Borgarráð - Fundur nr. 4692

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 3. júlí, var haldinn 4692. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson og Alfreð Þorsteinsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26. júní. 2. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 25. júní. 3. Lagðar fram fundargerðir samgöngunefndar frá 25. og 27. júní. 4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 2. júlí. 6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 29. júní. 7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28. júní. 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.

9. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. og 29. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Veitingastaðinn Shalimar, Austurstræti 4 Veitingastaðinn Prikið, Bankastræti 12

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

10. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastofu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Frestað.

11. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. um fyrirspurn lögreglustjórans í Reykjavík varðandi veitingu útiveitingaleyfis til rekstraraðila Hlaðvarpans. Borgarráð samþykkir umsögnina.

12. Lagður fram kjarasamningur við Vélstjórafélag Íslands, dags. 30. júní 2001. Borgaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

13. Lagður fram kjarasamningur við Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, dags. 29. júní 2001. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

14. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 2. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi kaup á slökkvibifreiðum, skv. útboði (EES). Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, MT – bíla ehf í tvær slökkvibifreiðar.

- Kl. 12.20 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 2. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í innanhússfrágang í Víkurskóla, skv. útboði. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar sf.

- Kl. 12.22 tók Inga Jóna Þórðardóttir sæti á fundinum.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 2. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í viðbyggingu leikskólans Jöklaborgar, skv. útboði. Borgarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Sérverks ehf.

17. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir næturklúbbinn Club Clinton, Aðalstræti 4b. Jafnframt lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík frá 28. s.m. varðandi umsögn hans um málið. Frestað.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 25. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Ofanleiti. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf íbúa við Breiðuvík frá 29. f.m. varðandi leiksvæði við götuna. Vísað til umsagnar garðyrkjustjóra.

- Kl. 12.39 tók Jóna Gróa Sigurðardóttir sæti á fundinum.

20. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar. Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi.

21. Lagt fram minnisblað fjármáladeildar, dags. í dag, um áhrif endurmats Fasteignamats ríkisins á húsum og lóðum á gjaldstofna fasteignagjalda Reykjavíkurborgar.

Bókun borgarrás:

Borgarráð samþykkir að fela fjármáladeild að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda með það að markmiði að almennt endurmat Fasteignamats ríkisins miðað við 15. september n.k. leiði ekki til þess að heildarálögur á Reykvíkinga hækki. Þá beinir borgarráð því til viðskiptaráðherra að afskrift brunabótamats eins og hún er útfærð á grundvelli lagabreytingar frá 1999 verði tekin til endurskoðunar.

22. Lagðar fram athugasemdir íbúa við Suðurgötu 4 og Túngötu 3, dags. 21. f.m. og 1. þ.m. vegna fyrirhugaðrar neðanjarðar bifreiðageymslu í námunda við húsin. Vísað til Borgarskipulags.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. f.m. varðandi uppgjör vegna rafrænnar atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

24. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 25. f.m., sbr. samþykkt ársfundar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 23. maí s.l. um breytingar á samþykkt fyrir sjóðinn, gr. 8.4 og 12.9, síðari umræða. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 29. f.m. um kaup á fasteignum að Lindargötu 44a og Klapparstíg 17. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf forstöðumanns þróunar- og fjölskyldusviðs frá 2. þ.m. varðandi framlag til menningarborgarsjóðs. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 29. f.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar varðandi stofnun einkahlutafélags um rekstur fasteigna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísað til umsagnar fjármáladeildar og borgarlögmanns.

- Kl. 13.24 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Helgi Pétursson vék af fundi.

28. Lagt fram bréf fjármála- og starfsmannastjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 29. f.m. varðandi endurskoðaða fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísað til umsagnar fjármáladeildar.

29. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 20. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um að breyta íbúðum með innlausnarskyldu að Lindargötu í félagslegar leiguíbúðir og selja þær Félagsbústöðum hf. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 2. þ.m. um málið. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m. varðandi bókun samgöngunefndar 27. s.m.

31. Lögð fram að nýju viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Akranesskaupstaðar um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu frá 26. júní s.l. ásamt mati á eignarhlut í sameinuðu orkufyrirtæki. Samþykkt.

32. Lögð fram ársskýrsla Félagsbústaða hf. fyrir árið 2000.

33. Lögð fram drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá 21. júní s.l. ásamt fylgiskjölum

34. Afgreidd 13 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.05.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Alfreð Þorsteinsson Jóna Gróa Sigurðardóttir