Borgarráð - Fundur nr. 4691

Borgarráð

6

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 26. júní, var haldinn 4691. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 21. þ.m. um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara.

2. Kosning formanns borgarráðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kosin formaður borgarráðs með 4 samhljóða atkvæðum. Varaformaður var kosin Steinunn Valdís Óskarsdóttir með sama hætti.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. sbr. samþykkt borgarstjórnar 21. s.m. varðandi umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 20. júní. 5. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25. júní. Samþykkt.

6. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 19. júní.

7. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 20. júní.

8. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 18. júní.

9. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 21. júní.

10. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

11. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 25. júní.

12. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 14. júní.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

14. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitinga- og söguskipið Thor, v/Ingólfsgarð, Reykjavík. Borgarráð samþykkir umsögnina.

15. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um leyfi til áfengisveitinga á Hverfisbarnum, Hverfisgötu 20. Borgarráð samþykkir umsögnina.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð beinir því til byggingarfulltrúa og Borgarskipulags að þess verði gætt að ekki sé vikið frá reglum aðalskipulags um ákveðið hlutfall verslunarrýmis við skilgreindar götuhliðar verslunarsvæða og miðborgarkjarna með því að sýna á framlögðum teikningum verslunarrými til málamynda.

16. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir næturklúbbinn Club Clinton, Aðalstræti 4B. Frestað.

Borgarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi umsögn lögreglustjórans í Reykjavík vegna umsóknarinnar.

17. Lagðir fram kjarasamningar við eftirtalin stéttarfélög:

Þroskaþjálfafélag Íslands, dags. 21. júní, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, dags. 22. júní, Starfsmannafélag ríkisstofnana, dags. 22. júní, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, dags. 25. júní.

Borgarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.

18. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 25. þ.m., sbr. samþykkt ársfundar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 23. f.m. um breytingar á samþykkt fyrir sjóðinn, gr. 8.4 og 12.9. Vísað til síðari umræðu.

19. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d., þar sem lagt er til að Hreiðar Sigtryggsson verði ráðinn skólastjóri Langholtsskóla. Samþykkt.

- Kl. 13.00 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Helgi Pétursson vék af fundi.

20. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um úthlutanir úr húsverndarsjóði, samtals kr. 15.000.000.

- Kl. 13.20 vék Hrannar Björn Arnarsson af fundi og Helgi Pétursson tók þar sæti.

Samþykkt.

Borgarstjóri óskaði bókað að skipulags- og byggingarnefnd móti reglur um skýrari stefnumörkun um úthlutanir úr sjóðnum.

21. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. þ.m. um fyrirspurn Þorláks Traustasonar frá 16. s.m., f.h. Ísafold Sportkaffis ehf. um fyrirhugaðar útiveitingar á veitingastaðnum Astró, Austurstræti 22. Borgarráð samþykkir umsögnina.

22. Lagt fram að nýju bréf borgarritara og framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 18. þ.m. um upplýsingatækni og gagnastefnu Reykjavíkurborgar. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 22. þ.m., þar sem lagt er til að Lilja Ólafsdóttir verði ráðin í starf forstöðumanns upplýsingatækniþjónustu. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 14.00 tók Hrannar B. Arnarsson sæti á fundinum og Helgi Pétursson vék af fundi.

24. Gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur; síðari umræða:

Lagt fram að nýju bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 19. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

25. Lögð fram ársskýrsla Félagsbústaða 2000.

26. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 25. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa. Borgarráð samþykkir styrk til Íslensku Óperunnar, kr. 1.354.271, sem samsvarar álögðum fasteignaskatti. Samþykktur styrkur, kr. 100.000, til Finkontakt Nord á Íslandi. Umsókn Sagafilm vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Öðrum umsóknum hafnað.

27. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 25. þ.m. um frekara mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 25. þ.m. um að gengið verði til samninga við Europian Investment Bank um lántöku. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 25. þ.m. um aukafjárveitingu vegna kaupa á nýjum stofnleyfisgjöldum á Agresso, kr. 25.000.000. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

30. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 25. þ.m. um breytingar á fjárhagsáætlun 2001. Jafnframt lögð fram áætlun um gatna- og holræsaframkvæmdir 2001, dags. í júní 2001. Samþykkt.

Bókun borgarráðs:

Niðurfelling á 20 mkr. framlagi til byggingar hjúkrunarheimilis er vegna frestunar á framkvæmdum.

31. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um að breyta íbúðum með innlausnarskyldu að Lindargötu í félagslegar leiguíbúðir og þær seldar Félagsbústöðum. Vísað til umsagnar fjármáladeildar.

32. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. varðandi starfsreglur um staðfestingu viðbótarlána til íbúðarkaupa. Samþykkt.

33. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um breytingu á gjaldskrá vegna húsnæðismála. Samþykkt.

34. Lagt fram bréf garðyrkjudeildar frá 21. þ.m. um tilnefningu umhverfis- og heilbrigðisnefndar í starfshóp um stefnumörkun um útivistarsvæði. Jafnframt lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. þ.m. sama efnis. Samþykkt.

35. Lögð fram viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar, dags. í dag, um að Orkuveita Reykjavíkur og Akranesveita, Andakílsárvirkjun og 53.7% eignarhlutur Akraneskaupstaðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar verði sameinað frá og með 1. desember 2001. Jafnframt lagt fram mat Deloitte og Touche-ráðgjöf ehf. og Endurskoðunarskrifstofa JÞH á eignarhlut í sameinuðu orkufyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og orkufyrirtækja á Akranesi. Frestað.

36. Lagt fram að nýju bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 5. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um að hefja undirbúning að 120 MW orkuveri á Hellisheiði. Jafnframt lögð fram greinargerð VGK hf. verkfræðistofu um rannsóknarboranir, dags. í desember s.l. Þá er lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. ásamt gögnum vegna málsins. Samþykkt. Þá verði borgarráð upplýst um framvindu málsins á hverjum tíma.

37. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. f.m. um auglýsingu breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi Suðurhlíðar 38. Samþykkt.

38. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 25. þ.m. ásamt samkomulagi við Gigant ehf. varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð. Samþykkt.

39. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Mótási hf. verði úthlutað byggingarrétti á eftirtöldum lóðum:

Prestastígur 1-3, 8 íbúðir Prestastígur 9, 20 íbúðir Prestastígur 11, 20 íbúðir Prestastígur 2-4, 8 íbúðir Prestastígur 6-8, 32 íbúðir Prestastígur 7

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að Stekki á Kjalarnesi. Samþykkt.

41. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. þ.m., þar sem lagt er til að Páli H. Pálssyni verði gefinn kostur á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 9 við Jörfagrund. Samþykkt.

42. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi úthlutun námsmannaíbúða. Samþykkt.

43. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, sbr. samþykkt verkefnisstjórnar um veitingamál 25. þ.m. um veitingatíma áfengis. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna vinnubrögð í tengslum við breytingar á afgreiðslutíma vínveitingahúsa. Boðað er til fundar í verkefnisstjórn um veitingamál s.l. fimmtudag og til annars fundar í gær til að afgreiða tillögur til borgarráðs varðandi málið. Engin greinargerð eða heildstæð úttekt á reynslunni af breyttum afgreiðslutíma liggur fyrir frá verkefnisstjórn um veitingamál og því síður rökstuðningur fyrir þeirri tillögu að leyfisveiting verði til kl. 05.30. Einungis liggur fyrir áfangaskýrsla lögreglunnar þar sem settir eru fram gallar og kostir við áframhaldandi möguleika á leyfum til ákveðins opnunartíma en engin afstaða tekin. Alla heildarsýn yfir aðgerðir í málefnum miðborgarinnar skortir og er opnunartími vínveitingastaða þar engin undantekning. Þrátt fyrir ofangreind vinnubrögð og til að skapa ekki óþarfa óvissu hjá rekstraraðilum greiða borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks atkvæði með því að veitingatími áfengis verði ekki lengri en til 05.30.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Þegar starfshópur um veitingamál lagði til við borgarráð framlengingu á reynsluákvæði um lengdan afgreiðslutíma á síðasta ári lágu fyrir álitsgerðir frá ýmsum hagsmunaaðilum í miðborginni. Á þeim tíma lá fyrir að almenn ánægja var með breytingarnar með örfáum undantekningum. Nú liggur fyrir ítarleg áfangaskýrsla lögreglu auk álits miðborgarstjórnar, nokkurra veitingamanna í miðborginni og minnispunktar frá formanni og framkvæmdastjóra Þróunarfélags miðborgar. Flestir þeir aðilar sem um málið hafa fjallað, hafa verið þeirrar skoðunar að “endapunkt” þyrfti að setja og er það niðurstaða verkefnisstjórnar að sá endapunktur verði 05.30 og rökstyður það m.a. með vísun í umsagnir Í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið um málefni miðborgar að undanförnu telja borgaryfirvöld brýnt að vinna að samráði við hagsmunaaðila á næstunni. Þann 1. október n.k. liggi fyrir stefnumörkun til framtíðar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Bókun meirihlutans staðfestir allt sem kemur fram í bókun sjálfstæðismanna og sýnir að um handahófskennd vinnubrögð er að ræða í þessu mikilvæga máli.

44. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi miðborgarmál, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. þ.m. Vísað til meðferðar borgarstjóra.

45. Lagðir fram minnispunktar borgarstjóra frá fundi í Ráðhúsi um miðborgarmál með fulltrúum lögreglu, rekstrar- og veitingaaðila 21. þ.m.

46. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela samstarfsnefnd um löggæslumál í Reykjavík að gangast fyrir mati á þjónustuþörf fyrir löggæslu í Reykjavík. Leitast verði við að meta einstaka þætti löggæslunnar sem að almenningi snýr svo sem löggæslu í miðborginni, hverfislöggæslu, umferðareftirliti og eftirliti með veitingastöðum.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

47. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega þeim stórhækkunum fargjalda strætisvagna í Reykjavík sem nú eru fyrirhugaðar. Ljóst er að Reykvíkingar eru að súpa seyðið af sívaxandi hallarekstri Strætisvagna Reykjavíkur á undanförnum árum. Þessar stórhækkanir ganga þvert á þá stefnumörkun að gera reglulega notkun almenningssamgangna að hagstæðari kosti fyrir almenning og fjölga farþegum sem vilja nýta sér almenningssamgöngur sem ferðamáta. Þegar síðasta hækkun á gjaldskrá SVR var gerð fyrir tveimur árum fullyrtu borgarfulltrúar R-listans að framvegis myndi farmiðaverð einungis fylgja almennum verðlagshækkunum. Fyrirhugaðar stórhækkanir sýna að þessar fullyrðingar voru innantómar og merkingalausar. Alvarlegust er sú gífurlega hækkun sem verður á fargjöldum fyrir unglinga, aldraða og öryrkja. Fargjöld fyrir aldraða hækka um 33%, fyrir öryrkja um 66% og fyrir unglinga um 100%. Þessi hækkun endurspeglar ótrúlegt skilningsleysi á aðstöðu og kjörum öryrkja, aldraðra og barnafólks. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á borgarstjóra að beita sér fyrir því að fyrirhuguð gjaldskrárhækkun verði endurskoðuð ekki síst með tilliti til hækkana á fargjöld aldraðra, öryrkja og unglinga.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er lýsandi fyrir þann tvískinnung sem einkennir málflutning þeirra. Í öðru orðinu gagnrýna þeir aukin útgjöld borgarsjóðs, en í hinu orðinu mótmæla þeir öllum tillögum sem hafa það að markmiði að halda aftur af útgjaldaaukningu. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarsjóðs á árinu 2001 er framlagið til almenningssamgangna um 730 mkr. Þetta er m.ö.o. niðurgreiðsla strætisvagnafargjaldanna. Nýgerðir kjarasamningar hækka þessi útgjöld um 70 mkr, hráolía hefur hækkað um 100% á sl. tveimur árum og svona mætti lengi telja. Í heildina er gert ráð fyrir að hækkun strætisvagnafargjalda auki tekjur Strætó bs. um 10%. Í ljósi þess að það eru öðrum fremur ungt fólk sem ekki er komið með ökuréttindi, aldraðir og öryrkjar sem nota strætisvagna, þá hlýtur hækkun að hitta þá fyrir, sérstaklega ef þeir kaupa einstök fargjöld. Aldraðir geta hins vegar ferðast fyrir 80 kr. öryrkjar fyrir 50 kr. og ungmenni upp að 18 ára aldri fyrir 100 kr með því að kaupa sér afsláttarkort, en áður kostaði farið 125 kr. fyrir unglinga 15-18 ára. Vilji sjálfstæðismenn auka niðurgreiðslu borgarsjóðs á rekstri Strætó er eðlilegra að þeir sýni ábyrgð og flytji um það tillögu í stað þess að reyna að þyrla upp pólitísku moldviðri.

Fundi slitið kl. 16.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson