Borgarráð - Fundur nr. 4698

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 21. ágúst, var haldinn 4698. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru , auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar B. Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 15. ágúst.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 20. ágúst.

3. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 15. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. ágúst. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 20. ágúst.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 14. ágúst.

7. Lögð fram Ársskýrsla fræðslumála í Reykjavík fyrir árið 2000.

8. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 15. s.m. um stofnun listskreytingasjóðs. Vísað til umsagnar Borgarskipulags og byggingadeildar borgarverkfæðings. Jafnframt er kallað eftir umsögnum um tillögu Viljálms Þ. Vilhjálmssonar, sem vísað var til umsagnar sömu aðila 5. maí 1998.

9. Lagt fram bréf íbúa við Breiðuvík, dags. 29. júní s.l., varðandi leiksvæði við götuna. Jafnframt lögð fram umsögn garðyrkjudeildar frá 17. f.m. um erindið. Borgarráð samþykkir umsögnina og vísar erindinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2002.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingar á deiliskipulagi í Grafarholti, svæði 1. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Vatnsendahvarfi.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um endurskoðun deiliskipulags að Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15-27. Samþykkt með 5 atkvæðum ( JVI sat hjá).

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi að Spönginni 33-37. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. um starfslaun listamanna 2001 og styrk til starfrækslu tónlistarhóps 2001.

15. Lagt fram yfirlit yfir fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur 2001.

16. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. um leyfi til útiveitinga fyrir Grand-Rokk, Smiðjustíg 6. Borgarráð samþykkir umsögnina.

17. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Kaffi Thomsen, Hafnarstræti 17. Jafnframt lagt fram bréf Lendna ehf., dags. 20. þ.m. Frestað.

- Kl. 13.10 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

18. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. júlí s.l. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6, ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. f.m., bréf Björns Erlendssonar, rekstraraðila veitingastaðarins, dags. 30. f.m., ásamt bréfi fyrirtækja sem reka starfsemi að Austurstræti 6, dags. 30. f.m. Jafnframt lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem lögð var fyrst fram á fundi borgarráðs 24. júlí s.l., umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 14. þ.m. ásamt yfirlýsingu lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 8. þ.m., ásamt meðfylgjandi gögnum og bréf Björns Erlendssonar, dags. 7. og 19 þ.m. Lagður fram útdráttur úr dagbók lögreglu um ölvun á almannafæri 1998 – 20. ágúst 2001 í miðborginni, ásamt útdrætti úr ársskýrslu ríkislögreglustjóra 1999 um breytingu á áfengislögum og eignaspjöll 1999, ásamt yfirliti yfir skilgreind brot á áfengislögum í umdæmi Lögreglustjórans í Reykjavík árið 2000. Frestað.

19. Lagt fram erindi Ylhúsa ehf. frá 12. f.m. varðandi kaup eða leigu á húseigninni nr. 107 við Hraunbæ. Jafnframt lögð fram umsögn félagsmálastjóra, dags. 20. þ.m., um erindið. Frestað.

20. Lögð fram að nýju tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og þróunarsviðs frá 30. f.m. um að Sigurður Ármann Snævarr verði ráðinn í starf borgarhagfræðings. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara frá 17. þ.m. um stöðu borgarhagfræðings í stjórnkerfi borgarinnar. Samþykkt með 4 atkvæðum að ráða Sigurð Ármann Snævarr í starf borgarhagfræðings.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Starf borgarhagfræðings var í raun lagt niður þegar Eggert Jónsson, borgarhagfræðingur, lét af því starfi í framhaldi af stjórnkerfisbreytingum 1998. Borgarhagfræðingur var á sínum tíma yfirmaður fjármála- og hagsýsludeildar borgarinnar. Það er harla sérkennileg afstaða til embættis borgarhagfræðings að gefa undirmannsstarfi á fjölskyldu- og þróunarsviði þennan titil m.t.t. þeirrar stöðu sem embættið hafði áður fyrr.

