Borgarráð
2
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 10. júlí, var haldinn 4693. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Helgi Pétursson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. júní.
2. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 4. júlí.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 9. júlí.
4. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28. júní og 5. júlí.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál.
6. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 9. þ.m., um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:
Ítalíu, Laugavegi 11 Sirkus, Klapparstíg 30 Skipperinn, Tryggvagötu 18 Kaffisetrið, Laugavegi 103 Café-Flóru, Laugardal Café-Nóbel, Austurstræti 6
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.
7. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6. Frestað.
8. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. f.m. um umsókn um leyfi til áfengisveitinga fyrir Club Clinton, Aðalstræti 4b ásamt bréfi lögreglustjórans í Reykjavík frá 28. s.m. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar til rekstraraðila frá 3. þ.m. ásamt athugasemdum rekstraraðila frá 9. þ.m. Frestað.
9.. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 5. þ.m. um undirritun lánasamnings við European Investment Bank. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 9. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar varðandi tilboð í borun vatnskönnunarholu á Hellisheiði. Samþykkt að taka tilboði Jarðborana hf.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 6. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 5. s.m. um gjaldskrá vegna sölu tóbaks og eftirlits skv. tóbaksvarnarlögum. Vísað til umsagnar hollustuháttaráðs.
12. Lagt fram samkomulag við Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands frá 20. mars s.l. Samþykkt.
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 9. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa. Samþykktur styrkur til Söngsveitarinnar Fílharmoníu, kr. 100.000. Samþykktur styrkur til Skáksveitar MR, kr. 100.000. Hrannar Björn Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að Steinunni SF-10. Samþykkt.
15. Lagt fram að nýju bréf fjármála- og starfsmannastjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 4. þ.m. varðandi endurskoðaða fjárhagsáætlun Slökkviliðsins. Jafnframt lögð fram umsögn fjármáladeildar frá 9. þ.m. um erindið. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. að í skipulagi starfseminnar verði allra leiða leitað til að lágmaka útgjaldaauka vegna fæðingarorlofs feðra.
16. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. í dag,, sbr. samþykkt leikskólaráðs 4. þ.m. um hækkun á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
17. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 9. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 14. f.m. varðandi samkomulag um framlengingu samnings um veiðirétt í Úlfarsá frá 28. maí s.l. Borgarráð staðfestir samkomulagið.
18. Lagt fram minnisblað borgarritara frá 9. þ.m. um samræmingu skipurita hjá Reykjavíkurborg ásamt tillögum að samræmdri framsetningu skipurita hjá Reykjavíkurborg frá 4. þ.m.
19. Lagt fram að nýju bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 29. f.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar um stofnun einkahlutafélags um rekstur fasteigna Slökkviliðsins. Jafnframt lagðar fram umsagnir fjármáladeildar og borgarlögmanns, dags. í dag, um erindið. Borgarráð samþykkir stofnun einkahlutafélagsins fyrir sitt leiti með fyrirvara um að drög að samþykktum fyrir félagið verði endurskoðuð sérstaklega með tilliti til 73. gr. sveitarstjórnarlaga sem setur sveitarfélögum skorður varðandi afsal og veðsetningu fasteigna sem nauðsynlegar eru til að rækja lögbundin verkefni. Tilskilið er að endurskoðaðar samþykktir verði lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að veita umbeðna lántökuheimild vegna framvæmda að Skútuhrauni 6.
20. Lögð fram skýrsla samstarfshóps um miðborgarmál, dags. í dag, ásamt fylgibréfi lögreglustjórans í Reykjavík, dags. í dag.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela skrifstofu borgarstjórnar að fara yfir lögreglusamþykkt Reykjavíkur með tilliti til þess hvort hægt sé að setja í hana ákvæði sem geti spornað gegn þróun vændis og annars kynlífsmarkaðar í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.
22. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík frá 28. f.m. varðandi samþykkt borgarráðs 26. júní s.l.
23. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 9. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 5. s.m. um aðgerðir vegna loftmengunar. Erindi borgarverkfræðings samþykkt.
24. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 5. þ.m. varðandi gerð sparkvallar við Austurbæjarskóla. Frestað.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Bjálka-Tækni ehf., Búagrund 9, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 6 við Jörfagrund. Samþykkt.
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í framhaldi af auglýsingu þróunar- og fjölskyldusviðs um þrjú ný störf, borgarhagfræðings, upplýsingafulltrúa og skrifstofustjóra, er óskað eftir því að borgarráði verði gerð grein fyrir málinu m.a. röksemdir fyrir ráðningu og nánari upplýsingar um verksvið.
Jafnframt er óskað eftir að gerð verði grein fyrir árlegum kostnaði vegna þessara starfa.
Hvaða heimildir hafa einstakar deildir og stofnanir til að breyta starfsheitum og ákveða ný sem kalla á aukinn rekstrarkostnað?
Fundi slitið kl. 15.58.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Hrannar Björn Arnarsson Inga Jóna Þórðardóttir
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Helgi Pétursson Júlíus Vífill Ingvarsson