Borgarráð - Fundur nr. 4710

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, föstudaginn 2. nóvember, var haldinn 4710. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Helgi Hjörvar, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m. um breytingar á fjárhagsramma 2002 að því er varðar rekstur eigna, Heilbrigðiseftirlit og önnur útgjöld. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

2. Rætt um fjárhagsáætlun 2002.

- Kl. 13.15 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Hrannar Björn Arnarsson tók þar sæti. - Kl. 14.35 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi. Jafnframt vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi. - Kl. 15.00 viku borgarstjóri og Helgi Hjörvar af fundi.

Fundi slitið kl. 15.35.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Hrannar Björn Arnarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir