Borgarráð - Fundur nr. 4695

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2001, þriðjudaginn 24. júlí, var haldinn 4695. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. júlí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 25. maí.

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 16. og 23. júlí.

4. Lagðar fram embættisafgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

5. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Leikhúskjallarann. Borgarráð samþykkir umsögnina.

6. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. s.m. varðandi málið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að synja umsókninni, þar sem margir sameigendur í húsnæðinu Austurstræti 6 hafa mótmælt harðlega umræddri starfsemi og umgengni við staðinn.

Frestað.

7. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 13. þ.m. ásamt breyttum samþykktum fyrir einkahlutafélag um rekstur fasteigna SHS. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 23. þ.m. um kaup og sölu hússins nr. 11 við Njálsgötu. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 23. þ.m. um sölu íbúðar í húsinu nr. 13 við Kóngsbakka. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m. um tilboð í kaup á efni fyrir Grímsnesveitu. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sets hf.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 16. þ.m. um tilboð í úrbætur í umferðarmálum. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, HDverks ehf.

12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, þar sem hann segir starfi sínu lausu.

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarritara frá 23. þ.m. varðandi styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. Samþykkt styrkveiting til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, kr. 50.000,00. Öðrum umsóknum hafnað.

14. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. þ.m. um erindi úrskurðarnefndar áfengismála, dags. s.d., varðandi kröfu lögmanns Kristjáns Georgs Jósteinssonar um að synjun borgarráðs 13. þ.m. á umsókn um leyfi til áfengisveitinga verði frestað meðan á kærumeðferð stendur. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því ekki fallist á frestun.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m. um söluverð byggingarréttar á þar til greindum lóðum við Andrésbrunn. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að fallist verði á kauptilboð Staðals ehf. í lóðir nr. 11-21 við Þórðarsveig fyrir fjölbýlishús og á tilboð Guðjóns Árnasonar, Vattarási 2, Garðabæ, í lóðir nr. 78-86 við Gvendargeisla fyrir fjölbýlishús. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Akkorði ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir raðhús á lóðunum nr. 23-27, 29-33 og 35-39 við Jörfagrund. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m. um úthlutun og sölu byggingarréttar til eftirtalinna aðila:

Jónsgeisli 13: Karl Georg Ragnarsson, Leifsgötu 11 Jónsgeisli 15: Margrét Káradóttir, Frostafold 25 Jónsgeisli 23: Halldóra Sólbjartsdóttir, Mosarima 25 Jónsgeisli 25: Garðar Smári Vestfjörð, Engimýri 10, Gb. Jónsgeisli 61: Gylfi Skúlason, Krosshömrum 15 Gvendargeisli 62: Sigfríð G. Þormar, Klapparstíg 35

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Kristín Halla Jónsdóttir, Sefgörðum 28, Seltjn. verði lóðarhafi lóðar nr. 42 við Gvendargeisla og Vilborg Yrsa Sigurðardóttir, Eiðistorgi 9, verði lóðarhafi lóðar nr. 54 við sömu götu í stað fyrri lóðarhafa. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Ólafía Pálmadóttir og Halldór Sverrisson, Langagerði 74, verði lóðarhafar lóðar nr. 16 við Gvendargeisla í stað fyrri lóðarhafa. Samþykkt.

21. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 10. þ.m. um ráðningar í störf.

22. Lagt fram bréf borgarlögmanns og framkvæmdastjóra ÍTR frá 17. þ.m. varðandi fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á fundi borgarráðs 13. s.m. um undirbúning byggingar fjölnota íþróttahúss.

23. Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings frá 23. þ.m. vegna aðgerða til að draga úr svifryki.

24. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 23. þ.m. um varðveislu fornleifa í Aðalstræti og aukafjárveitingu, kr. 5.000.000, vegna þess. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um breytt deiliskipulag að Köllunarklettsvegi 4. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um auglýsingu deiliskipulags lóðar Hrafnistu í Laugarási. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi miðsvæðis við Bæjarháls-Hraunbæ. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

28. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um auglýsingu umferðarskipulags og endurskoðaðs deiliskipulags í Skeifunni og Fenjum. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. þ.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á Skólavörðuholti. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 23. þ.m. um stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingarmála. Jafnframt lagt fram bréf Borgarskipulags frá 23. s.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um endurskipulagningu Borgarskipulags og embættis byggingarfulltrúa. Vísað til umsagnar stjórnkerfisnefndar. Jafnframt samþykkt að vísa tillögum að skipuritum til umsagnar borgarritara.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Legg til að skipulagsbreytingarnar verði kynntar fyrir starfsfólki viðkomandi embætta.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra ásamt formönnum viðkomandi nefnda að kynna þær tillögur að stjórnskipulagi sem fyrir liggja, fyrir starfsmönnum viðkomandi embætta.

Borgarráð samþykkir breytingartillöguna.

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvenær má búast við að endanlegt svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 20. mars s.l. um kostnað vegna atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir? 32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að stofnuð verði sérstök Miðbæjardeild, sem hafi það verkefni með höndum að annast að kvöld- og næturlagi um helgar og á hátíðisdögum eftirlit á miðborgarsvæðinu í samvinnu við lögregluna og fylgjast með ástandi á og við vínveitingastaði. Það verði jafnframt hlutverk Miðbæjar-deildar í samvinnu við Rauða krossinn, Foreldrahúsið og kirkjuna að aðstoða og leiðbeina einstaklingum, sem eru hjálpar þurfi. Greinargerð fylgir tillögunni.

Frestað.

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að því að opna umferð um Hafnarstræti til austurs á nýjan leik. Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skipulags- og byggingarnefndar.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að leita eftir samráði við rekstraraðila vínveitingahúsa um aðgerðir til að tryggja betur öryggi fólks og umgengni á og við veitingahús í miðborginni. Leitast verði við að skilgreina ábyrgð og skyldur og kannað hvort þörf sé á skilvirkari reglum. Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til vinnuhóps borgar og lögreglu um veitingamál.

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela skrifstofu borgarstjórnar að vinna að tillögum um að á tilteknum svæðum borgarinnar, s.s. Austurvelli, verði ölvun og meðferð áfengis bönnuð frá kl. 8 að morgni til miðnættis. Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 14.30

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Hrannar B. Arnarsson
Inga Jóna Þórðardóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson