Borgarráð - Fundur nr. 4713

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 13. nóvember, var haldinn 4713. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Alfreð Þorsteinsson, Sigrún Magnúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 8. nóvember.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 12. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 8. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 8. nóvember.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.172.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Frakkastíg. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., um tilboð í uppsteypu viðbyggingar við Hlíðaskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, B.S. Skrauthamra ehf.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., varðandi heimild til samninga um múrverk fyrir höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls. Samþykkt að ganga til samninga við Þ.G. verktaka ehf.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., varðandi heimild til að ganga til framlengingar samnings við Vegmerkingu ehf. um merkingu gatna. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 12. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 8. þ.m. á gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit og gjaldskrá fyrir hundahald. Vísað til umsagnar hollustuháttaráðs.

12. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 14. september, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 13. s.m. um breytingar á samþykkt um hundahald. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 5. þ.m. Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf skrifstofstjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, málsmeðferð. Jafnframt lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. í dag, varðandi tillögu að aðalskipulagi ásamt skrá yfir fylgigögn. Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf ritara stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. samþykkt stjórnarinnar á drögum að frumvarpi til laga um stofnun sameignarfélags um Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu. Samþykkt með 4 samhlj. atkv. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með tilvísun til fyrri bókana vegna málsins.

15. Lagt fram bréf ritara stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., um aukningu hlutafjár í Línu.Neti hf. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

16. Lagðar fram að nýju eftirfarandi tillögur varðandi fjárhagsmál Línu.Nets hf. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, lögð fram í borgarráði 30. f.m. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sama efnis, vísað til frekari athugunar borgarráðs á fundi borgarstjórnar 1. þ.m. Frávísunartillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. þ.m. Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn óskuðu í tillögu sinn eftir því að borgarendurskoðandi og skoðunarmenn Reykjavíkurborgar gerðu yfirlit yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins Línu.Nets hf. Jafnframt var óskað eftir því að gerð yrði grein fyrir fjármálalegum samskiptum fyrirtækisins og Orkuveitu Reykjavíkur og skuldbindingum Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirtækisins. Sjálfstæðismenn hafa því óskað eftir mun ítarlegri upplýsingum en hér hafa verið lagðar fram og vekur það furðu að R-listinn skuli víkjast undan því að veita umbeðnar upplýsingar. Beiðnin er því ítrekuð hér með og óskast upplýsingarnar lagðar fram í borgarráði hið fyrsta.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Þráhyggja sjálfstæðismanna varðandi málefni Línu.Nets hf. er aumkunarverð. Forráðamenn Línu.Nets hf. hafa lagt fram upplýsingar um stöðu fyrirtækisins langt umfram skyldur sínar og m.a. lagt þær fram á blaðamannafundi og svarað öllum spurningum fjölmiðlafólks. Engu að síður halda sjálfstæðismenn áfram að spyrja. Það er orðið tímabært að þeir átti sig á því, að aðförin að Línu.Neti hf. er misheppnuð kosningabomba, sem hefur sprungið í höndum þeirra sjálfra.

17. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans um öflun upplýsinga frá dóttur- og hlutdeildarfélögum í eigu Reykjavíkurborgar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. þ.m. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn eru sammála því að afla sem gleggstra upplýsinga hjá dóttur- og hlutdeildarfélögum í eigu Reykjavíkurborgar. Á hinn bóginn er ljóst að þessi tillaga felur í sér enn eina tilraun R-listans til að draga athyglina frá fjárhagsstöðu Línu.Nets hf. og miklum rekstrarerfiðleikum.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Það er fagnaðarefni, að sjálfstæðismenn skuli samþykkja tillögu Reykjavíkurlistans, þess efnis að aflað verði upplýsinga um fjárhagsmál fleiri fyrirtækja en Línu.Nets hf. Í því sambandi verður forvitnilegt að fá t.d. upplýsingar um fjarskiptafyrirtækið Fjarska, sem er í eigu Landsvirkjunar og hefur lagt ljósleiðara til Akureyrar.

18. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 29. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 25. s.m., um breytta tilhögun sorphirðu. Jafnframt lagt fram bréf gatnamálstjóra, dags. í dag, varðandi málið. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 12. þ.m. um heimild til samninga við Norræna fjárfestingabankann um lántöku. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reyjavíkurborgar frá 6. þ.m. um staðsetningu útilistarverks eftir Sigurð Guðmundsson. Samykkt.

21. Lagt fram bréf embætti borgarverkfræðings frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að Ellý K. J. Guðmundsdóttir verði ráðin í starf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

22. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 29. f.m. um framkvæmdir á lóð nr. 8 við Sætún. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti á byggingarrétti lóða við Þorláksgeisla. Samþykkt.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi ítrekun á fyrirspurn:

Á borgarráðsfundi 9. október s.l. óskuðu sjálfstæðismenn upplýsinga um þróun gjaldskráa borgarinnar, fyrirtækja hennar og stofnana frá árinu 1994, auk hækkunar útsvars og fasteignagjalda frá sama tíma. Upplýsingar þessar eru auðsóttar í bókhald borgarinnar, stofnanir og fyrirtæki hennar og er dráttur á að upplýsa þær því óþarfur. Fyrirspurnin er hér með ítrekuð.

Formaður borgarráðs óskaði bókað:

Vegna mikillar vinnu fjármálastjóra og embættismanna í tengslum við frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hefur ekki unnist tími til að vinna þær viðamiklu upplýsingar um þróun gjaldskráa sem beðið er um. Vinna stendur nú yfir við að afla þessara upplýsinga og verða þær lagðar fram fljótlega.

25. Afgreidd 27 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.15.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Alfreð Þorsteinsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir