Borgarráð - Fundur nr. 4697

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 14. ágúst, var haldinn 4697. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar B. Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 31. júlí.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13. ágúst. Samþykkt.

3. Lagðar fram fundargerðir menningarmálanefndar frá 1. og 8. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 13. ágúst.

5. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9. og 13. ágúst.

6. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

7. Svofelld leiðrétting var gerð á 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. f.m., þar sem misritaðist að Rimabær s.f. hefði fengið úthlutað lóð fyrir parhús að Þorláksgeisla 79-81 í stað Jónsgeisla 79-81.

8. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Austur-Indíafélagið, Hverfisgötu 56 Golfskálann Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

9. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar áfengismála í máli nr. 8/2000; kæra Karls L. Hjaltested, veitingamanns á veitingastaðnum Grand-Rokk á ákvörðun borgarráðs 11. janúar 2000.

10. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar áfengismála í máli nr. 11/2001; kæra Keikós ehf. vegna ákvörðunar borgarráðs 13. júlí 2001.

11. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar vegna frekara mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Hallsvegur, tveggja akgreina vegur frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi ásamt minnisblaði borgarverkfræðings, dags. í dag.

12. Lögð fram ársskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2000.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. varðandi tilboð í gerð settjarnar á Grafarholti. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. varðandi tilboð í byggingu Foldaskóla, 4. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Byggingafélagsins Baulu ehf.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. um innkaup byggðasamlaga sem eru í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Samþykkt að senda tillögurnar til stjórna viðkomandi byggðasamlaga með þeim tilmælum að þær taki þær til meðferðar.

16. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. júlí s.l. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6, ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. f.m., bréf Björns Erlendssonar, rekstraraðila veitingastaðarins, dags. 30. f.m., ásamt bréfi fyrirtækja sem reka starfsemi að Austurstræti 6, dags. 30. f.m. Jafnframt lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem lögð var fyrst fram á fundi borgarráðs 24. júlí s.l. Ennfremur lögð fram umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns, dags. í dag, ásamt yfirlýsingu lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 8. þ.m., ásamt meðfylgjandi gögnum. Jafnframt lagt fram bréf Björns Erlendssonar, dags. 7. þ.m. Frestað. Samþykkt að óska eftir því við lögreglu að hún sendi fulltrúa á næsta fund borgarráðs.

17. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 3. þ.m. um leiðréttingu kaupverðs eignarhluta Reykjavíkurborgar í Suðurlandsbraut 30.

18. Lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28. júní s.l. varðandi drög að samþykkt um búfjárhald í Reykjavík. Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

19. Lagt fram bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 20. f.m. ásamt drögum að reglugerð um lögreglusamþykkt sveitarfélaga. Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

20. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 9. s.m. á tillögu um sameiginlegar rannsóknir Reykjavíkur og Kópavogs á vatnasviði Elliðavatns. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf Byggingafélags námsmanna frá 30. f.m. um niðurfellingu eða lækkun á greiddum gatnagerðargjöldum vegna nýbyggingarframkvæmda félagsins á lóðinni Háteigsvegur 31-33. Vísað til umsagnar fjármáladeildar.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. um kaup á sumarbústað í Lækjarbotnalandi. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m. um afturköllun úthlutunar lóðarinnar Barðastaðir 67. Frestað.

24. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 23. f.m. um stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála ásamt bréfi Borgarskipulags frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um endurskipulagningu Borgarskipulags og embættis byggingarfulltrúa, áfangaskýrslu um vinnu við skipulag umhverfis- og tæknisviðs og bréf embættis borgarverkfræðings frá 13. þ.m. með fylgigögnum, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar s.d. um stjórnkerfisbreytingar á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. 13. þ.m. um breytingartillögu við tillögu borgarstjóra ásamt fundargerð stjórnkerfisnefndar frá 13. s.m. Ennfremur lögð fram umsögn borgarritara, dags. í dag, um útfærslu skipurita á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Frestað.

25. Lögð fram tillaga á reglum fyrir skipulagssjóð Reykjavíkurborgar, dags. 11. f.m. Frestað.

Fundi slitið kl. 14.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Hrannar B. Arnarsson
Inga Jóna Þórðardóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson