Borgarráð
4
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 23. október, var haldinn 4706. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 12. október.
2. Lagðar fram fundargerðir samstarfsráðs Kjalarness frá 4. og 18. október.
3. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31. ágúst.
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 15. og 23. október.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 4. október.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 11. október.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 31 mál.
8. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 22. þ.m. varðandi breytingar á fjárhagsrömmum 2002. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.
9. Rætt um fjárhagsáætlun 2002.
10. Lagt fram bréf borgarritara frá 19. þ.m. um kaup á landspildu að Austurstræti 20 ásamt samkomulagi við eigendur Austursstrætis 18 og Pósthússtrætis 11 varðandi afnotarétt. Samþykkt.
11. Lagt fram að nýju bréf verkefnisstjórnar um Menningarnótt frá 5. þ.m. ásamt skýrslu framkvæmdastjóra um Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur 18. ágúst s.l. Jafnframt lögð fram að nýju skoðanakönnun Gallups um Menningarnótt, gerð í ágúst – september s.l.
12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. um fyrirspurn um leyfi til væntanlegra áfengisveitinga að Skúlagötu 26, þar sem fram kemur að ekki verði synjað um slíkt leyfi á grundvelli skipulags. Borgarráð samþykkir umsögnina, þó með fyrirvara um að fram fari grenndarkynning.
13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 19. þ.m. um kaup á fasteigninni Aðalstræti 10. Samþykkt.
14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 18. þ.m. um kaup á spildu úr landi Hofs á Kjalarnesi. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 22. þ.m. um samning um leigu og endurbætur á húsinu Ártúni við Rafstöðvarveg. Samþykkt.
16. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, nr. 20/2000, varðandi niðurrif skýlis á lóð nr. 22 við Bröndukvísl. Borgarráð samþykkir að vísa fyrri ákvörðun sinni til borgarstjórnar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. apríl 2000. Jafnframt samþykkir borgarráð að fresta 13. lið fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 17. þ.m., sem framlögð er skv. embættisafgreiðslu skrifstofustjóra borgarstjórnar, sbr. yfirlit dags. í dag, varðandi málið.
17. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. um leigurétt og úthlutun á félagslegum íbúðum. Frestað.
18. Lagt fram bréf borgarlögmanns varðandi erindi Félags eldri borgara um afléttingu kvaðar af húsnæði félagsins að Álfheimum 74 vegna fyrirhugaðrar sölu húsnæðisins. Samþykkt.
19. Lögð fram greinargerð félagsmálastjóra, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, fræðslustjóra og framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 22. þ.m. vegna hverfisbundins samstarfs umræddra aðila húsnæðis fyrir starfsemina ásamt stofn- og rekstrarkostnaði. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.
20. Lagt fram bréf borgarbókarar frá 10. þ.m. varðandi fyrirspurn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. f.m. um ferðakostnað borgarfulltrúa frá júní 1994. Jafnframt lagt fram yfirlit borgarbókhalds yfir ferðakostnað frá 1998, dags. s.d. 21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar og framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 22. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 21. apríl s.l. um kostnað við atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar. Jafnframt lögð fram að nýju bréf þróunar- og fjölskyldusviðs frá 10. apríl s.l. og skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. júní s.l., ásamt fylgiskjölum.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m., sbr. bókun samstarfsráðs Kjalarness 18. s.m., um 500.000 kr. fjárframlag vegna framkvæmdar íbúaþings á Kjalarnesi. Samþykkt.
23. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 16. þ.m. varðandi samþykkt fræðsluráðs 15. s.m. um samkeppnisstöðu einkaskóla í Reykjavík.
24. Lögð fram kostnaðaráætlun borgarbókavarðar vegna útibús Borgarbókasafns í Árbæ, dags. 2. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Frestað.
25. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um Bæjarháls, Hraunbæ, miðsvæði. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. (Leiðrétt bókun)
26. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m. um Vélamiðstöðvarreit, ásamt húsakönnun Árbæjarsafns 2001. Samþykkt.
27. Lögð fram skýrsla Ístaks hf. og AEA Technology Rail um hagkvæmni lagningar járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur, dags. 10. þ.m.
- Kl. 14.55 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal.
28. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m., þar sem lagt er til að ný gata í Rimahverfi fái nafnið Sóleyjarimi. Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðum við Gvendargeisla, Jónsgeisla og Þorláksgeisla.
Gvendargeisli 30 Sigfús G. E. Skúlason og Barbara Ármannsdóttir Krummahólum 4 Jónsgeisli 27 Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir Mosarima 39 Jónsgeisli 39 Guðmundur G. Þórðarson og Margrét G. Guðmundsdóttir Seiðakvísl 32 Þorláksgeisli 72 Halldóra Magnúsdóttir og Magnús Gunnarsson Veghúsum 3 Þorláksgeisli 114 Örn Úlfar Andrésson og Jóhanna Stefánsdóttir Hraunbæ 22 Þorláksgeisli 122 Sæmundur Gunnarsson og Sigríður Kristinsdóttir Unufelli 3
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi framsal byggingarréttar á lóð nr. 20-28 og 44-52 við Gvendargeisla. Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. um afturköllun úthlutunar lóðar nr. 8 við Fossaleyni. Samþykkt.
32. Lagt fram bréf fjármáladeildar frá 22. þ.m. um erindi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík frá 26. f.m. um styrk til greiðslu fasteignaskatts, kr. 1.105.000. Samþykkt.
33. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á hvern hátt er staðið að hálkueyðandi aðgerðum á malbikuðum göngu- og hjólreiðastígum í borginni?
34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að hætta þegar í stað grjótnámi í Geldinganesi.
Greinargerð.
Upplýst hefur verið að ekki verður þörf fyrir höfn í Eiðsvík fyrr en eftir 30 til 40 ár. Erlendir sérfræðingar á þessu sviði komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði þörf fyrir hafnargerð á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir 50 ár. Með grjótnáminu er í raun verið að ákvarða staðsetningu stórskipahafnar langt inn í framtíðina. Geldinganesið er fallegasta byggingarland í Reykjavík sem enn hefur ekki verið deiliskipulagt. Grjótnámið torveldar að landið verði skipulagt sem ein heild og mun augljóslega valda talsverðum kostnaðarauka þegar landið byggist upp. Þegar hafa 240.000 m3 af grjóti verið teknir úr Geldinganesi. Heimildar hefur verið aflað til að taka 1.000.000 m3. Það má öllum vera ljóst sem skoða grjótnámið að afleiðingar þess eru miklu afdrifaríkari en ætlað var og að grjótnámið er þegar orðið að mestu umhverfisspjöllum sem unnin hafa verið í landi Reykjavíkur.
Tillagan felld með 4. atkv. gegn 3.
35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ljóst er að mikið skipulagsleysi ríkir í borgarkerfinu varðandi meðferð ferðamála og skortur er á markvissum vinnubrögðum til að efla ferðaþjónustuiðnaðinn í Reykjavík. Lítið hefur verið gert til að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar í ferðamálum, sem samþykkt var 1997.
Liggja fyrir einhverjar tillögur eða hugmyndir hjá meirihlutanum til að koma þessu mikilvæga máli í viðunandi horf?
Fundi slitið kl. 15.03.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson