Borgarráð - Fundur nr. 4690

Borgarráð

6

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 19. júní, var haldinn 4690. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 18. júní.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11. júní.

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. júní.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 18. júní.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 19. júní.

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. júní.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál.

8. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Grillhúsið, Tryggvagötu 20 Nikkabar, Hraunbergi 4 Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2 Ruby Tuesday, Skipholti 19 Veitingahúsið Laugavegi 72 Veitingastaðinn Rex, Austurstræti 9

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

9. Borgarráð samþykkir að tilnefna Sigrúnu Magnúsdóttur, Helga Pétursson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í starfshóp um sjóminjasafn, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. þ.m.

10. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m. varðandi nýtt götuheiti í Grafarvogi. Samþykkt.

11. Lagður fram dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2001, Alþýðusamband Íslands o.fl. gegn Reykjavíkurborg.

12. Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi tillögu til borgarstjórnar:

Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að afgreiða í sumarfríi borgarstjórnar til 6. september n.k. fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar, hafnarstjórnar og aðrar fundargerðir og mál sem berast til borgarráðs á þeim tíma. Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. 3. mgr. 26. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 60/1985 með síðari breytingum.

13. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. um hækkun fjárframlaga vegna byggingar Borgarleikhúss um kr. 5.000.000. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. um fjárframlag til ritunar sögu Reykjavíkur, kr. 500.000. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 18. þ.m. um gerð samnings við Jarðboranir hf. um rannsóknarboranir á Hellisheiði og Geldingarnesi. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um breytingar á frumvarpi að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundasköp borgarstjórnar. Jafnframt lögð fram breytt greinargerð skrifstofustjóra, dags. 18. þ.m. Vísað til borgarstjórnar.

17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m. varðandi niðurfellingu fasteignaskatts af tveimur fasteignum í eigu Andlegs þjóðarráðs bahá’í á Íslandi. Synjað, þar sem forsendur niðurfellingar eru ekki fyrir hendi.

18. Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Miðgarðs um fjölskylduþjónustu í Grafarvogi og starfsemi Miðgarðs 1997-2001, dags. í júní 2001.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Miðgarður, fjölskylduþjónustan í Grafarvogi, hefur verið rekinn sem tilraunaverkefni frá september 1997 á grundvellil laga um reynslusveitarfélög. Lögin falla úr gildi 31. desember 2001. Lagt er til við borgarráð að samþykkt verði að Miðgarður verði frá 1. júlí n.k. festur í sessi sem hverfismiðstöð sem veiti heildstæða fjölskylduþjónustu og að miðstöðin starfi áfram á sama hátt og undanfarin ár. Jafnframt er lagt til að stjórnkerfisnefnd verði falið að endurskoða hlutverk og skipan hverfisnefndar Grafarvogs í ljósi þeirrar stefnumörkunar sem þar á sér stað. Þá samþykkir borgarráð að fela framkvæmdastjóra Miðgarðs og formanni hverfisnefndar Grafarvogs í samvinnu við þróunarsvið borgarinnar að gangast fyrir greiningu á framtíðarþörfum miðstöðvarinnar með tilliti til frekari samþættingar fjölskylduþjónustu í hverfinu og vinna tillögur þar að lútandi.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf borgarritara og framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 18. þ.m. um upplýsingatækni- og gagnastefnu Reykjavíkurborgar. Frestað.

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 18. þ.m. um kaup á íbúð að Miklubraut 16. Samþykkt.

21. Lögð fram viðhorfsrannsókn Gallup, framtíðarborg og þjónusta, dagsett í febrúar-mars 2001.

22. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um 4.9% hækkun á gjaldskrá rafmagns og hita. Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um hækkun hlutafjár í Þórsbrunni hf. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. ásamt gögnum varðandi virkjun á Hellisheiði. Frestað.

25. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 18. þ.m. um tillögur að reglum um starfshætti Skrifstofu barnaverndarnefndar. Borgarráð samþykkir umsögnina.

26. Lögð fram umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 17. þ.m. varðandi Bröndukvísl 22, kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna niðurrifs skýlis sem reist hefur verið á lóðinni. Borgarráð samþykkir umsögnina.

27. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 18. þ.m. varðandi útboð um kaup og uppsetningu tölva í grunnskólum. Jafnframt lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2001, Nýherji hf. gegn Reykjavíkurborg. Þá er lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 11. þ.m. varðandi tillögu stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um afgreiðslu. Borgarráð samþykkir tillögu stjórnar Innkaupastofnunar með 6 samhljóða atkvæðum. Hrannar Björn Arnarsson sat hjá.

28. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 18. þ.m., sbr. tillögu fræðsluráðs s.d. um að Jakob Bragi Hannesson verði ráðinn skólastjóri ráðgjafarskóla vegna geðfatlaðra. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 15.45 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.

29. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, varðandi kostnað við rekstur Alþjóðahúss ásamt þjónustusamningi, dags. í maí s.l. Borgarráð samþykkir samninginn með 4 samhljóða atkvæðum.

30. Lögð fram umsögn varalögreglustjóra frá 8. þ.m. um rýmri opnunartíma vínveitingahúsa. Vísað til verkefnisstjórnar um afgreiðslutíma veitingahúsa.

31. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu breytingar deililskipulags Grjótaþorps, sbr. einnig samþykkt nefndarinnar frá 16. f.m. Jafnframt lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. í dag, varðandi breytingar á texta auglýsingar deiliskipulags. Samþykkt að auglýsa skipulagið með ofangreindri breytingu.

32. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. f.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna Suðurgötu 2-8. Samþykkt.

33. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi við Vogabakka. Samþykkt.

34. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 18. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa. Samþykktur styrkur, kr. 50.000, til Esperantófélags Reykjavíkur vegna greiðslu fasteignaskatta. Öðrum umsóknum hafnað.

35. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 18. þ.m. um breytingar á reglum um styrki vegna hljóðvistar. Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m. um bráðabirgðalóð við Skútuvog 2. Samþykkt.

37. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Auði Axelsdóttur, Búagrund 9, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðum nr. 2 og 4 við Jörfagrund. Samþykkt.

38. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Bergþóri Jónassyni, Neðribraut 5, Mosfellsbæ, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 3 við Jörfagrund. Samþykkt.

39. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Byggðaverki ehf., Hafnarfirði, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 8 við Helgugrund. Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Hleðsluhúsum ehf., Mosfellsbæ, verði úthlutað byggingarrétti fyrir 8 íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 46 – 52 við Jörfagrund. Samþykkt.

41. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðum við Gvendargeisla, Jónsgeisla og Þorláksgeisla.

Gvendargeisli 14 Björn Sigurðsson Vesturholti 8 Gvendargeisli 16 Kristinn Guðmundsson Langagerði 74 Gvendargeisli 18 Axel Helgason Vættaborgum 93 Gvendargeisli 30 Jens Þór Svansson og Hanna Vilhjálmsdóttir Hjarðarhaga 48 Gvendargeisli 32 Auðunn Kjartansson Sæviðarsundi 53 Gvendargeisli 34 Níels Árni Lund Miðvangi 93 Gvendargeisli 36 Hafsteinn M. Guðmundsson og Arnþrúður M. Kristjánsdóttir Stekkjabergi 2 Gvendargeisli 38 Sveinn Þorsteinsson Brúnastöðum 59 Gvendargeisli 40 Sveinn Arnarson og Ragnhildur Þórarinsdóttir Lokastíg 8 Gvendargeisli 42 Vilborg Yrsa Sigurðardóttir Eiðistorg 9 Gvendargeisli 54 Kristín Halla Jónsdóttir Sefgörðum 28 Gvendargeisli 56 Ásgeir Pétursson og Sigríður Birna Olgeirsdóttir Lönguhlíð 19 Gvendargeisli 58 Gunnar Stígsson og Jónína Þórarinsdóttir Leiðhömrum 38 Gvendargeisli 60 Eysteinn Sigurðsson Holtsgötu 16 Gvendargeisli 62 Snæbjörn Konráðsson Stapaseli 6 Gvendargeisli 64 Ágúst Þórarinsson Jakaseli 1 Gvendargeisli 66 Geir A. Gunnlaugsson Hörgshlíð 28 Gvendargeisli 68 Jóhanna Helgadóttir Hólmasundi 18 Gvendargeisli 70 Anna Kristín Traustadóttir Suðurgötu 7 Gvendargeisli 72 Karl Gunnarsson Suðurhólum 24 Gvendargeisli 74 Jón Gunnarsson Staðarbakka 16 Gvendargeisli 76 Viðar Marinósson Laufrima 35 Jónsgeisli 11 Snæbjörn Konráðsson Stapaseli 6 Jónsgeisli 17 Jón Björn Eysteinsson Breiðuvík 16 Jónsgeisli 19 Ingvar Páll Jónsson Viðarrima 60 Jónsgeisli 21 Valsteinn Haraldsson og Berglind Björg Hreinsdóttir Stóragerði 30 Jónsgeisli 27 Hinrik Jónsson Grænuhlíð 20 Jónsgeisli 29 Guðmundur Bragason Súluhöfða 23 Jónsgeisli 31 Páll Borgar Guðjónsson Rituhöfða 12 Jónsgeisli 33 Magnús Birgisson Stóragerði 28 Jónsgeisli 35 Snæbjörn Jónsson Furubyggð 30 Jónsgeisli 37 Lárus B. Einarsson USA Jónsgeisli 39 Ólafur Stefán Sveinsson Ljósalandi 1 Jónsgeisli 41 Elva Sigtryggsdóttir Baughúsum 32 Jónsgeisli 43 Eiríkur Benónýsson og Margrét Hjaltested Dalalandi 8 Jónsgeisli 45 Magnús Þráinsson Gautlandi 15 Jónsgeisli 47 Þráinn Karlsson Hjallalandi 8 Jónsgeisli 49 Björn Þorri Viktorsson Nesbala 17 Jónsgeisli 51 Pétur Örn Sverrisson og Guðrún I. Benediktsdóttir Grenimel 32 Jónsgeisli 53 Hannes Ólafsson Giljaseli 6 Jónsgeisli 55 Kristinn Pálmason Vesturbergi 17 Jónsgeisli 57 Konráð Ingi Torfason og Þórhildur Elíasdóttir Lækjarsmára 4 Jónsgeisli 59 Heimir Ríkharðsson Skipholti 45 Jónsgeisli 63 Sigurbjörn Valdimarsson Garðsenda 12 Jónsgeisli 65 Magnús Einarsson Skúlagötu 10 Jónsgeisli 67 Ólafur Haraldsson Hegranesi 13 Jónsgeisli 69 Guðlaugur MA Long Starengi 70 Jónsgeisli 71 Björn Hermannsson Daltúni 24 Þorláksgeisli 68 Haraldur Eiríksson Dragavegi 4 Þorláksgeisli 70 Eiríkur Arnarson Baughúsum 30 Þorláksgeisli 72 Björn Guðmundsson og Birna B. Sigurðardóttir Fljótaseli 8 Þorláksgeisli 104 Eiríkur Jónsson Frostafold 23 Þorláksgeisli 110 Sveinbjörn Sveinbjörnsson Hvassaleiti 66 Þorláksgeisli 112 Snorri Þ. Olgeirsson Kjarrhólma 38 Þorláksgeisli 114 Guðmundur Stefánsson Hraungerði Þorláksgeisli 116 Brynjólfur J.Garðarsson Sunnuflöt 2 Þorláksgeisli 118 Ásgeir Torfason og Hrefna S. Sigurnýasdóttir Ásvallagötu 31 Þorláksgeisli 120 Guðmundur Torfason Klukkurima 14 Þorláksgeisli 122 Tryggvi Hallvarðsson Bröndukvísl 11

Samþykkt.

42. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Fram hefur komið í opinberri umræðu að undanförnu að óviðunandi ástand ríki í miðborg Reykjavíkur, einkum að kvöld- og næturlagi um helgar. Ekki síst hafa alvarlegar líkamsmeiðingar aukist. Lagt er til að borgaryfirvöld beiti sér fyrir skipulegu samráði við þá aðila er málið varðar og þess freistað að setja fram tillögur til úrbóta.

Frestað.

Fundi slitið kl. 16.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sigrún Magnúsdóttir
Steinunn V. Óskarsdóttir