Starf það sem hér um ræðir hefur ekki verið samþykkt af borgarráði og hér er ekki um yfirmannsstöðu að ræða, sem finna má í skipuriti borgarinnar. Því er ekki ljóst af hverju afgreiðslu borgarráðs þarf til vegna þessarar ráðningar. Augljóst er að mikill vandræðagangur einkennir allt þetta mál af hálfu R-listans og afgreiðsla þess dregist á langinn, enda tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að starfið var auglýst.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Eins og fram kemur í umsögn borgarritara hefur starf borgarhagfræðings aldrei verið lagt niður heldur var gerð talsverð breyting á inntaki starfsins árið 1999 og það flutt af fjármála- og stjórnsýslusviði yfir á fjölskyldu- og þróunarsvið. Eftir sem áður var gert ráð fyrir því að borgarhagfræðingur yrði í hópi æðstu embættismanna borgarinnar og ekki lægra settur en aðrir embættismenn sem ganga næst sviðsstjórum s.s. fjármálastjóri, forstöðumaður kjaraþróunardeildar og borgarbókari. Vegna þessara breytinga kaus þáverandi borgarhagfræðingur hins vegar að láta af störfum og var gerður við hann starfslokasamningur sem þó fól það í sér að hann sinnti áfram ákveðnum verkefnum sem tengjast starfinu. Sá tími sem þetta tók til er nú liðinn og því var starfið auglýst laust til umsóknar. Á fundi borgarráðs þann 31. júlí sl. var lögð fram tillaga um ráðningu í starfið en ástæða þess að afgreiðsla hennar hefur dregist á langinn er fyrst og fremst sú að sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir til að afgreiða málið.

21. Lögð fram umsögn borgalögmanns, dags. í dag, þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að mb Rúnu II, RE-250. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki kaup á neðri hæð hússins að Miklubraut 15 ásamt bílskúr. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki kaup á kjallaraíbúð að Miklubraut 20. Samþykkt.

24. Lögð fram drög að reglum fyrir Skipulagssjóð Reykjavíkurborgar, dags. 11. júlí s.l., ásamt minnisblaði borgarverkfræðings frá 17. þ.m. og minnisblaði borgarbókara, dags. 20. þ.m., um áhrif stofnunar skipulagssjóðs á ársreikning borgarsjóðs. Samþykkt með fyrirvara um upptalningu eigna í fylgiskjali, sbr. 5. gr, sem komi síðar fyrir borgarráð.

25. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 20. þ.m. um frestun framkvæmda um eitt ár við skolpdælustöð í Gufunesi. Samþykkt.

26. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 23. f.m. um stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála ásamt bréfi Borgarskipulags frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um endurskipulagningu Borgarskipulags og embættis byggingarfulltrúa, áfangaskýrsla um vinnu við skipulag umhverfis- og tæknisviðs og bréf embættis borgarverkfræðings frá 13. þ.m. með fylgigögnum, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar s.d. um stjórnkerfisbreytingar á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Jafnframt lagt fram að nýju bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. 13. þ.m. um breytingartillögu við tillögu borgarstjóra ásamt fundargerð stjórnkerfisnefndar frá 13. s.m. Einnig lögð fram að nýju umsögn borgarritara frá 14. þ.m. um útfærslu skipurita á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Jafnframt lagðar fram breytingatillögur borgarstjóra, dags. 20. þ.m., við tillögu borgarstjóra, dags. 23. f.m., að breytingum á stjórnskipulagi á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Frestað.

27. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 01.01.2001-30.06.2001. Borgarráð samþykkir með 4 atkv. eftirtaldar breytingar á fjárhagsáætlun 2001:

Í þús kr. Kostn.st. Var Verður Breyting Skrifstofa borgarstjóra 01120 42.500 46.380 3.880 Innh.þóknun v/staðgr. 01350 100.000 104.990 4.990 Borgarskipulag 01500 146.577 166.577 20.000 B.v. svæðisskipulag B5060 -10.300 -2.300 8.000 B.v. tölvudeild B9000 50.000 59.000 9.000 Niðurgr.dagv. á einkaheimilum D605 175.000 200.000 25.000 Ófyrirséð 09205 220.500 149.630 70.870

Fundi slitið kl. 15.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar B. Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson