Borgarráð
4
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 4. desember, var haldinn 4716. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisnefndar Grafarvogs frá 20., 27. og 28. nóvember.
2. Lagðar fram fundargerðir miðborgarstjórnar frá 8. og 24. október og 26. nóvember.
3. Lagðar fram fundargerðir samstarfsráðs Kjalarness frá 22. og 29. nóvember.
4. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 26. október.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 3. desember.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12. mál.
7. Lagður fram kjarasamningur við Sjúkraliðafélag Íslands, dags. 22. f.m. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
8. Lagt fram bréf Innkaupstofnunar frá 3. þ.m. um tilboð í viðbyggingu leikskólans Furuborgar. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sérverks ehf.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarritara frá 28. f.m., sbr. samþykkt miðborgarstjórnar 26. s.m. um tónlistar- og ráðstefnuhús.
10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m. varðandi tillögur starfshóps um úrbætur í veitingamálum um aðgerðir af hálfu skrifstofu borgarstjórnar. Borgarráð óskar eftir nánari upplýsingum embættis gatnamálastjóra um fjölgun ruslabiða í miðborginni.
11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, ásamt tillögum um breytingar á lögreglusamþykkt, byggingarsamþykkt, og heilbrigðissamþykkt, sbr. tillögur starfshóps um úrbætur í veitingamálum. Frestað.
12. Lagt fram bréf fulltrúa borgarlögmanns frá 23. f.m. varðandi jarðarnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu og að erindi sem varða Kjalarnes verði framvegis afgreidd í borgarráði. Samþykkt.
13. Lagður fram 53. liður fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa varðandi umsókn um gistirými að Snorrabraut 27-29 frá 24. október s.l.; frestað á fundi borgarstjórnar 1. f.m. Jafnframt lögð fram eftirtalin gögn: Umsögn borgarlögmanns, dags. 3. þ.m. Umsögn byggingarfulltrúa, dags. 3. þ.m. Bréf Halldórs H. Backman, hdl., f.h. Guðjóns Gestssonar, dags. 23. f.m. Bréf Einars Gauts Steingrímssonar f.h. húsfélagsins að Snorrabraut 29, dags. 31. október. Vísað til borgarstjórnar.
14. Lagt fram bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. í dag, varðandi breytingar á gr.18.4 samþykktar fyrir sjóðinn. Vísað til borgarstjórnar.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. f.m. ásamt tillögu að samþykkt fyrir hverfisnefnd Grafarvogs og Miðgarðs. Samþykkt.
16. Lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 3. þ.m. varðandi fornleifarannsóknir við Aðalstræti ásamt drögum að rannsóknarskýrslu.
17. Lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 3. þ.m. varðandi breytingar á gjaldskrá Viðeyjarferju. Frestað.
18. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 3. þ.m. um frumvarp til laga um leigubifreiðar. Borgarráð samþykkir umsögnina.
19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um meðferð ferðamála, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs 23. október s.l.
20. Lagt fram bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs ásamt tillögum til breytinga á tilhögun ferða- og kynningarmála. Vísað til umsagnar samgöngunefndar.
21. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 28. s.m. um fjárhæð jólauppbótar í ár. Samþykkt.
22. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, ásamt tillögu að greinargerð með svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m. um fyrirheit til Húsasmiðjunnar hf. um byggingarrétt á lóð við Vínlandsleið. Söluverð og skilmálar verða ákveðnir síðar. Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Bygg-Ben ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 8 við Helgugrund. Samþykkt.
25. Lagt fram bréf foreldrafélags Laugarnesskóla frá 29. þ.m., þar sem þess er óskað að endurbótum og nýbyggingu við Laugarlækjaskóla verði lokið í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru.
26. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir því hér með til félagsmálaráðherra, að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna þannig að sveitarstjórnum verði heimilt að nota rafræna kjörskrá við sveitarstjórnarkosningar 25. maí n.k.
Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað. Inga Jóna Þórðardóttir vék af fundi við meðferð málsins.
27. Lagt fram bréf Svanhildar Hólm Valsdóttur, dags. í dag, þar s.m. hún óskar lausnar frá störfum sem fulltrúi í jafnréttisnefnd. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Soffía Þórðardóttir taki sæti hennar í nefndinni og varamaður verði Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
28. Lagt fram bréf Svanhildar Hólm Valsdóttur, dags. í dag, þar s.m. hún óskar lausnar frá störfum sem fulltrúi í skólanefnd Klébergsskóla. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Helga Jóhannsdóttir taki sæti hennar og varamaður verði Björg Anna Kristinsdóttir.
29. Lagður fram 29. liður fundargerðar borgarráðs frá 25. september s.l.; samþykkt um lækkun á afltaxta Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirtækja. Vísað til borgarstjórnar.
30. Lagt fram bréf iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis frá 29. f.m., þar sem tilkynnt er um staðfestingu samninga borgarstjórnar við bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarstjórn Garðabæjar um rekstur hitaveitu.
31. Lagt fram yfirlit fjármálastjóra yfir afgreiðslur erinda sem vísað hefur verið til merðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
32. Svofelldum breytingatillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun vísað til borgarstjórnar:
Stjórn borgarinnar: Upplýsingatækniþjónusta Í stað 16.180 komi 16.580 Sameiginlegur kostnaður Í stað 20.500 komi 21.300 Aðkeypt tölvuvinnsla Í stað 51.200 komi 59.000
Umhverfis- og tæknisvið: Svæðisskipulag Í stað 0 komi 3.200
Umhverfismál: Heiðmörk Í stað 25.000 komi 26.600 Flutningur bækist. Í stað 80.800 komi 89.800
Menningarmál: Fornleifaskráning á Kjalarnesi Í stað 0 komi 5.000
Fræðslumál: Kjarasamningur við tónlistarkennara Í stað 0 komi 130.000 Vesturgarður Í stað 0 komi 1.100
Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál: Húsaleigu- og æfingastyrkir (KR) Í stað 77.000 komi 79.700 Kjarasamningar um vaktaálag Í stað 0 komi 11.600 Vesturgarður Í stað 0 komi 1.100
Leikskólar Reykjavíkur: Rekstur tölvukerfis Í stað 121.245 komi 125.745 Fjölgun barna Í stað 0 komi 63.000 Vesturgarður Í stað 0 komi 1.100
Félagsþjónusta: Mismunur á leigu Í stað 210.000 komi 335.000 Vesturgarður Í stað 0 komi 8.000
Rekstur eigna: Fasteignir Í stað 143.000 komi 118.000
Önnur útgjöld: Ófyrirséð útgjöld Í stað 236.860 komi 237.860 Kirkjubyggingarsjóður Í stað 18.000 komi 20.000 Lánatryggingasjóður kvenna Í stað 3.000 komi 0
Framlög: Framlag til Strætó bs. Í stað 700.000 komi 730.000
Fjármunatekjur – fjármagnsgjöld: Vaxtatekjur af langtímakröfum Í stað -45.000 komi -63.130
Eignabreytingar: Stofnkostnaður menningarmála Í stað 100.000 komi 105.000 Afborganir af skuldabréfaeign Í stað 110.000 komi 164.000
33. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 29. f.m. um mat á áætluðum áhrifum frumvarps til breytingar á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt á skatttekjur og gjöld Reykjavíkurborgar.
Borgarráð samþykkti eftirfarandi:
Í minnisblaðinu er áætlað að samþykkt ofangreinds frumvarps leiði til umtalsverðs tekjutaps og útgjaldaauka sveitarfélaganna í landinu. Ástæðan er sú að inn í lög nr. 75/1981, um tekju- og eignaskatt, með síðari breytingum verði bætt nýrri grein, 57. gr. C. Í þessari grein er á ferðinni nýmæli. Í því felst að einstaklingur í atvinnurekstri getur stofnað einkahlutafélag sem tekur við öllum eignum og skuldum atvinnurekstrarins án skattskyldu fyrir einstaklinginn. Þannig er einstaklingum með rekstur gert auðveldara fyrir að stofna einkahlutafélög. Líklegt má telja að einstaklingum með rekstur fækki verulega eða jafnvel að það rekstrarform leggist af vegna lægra skatthlutfalls hjá einkahlutafélögum. Það myndi leiða til skerðingar á tekjum sveitarfélaga þar sem hagnaður einstaklinga með rekstur sem skattleggst eins og launatekjur færist yfir í tekjuskattsstofn félaga og/eða fjármagnstekjuskattsstofn. Einnig er í frumvarpinu lagt til að 72. grein laga um tekju- og eignaskatt verði breytt þannig að skatthlutfall hlutafélaga og annarra félaga með takmarkaða ábyrgð verði lækkað úr 30% í 18% á árinu 2002 og verði þannig virkt við álagningu á árinu 2003.
Í minnisblaðinu kemur fram að ef allir aðilar í einkarekstri breyti honum í einkahlutafélag verði árlegt tekjutap borgarinnar um 520 m.kr. Ennfremur er áætlað að árlegur útgjaldaauki vegna hækkunar tryggingargjalds frá 1. jan. 2003, verði um 170 m.kr.
Borgarráð vekur athygli Alþingis á ofangreindum áhrifum samþykktar frumvarpsins og telur, með vísan til 101. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, nauðsynlegt að gengið verði frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig bæta á sveitarfélögunum þessi fjárhagslegu áhrif áður en frumvarpið verður samþykkt sem lög frá Alþingi. Inga Jóna Þórðardóttir vék af fundi við meðferð málsins.
34. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað:
Ég óska eftir greinargerð um viðskipti Geymslusvæðis og Reykjavíkurborgar á þessu ári og eldri og núverandi samninga milli Geymslusvæðis og Reykjavíkurborgar.
35. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á hvern hátt verður brugðist við ályktun almenns fundar í Hestamannafélaginu Fáki þann 22. f.m., þar sem varað er við augljósri slysahættu vegna “samtvinnunar” reiðstíga og reiðhjólabrauta eins og segir í ályktuninni.
Fundi slitið kl. 15.00.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson