Borgarráð - Fundur nr. 4701

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, föstudaginn 14. september, var haldinn 4701. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. þ.m. ásamt bréfi félagsmálaráðuneytis frá 27. f.m. um staðfestingu samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001.

2. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 3. september.

3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 7. september.

4. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 6. september.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 10. september.

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 14. maí, 16. maí, 21. maí, 25. maí, 8. júní, 15. júní, 29. júní, 13. júlí og 31. ágúst.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

8. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 10. þ.m. varðandi LA Café um bætur í framhaldi af dómi Hæstaréttar um breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um breytingu á aðalskipulagi vegna Barðastaða 1-5. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 13. þ.m. ásamt samningi umhverfis- og heilbrigðisnefndar við Hollustuvernd ríkisins um loftgæðamælingar í Reykjavík. Borgarráð samþykkir samninginn með þeirri breytingu að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur verði samningsaðili í stað umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 5. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um rekstrarleyfi fyrir leikskóla til E. Lovísu Hallgrímsdóttur ásamt vilyrði fyrir stofnstyrk. Frestað.

12. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 10. þ.m. um aukafjárveitingu vegna ritunar Sögu Reykjavíkur, kr. 600.000. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 10. þ.m. um staðsetningu auglýsingaskiltis Golfklúbbs Reykjavíkur við Vesturlandsveg. Vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

14. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 5. s.m. varðandi skýrslu starfshóps um úrræði fyrir heimilislausa, dags. 31. ágúst, og aukafjárveitingu í því sambandi. Borgarráð samþykkir að teknar verði upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið og félagasamtök varðandi málið. Jafnframt vísað til umsagnar fjármáladeildar.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. þ.m. ásamt samkomulagi Reykjavíkurborgar og STEFs um greiðslur fyrir tónlistarflutning. Samþykkt.

16. Lögð fram ný umsögn borgarlögmanns, dags. 3. þ.m., um frumvarp til raforkulaga. Jafnframt lögð fram efnislega samhljóða umsögn stjórnar veitustofnana frá 11. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina.

17. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að Ásbjörgu RE-80. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. þ.m. um tímabundið fyrirheit til KSÍ um lóð í Laugardal. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf Kvikmyndasafns Íslands frá 1. júní s.l., þar sem ítrekuð er umsókn um fjárstuðning. Erindið hlýtur ekki stuðning.

20. Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar f.h. Kjartans Arnar Kjartanssonar frá 3. þ.m., þar sem sótt er um lóð í Mjódd. Vísað til Borgarskipulags og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

- Kl. 12.00 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. þ.m. varðandi styrkumsókn vegna Norðurlandamóts grunnskóla í skák. Vísað til ÍTR og fræðsluráðs sem skipti með sér kostnaði að jöfnu. Hrannar Björn Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 6. þ.m., sbr. tillögu Ólafs F. Magnússonar um Kárahnjúkavirkjun; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d.

23. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra um framlengingu ráðningarsamnings framkvæmdastjóra miðborgar, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs 4. þ.m. Samþykkt með 4 atkv. gegn 2.

24. Lagt fram bréf Söngskólans í Reykjavík frá 4. þ.m. um aðild að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Vísað til fulltrúa borgarinnar í nefnd um Tónlistar- og ráðstefnuhús og Borgarskipulags.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. um kaup á íbúð að Miklubraut 18. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að Kirkjustétt 36-40. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að veittur verði viðbótarfrestur vegna afturköllunar úthlutunar lóðar að Barðastöðum 67. Samþykkkt.

28. Afgreidd 43 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 13.10.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir