Borgarráð - Fundur nr. 4709

Borgarráð

4

B O R GA R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 30. október, var haldinn 4709. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 16. október.

2. Lagðar fram fundargerðir jafnréttisnefndar frá 17. og 25. október.

3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 25. október.

4. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 25. október.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 29. október.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. október.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 23. október.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál.

9. Rætt um fjárhagsáætlun 2002.

- Kl. 12.50 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum. - Kl. 13.05 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

10. Lögð fram drög Borgarskipulags að greinargerð aðalskipulags 2001-2024, dags. 17. þ.m. Frestað.

11. Lögð fram tillaga samvinnunefndar um svæðisskipulag að greinargerð með svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, dags. í nóvember 2001.

12. Framhaldsumræður um fjárhagsáætlun 2002.

13. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál nr. 13/2001 varðandi veitingastaðinn Club Clinton, Aðalstræti 4b, um synjun leyfis.

14. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 11. þ.m. varðandi reglur um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum, sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 29. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 25. s.m. um breytingar á sorphirðu. Frestað.

16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 24. þ.m. um stofnstyrk vegna stækkunar leikskólans Sólgarðs. Frestað.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m., um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Óðinsgötu og Spítalastíg. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m., um auglýsingu á deiliskipulagstillögu og breyttu aðalskipulagi á lóð nr. 115 við Langholtsveg. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m., um breytt deiliskipulag vegna verslunar- og þjónustumiðstöðvar að Kirkjustétt 2-6. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m., um auglýsingu varðandi breytt deiliskipulag Ölgerðarreits. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í byggingu 4. áfanga Ártúnsskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Spangar ehf.

22. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í utanhússfrágang á Klébergsskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Álfags ehf.

23. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir í Grafarholti, 7. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf.

24. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í malbiksviðgerðir 2002-2004. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas hf.

25. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 29. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í gangstéttarviðgerðir 2002-2004. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Hellna og grass ehf.

26. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 24. þ.m. um breytt vinnulag varðandi upplýsingar um verklegar framkvæmdir og greinargerð borgarstjóra þar um. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 29. þ.m. varðandi umsókn Ísaksskóla um styrk vegna kennslu fimm ára barna. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að veita einkareknum grunnskólum í borginni 12.500 kr. styrk á mánuði fyrir hvert 5 ára barn sem nýtur kennslu og skóladagvistar á vegum skólans og notfærir sér þ.a.l. ekki leikskólaþjónustu borgarinnar. Fjármáladeild borgarinnar verði falið að gera samning við þá skóla sem hlut eiga að máli og verði greiðslur miðaðar við upphaf skólaárs haustið 2001. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs 9. þ.m., um fjölda úthlutaðra íbúða í Grafarholti. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra til borgarstjóra, dags. s.d., vegna málsins.

29. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 24. þ.m. varðandi niðurstöðu vinnuhóps um möguleika á ISTA-siglingakeppninni á Íslandi. Ekki er mælt með að keppnin fari fram á Íslandi.

30. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Vegna svars við fyrirspurn Júlíusar Vífils Ingvarsson um ferðakostnað borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa, þar sem aðeins eru tilgreindir þeir einstaklingar sem þáðu greiðslur og aðrir ekki tilgreindir, óskum við eftir eftirfarandi viðbótarupplýsingum:

Hverjir hafa verið aðal- og varaborgarfulltrúar frá borgarstjórnar-kosningum 1990? - Hverjir þeirra þáðu engar greiðslur vegna ferðakostnaðar?

Lagt fram bréf borgarbókara, dags. í dag.,varðandi fyrirspurnina.

31. Lagt fram að nýju bréf Hreins Hreinssonar frá 10 f.m. um lausn frá störfum sem fulltrúi í félagsmálaráði. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Stefán Jóhann Stefánsson taki sæti hans í ráðinu. 32. Lagt fram árshlutauppgjör fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar 1.1.-30.9., dags. í október 2001. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 29. þ.m. um áætlaðar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 2001. Borgarráð samþykkir svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun 2001 með 4 samhlj. atkv.

Samantekt – tillaga um eftirtaldar breytingar á fjárhagsáætlun 2001:

Kostnst. Var Verður Breyting Svæðisskipulag B5060 -2.300 4.500 6.800 Rannsóknir B5400 11.500 18.000 6.500 Tómst.heimili í Breiðh. I3011 2.250 7.250 5.000 Sorpeyðing B3433 126.000 151.000 25.000 Snjóm. og hálkueyðing B3xxx 170.000 135.000 -35.000 Skrifstofa garðyrkjustjóra B2202 19.000 25.700 6.700 Ræktunarstöð B2204 9.905 17.905 8.000 Strætó bs. - framlag 10500 0 350.100 350.100 SVR – framlag 10000 621.000 320.000 -301.000 5% framl. v/viðb.lána íblsj. 08421 60.000 77.500 17.500 Framlag í lífeyrissjóð 09103 265.000 303.600 38.600 Breyting á lífeyrisskuldb. 09119 0 224.000 224.000

Áætluðum útgjaldaauka er mætt þannig:

Ófyrirséð útgjöld 09205 -40.500 Aukning skulda 87.700 Raunhækkun lífeyrisskb. 224.000

Þá er lagt fram yfirlit fjármáladeildar, dags. í dag, um tilfærslur á milli kostnaðarstaða eftirtalinna málaflokka: Götur og holræsi, Hreinlætismál Leikskólar Félagsmál.

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarendurskoðanda og skoðunarmönnum Reykjavíkurborgar að gera yfirlit yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins Lína.Net hf. sem er í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Gerð verði grein fyrir fjárskuldbindingum fyrirtækisins, rekstrar- og framkvæmdaáætlunum, sjóðstreymi og efnahag pr. 30. júní 2001 og pr. 30. september 2001. Jafnframt verði gerð grein fyrir fjármálalegum samskiptum fyrirtækisins og Orkuveitu Reykjavíkur og fjárskuldbindingum og öðrum skuldbindingum Orkuveitu Reykjavíkur vegna Línu.Nets hf. Greinargerð verði afhent borgarráði fyrir 20. nóvember n.k.

Frestað.

34. Afgreidd 39 útsvarsmál.

Fundi slitið kl 16.35.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson