaráði og verkefnisstjórn heilsuborgarverkefnisins að móta ályktun sem miðar að því að kynna Reykjavíkurborg. Megintilgangur átaksins er að auka ferðamannastraum til borgarinnar og skapa mótvægi við þann mikla samdrátt sem orðið hefur í ferðaþjónustu á heimsvísu. Mikilvægt er að halda þeim góða árangri sem náðst hefur á þessu sviði hérlendis. Kynningarátakið verði mótað í samvinnu við samtök ferðaþjónustunnar. Tillögum, útfærslu og fjárhagsáætlun vegna þessa skal skila til borgarráðs svo fljótt sem unnt er, en eigi síðar en 20. janúar n.k.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar verkefnisstjórnar heilsuborgarverkefnisins.

34. Afgreidd 34 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson