Borgarráð - Fundur nr. 4704

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 2. október, var haldinn 4704. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Helgi Hjörvar, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 25. september.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 1. október.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. september.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Fossaleynir ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 1 við Fossaleynir fyrir íþróttahús. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m. um fyrirheit til Lilju M. Óladóttur og Hjördísar Kristinsdóttur um byggingarrétt fyrir leikskóla á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl. Samþykkt, með fyrirvara um að endanleg ákvörðun um úthlutun verði tekin að lokinni grenndarkynningu.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, um fyrirheit til eftirtalinna aðila um úthlutun byggingarréttar fyrir leiguhúsnæði í Grafarholti:

Nr. 1-9 við Þórðarsveig: Mótás Nr. 6-18 við Þorláksgeisla: Búseti hf. Nr. 20-34 við Þorláksgeisla: Búseti hf.

Samþykkt.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í byggingu hvolfrýmis fyrir höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði Límtrés hf., sem átti næst lægsta tilboð.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í kaup á foreinangruðum stálpípum. Samþykkt að taka tilboði Sets ehf.

10. Lagt fram bréf Samkeppnisstofnunar frá 27. f.m. ásamt ákvörðun samkeppnisráðs vegna lóðarskilmála í Grafarvogi nr. 27/2001.

11. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 1. þ.m. varðandi heimild til að ganga til samvinnu við Norræna fjárfestingabankann um skuldbreytingu á lánum. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf fjármáladeildar frá 25. f.m. um erindi Styrktarfélags vangefinna frá 5. mars s.l. um styrk til greiðslu fasteignaskatts, kr. 351.000. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 24. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 19. s.m. um breytingu á samþykkt um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um göngubrú yfir Miklubraut við Kringlu, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi og auglýsingu þar um. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um kvikmyndahús á Spönginni og breytt deiliskipulag. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. ágúst s.l. um kynningu og auglýsingu fangelsislóðar á Hólmsheiði. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. júní s.l. um auglýsingu deiliskipulags að Efstalandi 26. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 25. f.m., sbr. umsögn stjórnarinnar s.d. um staðsetningu listaverks við hitaveitugeyma á Grafarholti.

19. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 25. f.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um að fallið verði frá forkaupsrétti að Rafstöðvarvegi 33. Samþykkt.

- Kl. 13.15 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Sigrún Magnúsdóttir tók þar sæti.

20. Lagt fram að nýju bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 25. f.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. á kaupsamningum sem gerðir hafa verið við Landssíma Íslands h.f. um kaup Orkuveitunnar á hluta hans í Stiklu ehf. og kaup Orkuveitunnar á öllum hlutum í Tetralínu ehf. Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 13.40 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti og Alfreð Þorsteinsson vék af fundi.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag að Suðurhlíð 38. Samþykkt. Jafnframt samþykkt sú breyting á aðalskipulagi sem í því felst, sbr. uppdrátt Borgarskipulags, dags. 13. júní 2001.

22. Rætt um málefni og framtíð Áburðarverksmiðjunnar eftir sprengingu og brunatjón sem varð þar í gær.

23. Lögð fram greinargerð vinnuhóps Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík vegna leyfamála, dags. í september 2001.

24. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m. um drög að reglugerð um lögreglusamþykktir, sbr. bréf dómsmálaráðuneytis frá 20. júlí, sbr. einnig athugasemdir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar við einstakar greinar reglugerðarinnar, dags. 26. f.m. Frestað.

25. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara yfir styrkumsóknir frá 1. þ.m. Erindi Götusmiðjunnar vísað til félagsmálaráðs til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

26. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 1. þ.m. um viðbyggingu við leikskólann Furuborg ásamt teikningum. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 1. þ.m. um byggingu leikskóla við Maríubaug í Grafarholti ásamt teikningum. Borgarráð samþykkir byggingu leikskóla skv. framlögðum teikningum.

28. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. maí s.l., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um hverfaskiptingu í Reykjavík. Jafnframt kynnt frumdrög skýrslu Félagsþjónustunnar að íbúasamsetningu í einstökum borgarhlutum, dags. í október 2001. Samþykkt.

29. Afgreidd 41 útsvarsmál.

30. Sú leiðrétting var gerð við 9. lið fundargerðar bogarráðs frá 25. f.m. að niður á að falla tilvísun í kostnaðarstað, ófyrirséð útgjöld.

Fundi slitið kl. 15.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir
Helgi Hjörvar Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson