Borgarráð - Fundur nr. 4700

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 4. september, var haldinn 4700. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Helgi Pétursson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. ágúst.

2. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 27. ágúst.

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 3. september.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 28. ágúst.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.

7. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda veitingastaði:

Esju, Suðurlandsbraut 2 Nauthól við Hlíðarfót

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu deiliskipulags stjórnarráðsreits. Jafnframt lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. í dag, um breytingar á texta greinargerðar varðandi Ingólfsstræti 1. Borgarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar, svo breytta.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um skipulag á Vatnsendahvarfi. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 23. s.m. varðandi málið.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 24. f.m. um fjárframlag, kr. 500.000, vegna gerðar sjónvarpsþátta um umhverfismál. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

11. Lögð fram umsögn félagsmálastjóra og framkvæmdastjóra ÍTR frá 21. f.m. um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 24. júlí s.l. um stofnun sérstakrar miðbæjardeildar.

12. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 31. f.m. varðandi erindi Byggingarfélags námsmanna frá 30. júlí um niðurfellingu eða lækkun gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar. Borgarráð samþykkir umsögnina og fellst því ekki á eftirgjöf gjaldanna.

13. Lagt fram bréf Sorpu frá 29. f.m. ásamt ársskýrslu 2000.

14. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að framlengja ráðningarsamning við framkvæmdastjóra miðborgar til og með 31. desember 2002, til þess að tryggja að starfsemi miðborgarstjórnarinnar verði með eðlilegum hætti til loka kjörtímabils. Á fundi borgarráðs 30. maí 2000 var samþykkt tillaga þess efnis að miðborgarstjórn starfi til loka kjörtímabils og “jafnframt samþykkt að framlengja ráðningu framkvæmdastjóra miðborgar til sama tíma”. Sú breyting sem hér er lögð til á ráðningu framkvæmdastjórans tryggir miðborgarstjórn starfsmann út kjörtímabilið til að taka þátt í stefnumótun og framkvæmdum og/eða til að ganga frá málum miðborgarstjórnar.

Frestað.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 27. s.m. um aðgerðir á Rofabæ til að draga úr umferðarhraða. Samþykkt með 6 samhlj. atkv.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 30. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 27. s.m. um að bilskylda verði á eftirtöldum stöðum:

Suðurhluta Fákafens á mótum Fákafens og Folafens Dragaveg á mótum Kambsvegar og Dragavegar Traðarholt á mótum Brautarholts og Stúfholts Ásholt á mótum Brautarholts og Ásholts Mjölnisholt á mótum Brautarholts og Mjölnisholts Traðarholt á mótum Skipholts og Traðarholts Stangarholt á mótum Skipholts og Stangarholts Brautarholt á mótum Stórholts og Brautarholts Þverholt á mótum Stórholts og Þverholts Sölvhólsgötu á mótum Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu Skothúsveg á mótum Laufásvegar og Skothúsvegar Seljaveg á mótum Holtsgötu og Seljavegar Vínlandsleið verði aðalbraut milli hringtorgs á Grafarholtsvegi og Þúsaldar Þúsöld verði aðalbraut milli Reynisvatnsvegar og Sóltorgs Kristnibraut (safngata) verði aðalbraut milli Sóltorgs og Krosstorgs Jónsgeisli (safngata) verði aðalbraut milli Reynisvatnsvegar og Krosstorgs Þorláksgeisli (safngata) verði aðalbraut frá Krosstorgi Gvendargeisli (safngata) verði aðalbraut frá Krosstorgi

Samþykkt.

17. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m. um erindi Erlendar Konráðssonar f.h. eigenda að Frostafold 133A um eigendaskiptingu að bílageymslu. Borgarráð samþykkir umsögnina.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 3. þ.m. um fjallskil á Kjalarnesi árið 2001. Samþykkt.

19. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 3. þ.m. um frumvarp til raforkulaga. Frestað.

- Kl. 13.50 vék Inga Jóna Þórðardóttir af fundi og Jóna Gróa Sigurðardóttir tók þar sæti.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 31. f.m. ásamt drögum að samkomulagi borgarverkfræðings f.h. Reykjavíkurborgar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um makaskipti á lóðum fyrir fangelsi. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfæðings frá 30. f.m., þar sem lagt er til að Benedikt Rúnari Guðjónssyni, Vættaborgum 12, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 7 við Jörfagrund. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf formanns um svæðisskipulag frá 30. f.m. um kynningarferli svæðisskipulags.

23. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 3. þ.m. um fjárveitingu af ófyrirséðum útgjöldum, kr. 3.500.000, til alþjóðlegrar hesta- og hestavörusýningar í Reykjavík 2001. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 3. þ.m. varðandi aukafjárveitingu. Vísað til umsagnar fjármáladeildar.

25. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 23. f.m. varðandi Tjarnargötu 12, skrifstofur fyrir borgarráðfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra rekstrar- og þjónustudeildar um endurbætur á bakhúsi Tjarnargötu 12, þar sem gert er ráð fyrir að upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar verði til húsa og aukafjáveitingu í því sambandi, kr. 37.000.000. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf fjármáladeildar frá 1. þ.m. um áhrif breyttra stofnstyrkja til einkarekinna leikskóla og tilfærslu fjárveitinga í því sambandi, kr. 13.100.000. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 2. þ.m. um breytingu á fjárhagsáætlun 2001 vegna miðlægra kjarasamninga. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

28. Lagður fram listi embættis borgarverkfræðings yfir umsækjendur lóða í Grafarholti fyrir leiguhúsnæði, ódagsett.

29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Það alvarlega ástand, sem nú ríkir í húsnæðismálum í Reykjavík á að stærstum hluta rót sína að rekja til aðgerða R-listans. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði lengjast dag frá degi og eru nú í sögulegu hámarki – 600 manns. Með aðgerðarleysi sínu í skipulags- og lóðamálum árum saman kom R-listinn í veg fyrir að eðlilegt framboð á húsnæði væri til í Reykjavík. Þegar loksins voru til lóðir var efnt til uppboðs á þeim, sem leiddi til gífurlegrar verðsprengingar á fasteignamarkaði og ein afleiðingin varð stórhækkun húsaleigu á almennum markaði. Borgarsjóður fékk mörg hundruð milljónir króna í viðbótartekjur vegna þessa ástands. Há húsaleiga á almennum markaði í kjölfar stórhækkaðs fasteignaverðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að fólk neyðist til að leita á náðir borgarinnar um húsnæði. Nú þegar þetta ástand hittir R-listann fyrir ber svo við að hvorki borgarstjóri né aðrir borgarfulltrúar R-listans vilja bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna og eins og fyrri daginn er öðrum kennt um ástandið.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Enn reyna sjálfstæðismenn með Ingu Jónu Þórðardóttur í broddi fylkingar að gera Reykjavík að blóraböggli fyrir húsnæðisstefnu sem mótuð er í fjármálaráðuneytinu. Ríkisstjórnin lagði niður verkamannabústaðakerfið 1998. Hún lagði líka niður kaupleiguíbúðakerfið við sama tækifæri. Auk þess meira en þrefaldaði hún vexti á lánum til félagslegra leiguíbúða. Því var þá haldið fram að ekki væri gert ráð fyrir minni þátttöku hins opinbera í niðurgreiðslum á húsnæðiskostnaði heldur breyttu formi. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra, sem fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga áttu m.a. sæti í, lagði til að í stað niðurgreiddra vaxta yrðu teknir upp stofnstyrkir og hærri húsaleigubætur. Hvorugt hefur hlotið náð fyrir augum fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde. Vegna þessa hefur á örskömmum tíma skapast neyðarástand í húsnæðismálum. Reykjavíkurborg hefur keypt eitt hundrað nýjar íbúðir á ári, meira en nokkru sinni fyrr til að mæta þessu ástandi, og úthlutar nú helmingi fleiri leiguíbúðum en gert var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Með því er mestu neyðinni mætt. Reykvíkingar eru nú skuldsettir um nær 1 milljarð króna árlega vegna þessara björgunaraðgerða og má öllum ljóst vera að aðgerðaleysi ríkisins í félagslega húsnæðiskerfinu getur ekki gengið lengur. Sameiginlegs átaks ríkis, félagasamtaka, sveitarfélaga, og aðila vinnumarkaðar er þörf til að vinna að lausn hinna knýjandi verkefna.

Fundi slitið kl.14.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Helgi Pétursson Jóna Gróa Sigurðardóttir