Borgarráð - Fundur nr. 4703

Borgarráð

3

B OR G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 25. september, var haldinn 4703. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Helgi Pétursson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 13. september.

2. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 20. september.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 24. september.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 13. september.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 13. september.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

7. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. um sumarvinnu skólafólks, kostnað umfram fjárveitingar. Samþykkt aukafjárveiting, kr. 16.570.629, sem færist á kostnaðarstað ófyrirséð útgjöld.

8. Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 114/2001 varðandi byggingarframkvæmdir að Heiðargerði 76.

9. Lögð fram umsögn fjármáladeildar frá 20. þ.m. varðandi erindi Öryrkjabandalagsins um fasteignaskatta, dags. 6. þ.m. Borgarráð samþykkir aukafjárveitingu, kr. 4.430.000 af kostnaðarstað ófyrirséð útgjöld. Helgi Hjörvar vék af fundi við meðferð málsins.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m., sbr. tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um löggæslumál; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. s.m.

11. Lagður fram kjarasamningur við Útgarð, félag háskólamanna, dags. 17. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf félagsins um staðfestingu samningsins. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. um styrki vegna áhorfendaaðstöðu á knattspyrnuvöllum.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. um styrkveitingar til Golfklúbbs Reykjavíkur kr. 80.000.000, og til Knattspyrnufélags Reykjavíkur kr. 50.000.000, sem greiðist á þremur árum. Jafnframt til Íþróttafélagsins Fylkis, Íþróttafélags Reykjavíkur og Knattspyrnufélagsins Víkings, kr. 10.000.000 hvert félag, sem greiðist á tveimur árum. Jafnframt lagður fram samningur við Golfklúbb Reykjavíkur frá 9. þ.m. vegna framkvæmda á Korpúlfsstöðum og Grafarholtsvelli. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf Búseta frá 14. þ.m. varðandi umsókn um leiguíbúðir. Vísað til Borgarskipulags og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

15. Lagt fram bréf Velunnara barnablaðsins Æskunnar frá 19. þ.m. varðandi fjárstuðning, kr. 150.000. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um grenndarkynningu og breytingar á deiliskipulagi vegna auglýsingaskiltis við Vesturlandsveg. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m. um kröfu nágranna um afturköllun leyfis fyrir áfengisveitingar vegna veitingahússins Kaffi-Stígs, Rauðarárstíg 33 og frest til að bæta úr ágöllum vegna skilyrða áfengisveitingaleyfis. Frestað.

18. Lögð fram umsögn borgalögmanns frá 24. þ.m. um fyrirhugaða breytingu á landnotkun Barðastaða 1-5. Jafnframt lagt fram bréf Olíverslunar Íslands h.f. frá 24. þ.m. varðandi málið. Þá er lagt fram bréf Ottós ehf., dags. 25. s.m. Frestað.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 13. s.m. um breytingar á samþykkt um hundahald ásamt greinargerð. Frestað.

20. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 24. þ.m. um erindi félagsmálastjóra frá 10. þ.m. um skýrslu starfshóps um úrræði fyrir heimilislausa og gerð kostnaðaráætlunar þar um. Borgarráð samþykkir umsögnina.

- Kl. 13.50 vék Helgi Pétursson af fundi og Alfreð Þorsteinsson tók þar sæti.

21. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Garðabæjar um lögn og rekstur heitaveitu í Garðabæ, dags. 21. þ.m. ásamt fylgiskj. I og II, um eignarhluta í Orkuveitu Reykjavíkur, dags. s.d., og viljayfirlýsingu, dags. 26. júní s.l. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

22. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um lögn og rekstur heitaveitu í Hafnarfirði, dags. 21. þ.m. ásamt fylgiskj. I og II, um eignarhluta í Orkuveitu Reykjavíkur, dags. s.d., og viljayfirlýsingu, dags. 26. júní s.l. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

23. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana s.d. um lækkun á afltaxta til fyrirtækja. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana s.d. um samþykki kaupsamninga við Landssíma Íslands h.f. um kaup Orkuveitunnar á hluta þeirra í Stiklu ehf. og kaup Orkuveitunnar á öllum hlutum í Tetralínu ehf. Jafnframt lögð fram viljayfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar frá 20. þ.m. um sameiningu Tetralínu ehf. og Stiklu h.f. Borgarráð samþykkir framlagða viljayfirlýsingu. Afgreiðslu kaupsamnings frestað.

- Kl. 14.20 vék borgarstjóri af fundi og Helgi Pétursson tók sæti á fundinum.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. maí s.l. varðandi samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um hverfaskiptingu Reykjavíkurborgar. Frestað.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Lilju Maríu Óladóttur og Hjördísi Kristinsdóttur verði úthlutað lóð fyrir leikskóla á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl. Frestað.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m. þar sem lagt er til að E. Lovísu Hallgrímsdóttur, Grundartanga 5, Mosfellsbæ, verði úthlutað lóð fyrir leikskóla á lóð nr. 26 við Kristnibraut. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði gefið fyrirheit um úthlutun lóða:

Nr. 1-9 við Þórðarsveig: Búseti hsf. Nr. 16-18 við Þorláksgeisla: Vatnsstígur 11, fasteignarekstur ehf. Nr. 20-34 við Þorláksgeisla: Mótás hf. Frestað.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Glóbus-Vélaveri hf. verði gefið fyrirheit um lóð merkt a3 í Smálöndum. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m., sbr. samþykkt verkefnisstjórnar um veitingamál 24. s.m. um breytingar á reglum um málsmeðferð vegna vínveitingaleyfa. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.50.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Alfreð Þorsteinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Hjörvar
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Pétursson