Borgarráð - Fundur nr. 4714

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 20. nóvember, var haldinn 4714. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Hjörvar, Alfreð Þorsteinsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir jafnréttisnefndar frá 18. október og 15. nóvember.

2. Lagðar fram fundargerðir samstarfsráðs Kjalarness frá 1. og 15. nóvember.

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

4. Lögð fram umsögn fjármáladeildar frá 12. þ.m. varðandi erindi Ylhúsa ehf. um niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 1. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina og fellst því ekki á niðurfellingu gjaldanna.

5. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4463/1999, Jakob Ævar Helgason gegn Landspítala - Háskólasjúkrahúsi.

- Kl. 12.23 tók Hrannar Björn Arnarsson sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf borgarbókavarðar frá 20. þ.m. um stofnun hlutafélags um landskerfi bókasafna, ásamt stofnsamningi og samþykktum félagsins, dags. 14. s.m. Borgarráð staðfestir stofnsamning og samþykktir félagsins fyrir sitt leyti.

7. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 14. s.m. um aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Fasteignafélaginu Stoðum hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir verslunar- og þjónustuhús á lóð nr. 121 við Hraunbæ. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Einars Gauts Steingrímssonar hrl. frá 31. f.m. varðandi útgáfu byggingarleyfis fyrir gistiheimili að Snorrabraut 29, ásamt fylgigögnum.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. um afturköllun úthlutunar lóðar nr. 26 við Kristnibraut og um fyrirheit til Lovísu Hallgrímsdóttur um byggingarrétt fyrir leikskóla á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Ásmundi Þór Kristinssyni verði úthlutað byggingarrétti fyrir starfsemi sína á lóð nr. 16. við Gylfaflöt. Samþykkt. Fundi slitið kl. 12.45.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Helgi Hjörvar Hrannar Björn Arnarsson
Alfreð Þorsteinsson Inga Jóna Þórðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson