Borgarráð
Leiðrétt fundargerð 16.07.2001 BORGARRÁÐ
Ár 2001, föstudaginn 13. júlí, var haldinn 4694. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.43. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júlí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
2. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 11. og 12. júlí um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:
Veitingastaðinn Fljótt og gott, Vatnsmýrarvegi 10 Billjardstofuna 66, Lágmúla 5 Veitingastaðinn Laugaás, Laugarásvegi 1 Salatbarinn hjá Eika, Pósthússtræti 13 Argentínu Steikhús, Barónsstíg 11a Café Amsterdam, Hafnarstræti 5 Kaffi Strætó, Þönglabakka 4 Ölver, Álfheimum 74 Hróa Hött, Hringbraut 119
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.
3. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6. Jafnframt lögð fram greinargerð skrifstofustjóra byggingarfulltrúa frá 12. þ.m. um samþykki meðeigenda. Frestað.
- kl. 11.00 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum.
4. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Club Clinton, Aðalstræti 4b. Jafnframt lögð fram að nýju bréf lögreglustjórans í Reykjavík frá 28. s.m. og bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m., ásamt athugasemdum umsækjanda frá 9. þ.m. Þá er lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags í dag, varðandi athugasemdir umsækjanda.
Bókun borgarráðs: Í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík kemur fram að hann mælir gegn því að leyfi Keikó ehf. til áfengisveitinga fyrir næturklúbbinn Club Clinton verði endurnýjað. Þá liggur fyrir að 19. júní s.l. veitti hann umsækjanda áminningu á grundvelli áfengislaga vegna margítrekaðra brota á reglum um heimilaðan veitingatíma áfengis og slit skemmtunar, og er ljóst af málavaxtalýsingu að um sterkan brotavilja umsækjanda er að ræða. Í ljósi þessa telur borgarráð rétt að hafna umsókn Keikó ehf. um endurnýjun áfengisveitingaleyfis fyrir næturklúbbinn Club Clinton, Aðalstræti 4b.
Umsókninni synjað.
5. Lögð að nýju fram tillaga borgarstjóra frá 10. þ.m. um endurskoðun lögreglusam-þykktar Reykjavíkur, ásamt greinargerð.
Tillagan samþykkt svohljóðandi: Borgarráð samþykkir að fela skrifstofu borgarstjórnar að fara yfir lögreglusam-þykkt Reykjavíkur með tilliti til þess hvort hægt sé að setja í hana ákvæði sem geti spornað gegn vændi og þróun kynlífsmarkaðar í borginni.
6. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 5. þ.m. varðandi gerð sparkvallar við Austurbæjarskóla. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. júlí, um úthlutun byggingarréttar fyrir raðhús, parhús og fjölbýlishús á lóðum við Kristnibraut, Andrésbrunn, Þorláksgeisla, Jónsgeisla, Þórðarsveig og Gvendargeisla. Samþykkt m/4 samhlj. atkvæðum að úthluta eftirtöldum aðilum byggingarrétti:
Fjölbýlishús: Kristnibraut 95-97 Staðall ehf. Laugavegi 103 Kristnibraut 99-101 Byggingafélagið Ögur ehf. Engimýri 10
Fjölbýlishús: Andrésbrunnur 1-7 Byggingafélagið Kambur ehf Strandgötu 11 Andrésbrunnur 2-10 Byggingafélagið Kambur ehf Strandgötu 11 Andrésbrunnur 9-17 Byggingafélagið Kambur ehf Strandgötu 11 Andrésbrunnur 12-18 Byggingafélagið Kambur ehf Strandgötu 11
Fjölbýlishús: Gvendargeisli 2-12 Byggingarfélag Garðars og Erlendar ehf Hrísrima 28 Gvendargeisli 20-28 Byggingarfélagið Rún ehf Ármúla 19 Gvendargeisli 44-52 Byggingarfélagið Rún ehf Ármúla 19
Raðhús: Þorláksgeisli 38-42 Verksýn ehf Skeifunni 4 Þorláksgeisli 98-102 Verksýn ehf Skeifunni 4 Þorláksgeisli 44-50 Byggingarráðgjafinn ehf Brekkubyggð 38 Þorláksgeisli 56-60 Heimsbyggð ehf Dalalandi 3 Þorláksgeisli 62-66 Heimsbyggð ehf Dalalandi 3 Þorláksgeisli 82-86 Heimsbyggð ehf Dalalandi 3 Þorláksgeisli 88-92 Heimsbyggð ehf Dalalandi 3
Parhús: Þorláksgeisli 52-54 Guðmundur H. Bragason Súluhöfða 23 Þorláksgeisli 78-80 Guðmundur H. Bragason Súluhöfða 23 Þorláksgeisli 94-96 Guðmundur H. Bragason Súluhöfða 23 Þorláksgeisli 74-76 Byggingavirki ehf Fljótaseli 8 Þorláksgeisli 106-108 Verkform ehf Ljósalandi 20
Raðhús: Jónsgeisli 1-5 A-veggir ehf Starengi 94 Jónsgeisli 73-77 Vættaborgir ehf Urðarbakka 36 Jónsgeisli 83-87 Stefán G. Jósafatsson Smárarimi 44
Parhús: Jónsgeisli 7-9 Kristján Sigurðsson Laufrima 34 Þorláksgeisli 79-81 Rimabær sf Bergstaðastræti 27
Úthlutun byggingarréttar að Þórðarsveig 11-21 og Gvendargeisla 78-86. Frestað.
Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Vakin er athygli á því að söluverð lóðanna er 213% yfir gatnagerðargjaldi, sem þó hefur verið hækkað nýlega. Þessi niðurstaða sýnir betur en nokkuð annað þann lóðaskort sem er til staðar í Reykjavík.
Bókun borgarráðsfulltrúa R-listans: Tilboð í þær lóðir sem nú eru til úthlutunar eru talsvert lægri en þau tilboð sem bárust á síðasta ári, sem endurspeglar væntanlega þá staðreynd að betra jafnvægi er milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði en á síðasta ári. Er það í samræmi við þá tilhneigingu sem almennt gætir á fasteignamarkaði.
8. Lögð fram drög nes Planners að svæðisskipulagi 2024, dags. í júlí 2001, unnið fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.
9. Lögð fram að nýju drög að aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 21. júní 2001.
10. Afgreidd 17 útsvarsmál.
11. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um undirbúning að byggingu fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Laugardalnum, en Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og ÍBR stofnuðu hlutafélag um bygginguna 9. okt. 2000.
Fundi slitið kl. 13.58
Inibjörg Sólrún Gísladóttir
Helgi Hjörvar Helgi Pétursson
Hrannar Björn Arnarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson