Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 12. júní, var haldinn 4689. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð almannavarnanefndar frá 1. júní.
2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 6. júní.
3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní.
4. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 11. júní.
5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. júní.
6. Lögð fram fundargerð skólanefndar Kjalarness frá 29. maí.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 11. júní.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 7. júní.
9. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 31. maí, 1. júní og 7. júní.
10. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.
11. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Þórscafé, Brautarholti 20, ásamt minnisblaði fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 7. þ.m., um rýmri veitingatíma áfengis, 100 m. reglan. Borgarráð samþykkir umsögnina.
12. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 8. og 12. þ.m., um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda veitingastaði:
Búálfinn, Lóuhólum 2 – 6 Vegamót, Vegamótastíg 4 Lækjarkot, Lækjargötu 10
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.
13. Lögð fram umsögn fjármáladeildar, dags. 28. f.m., varðandi styrkveitingu til greiðslu álagðs fasteignaskatts á íbúðahúsnæði í eigu Styrktarfélags vangefinna. Borgarráð samþykkir umsögnina.
14. Lögð fram umsögn fjármáladeildar, dags. 28. f.m., varðandi niðurfellingu fasteignaskatts fasteigna í eigu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Borgarráð samþykkir umsögnina.
15. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. þ.m., þar sem óskað er umsagnar um framlagt frekara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Hallsveg í Reykjavík. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings.
16. Lagður fram ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2000.
17. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi útboð á tölvum fyrir grunnskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram bréf Tómasar Jónssonar, hrl., dags. 11. þ.m. Frestað og óskað umsagnar borgarlögmanns um erindið.
18. Lagt fram bréf Íbúasamtaka Grjótaþorps, dags. 7. þ.m., þar sem óskað er tiltekinna aðgerða varðandi umferð um Grjótaþorpið. Vísað til samgöngunefndar.
19. Lagt fram bréf stjórnar verkefnisins “Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000”, dags. í dag, ásamt lokaskýrslu Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000.
20. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í eftirlit með framkvæmdum við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda, Fjölhönnunar ehf., Lagnatækni ehf. og Raftæknistofunnar ehf.
21. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 5. þ.m., ásamt tillögu að samkomulagi Reykjavíkurborgar annars vegar og 101 Skuggahverfi hf. hins vegar, um samstarf um deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Klapparstíg, Hverfisgötu, Frakkastíg og Skúlagötu. Borgarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
22. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. f.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um breytingar á samþykkt fyrir samgöngunefnd. Jafnframt lögð fram umsögn samgöngunefndar frá 11. þ.m., þar sem tillagan er samþykkt með breytingu á 2. ml. 6. gr. samþykktarinnar. Borgarráð samþykkir tillögu stjórnkerfisnefndar með þeirri breytingu sem samgöngunefnd lagði til.
23. Lögð fram að nýju greinargerð Árbæjarsafns með frumtillögum að sýningu skála frá landnámsöld undir Aðalstræti, dags. í maí 2001.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu.
Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi í samvinnu við borgarminjavörð að undirbúa varðveislu fornminja við Aðalstræti og gera áætlun um kostnað í því efni. Leitað verði samstarfs við menntamálaráðuneyti og þjóðminjavörð um varðveislu minjanna sem þjóðminja.
Greinargerð fylgir tillögunni. Borgarráð samþykkir tillöguna.
24. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 6. þ.m., um úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2002. Samþykkt með 4 atkvæðum.
- Kl. 14.30 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Helgi Pétursson tók þar sæti.
25. Stutt kynning á stöðu vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
26. Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024, vinnuskjal, dags. 6. júní 2001.
- Kl. 14.55 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.
27. Lögð fram drög að samningi milli Háskóla Íslands og Félagsþjónustunnar í Reykjavík um stofnun tímabundins starfs lektors í félagsráðgjöf á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga. Borgarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.
28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 11. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóð nr. 31 – 39 við Maríubaug. Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., um kaup á íbúð á neðri hæð að Miklubraut 20. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 15.15.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Helgi Pétursson