Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 5. júní, var haldinn 4688. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. júní.
2. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 30. maí.
3. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 28. maí.
4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. maí.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 5. júní.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál.
7. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga í veitingastaðnum Þórscafé, Brautarholti 20. Frestað.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna Eggertsgötu 24. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi norðan Álands. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna Sundaborgar nr. 1-15 og 8. Samþykkt.
11. Lagður fram að nýju 10. liður fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. maí varðandi Skildinganes 49; frestað á fundi borgarráðs 23. f.m. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf Sunddeildar KR frá 31. f.m. ásamt undirskriftarlistum, þar sem farið er fram á aukið sundlaugarrými í Vesturbænum. Vísað til framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs.
13. Lagðir fram kjarasamningar við eftirtalin stéttarfélög:
Stéttarfélag verkfræðinga, dags. 29. maí. Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, dags. 31. maí. Stéttarfélag félagsráðgjafa, dags. 31. maí. Stéttarfélag lögfræðinga, dags. 1. júní. Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, dags. 1. júní.
Borgarráð samþykkir kjarasamningana fyrir sitt leyti.
14. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. f.m. varðandi kröfu um niðurrif milliveggjar að Spítalastíg 4B. Borgarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að beðið verði með aðgerðir þar til kærufrestur er liðinn og á meðan kærumeðferð stendur yfir, ef á það reynir.
15. Lagður fram samningur um þjónustu Alþjóðahúss ehf. við Reykjavíkurborg, dags. í maí 2001. Frestað.
16. Lögð fram ályktun frá starfsmannafundi í Vogaskóla 16. f.m. um húsnæðismál skólans.
17. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. f.m., sbr. tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sjóminjasafn; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
Breytingartillagan hljóði svo:
Borgarráð samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp til að meta hugmyndir um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík. Hópurinn fari yfir þær hugmyndir sem fram hafa komið frá ýmsum aðilum á undanförnum árum og meti raunhæfni þeirra, kanni hvað er til af munum og minjum sem tengjast sjósókn og hafnarstarfsemi og hvort áhugi sé fyrir því hjá hagsmunaaðilum og ríkinu að koma að stofnun og rekstri slíks safns í Reykjavík. Þá láti hópurinn vinna drög að áætlun um kostnað við stofnun og rekstur sjóminjasafns. Borgarminjavörður og hafnarstjóri, eða fulltrúar þeirra, vinni með starfshópnum.
Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra.
18. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana s.d. um undirbúning 120 megavatta virkjunar á Hellisheiði. Frestað.
19. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana s.d. um aukningu á hlut Orkuveitunnar í Netorku ehf. Samþykkt.
20. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana, dags. í dag, sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana s.d. varðandi hlutafjáraukningu í Línu.Neti ehf. Vísað til borgarstjórnar.
21. Lögð fram áskorun foreldra barna í leikskólanum Austurborg, ódagsett, um bættan aðbúnað barna og starfsmanna í leikskólum borgarinnar.
Borgarstjóri óskaði bókað:
Sú þensla sem að undanförnu hefur ríkt í efnahagsmálum okkar Íslendinga hefur komið illa við starfsemi og starfsmannahald hjá Leikskólum Reykjavíkur og annarra sambærilegra þjónustustofnana. Starfsfólk í umönnunarstörfum hefur sótt í betur launuð störf á markaði. Á sama tíma fer eftirspurn eftir leikskólaþjónustu sívaxandi. Borgaryfirvöld hafa talið það skyldu sína að mæta vaxandi þörf og eftirspurn með uppbyggingu leikskóla og leikskólatengdri þjónustu. Aldrei fyrr hefur jafn miklu fé verið varið til þess að koma til móts við þarfir barna og fjölskyldna í borginni á þessu sviði og á síðustu árum. Jafnræði hefur verið haft að leiðarljósi og leitast við að tryggja sem flestum börnum leikskólavist eða önnur dagvistarúrræði. Í dag niðurgreiðir borgin dagvistun fyrir 88% barna á aldrinum 1 – 5 ára. Ör uppbygging leikskóla kallar hins vegar á aukinn fjölda starfsfólks. Í byrjun þessa árs náðist samkomulag um nýja kjarasamninga við leikskólakennara og aðra starfsmenn á leikskólum. Þeir kjarasamningar marka tímamót og fela í sér verulegar launahækkanir til þessara aðila og aukin réttindi. Það er von borgaryfirvalda að aukin réttindi og betri kjör verði leikskólakennurum og öðru starfsfólki hvatning til þess að koma í auknum mæli til starfa á leikskólum borgarinnar. Að auki hafa Leikskólar Reykjavíkur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í starfsmannastefnu sína. Unnið hefur verið markvisst að því að gera störf á leikskólum borgarinnar eftirsóknarverðari og koma til móts við starfsfólk m.a. með starfsþróun, möguleikum til símenntunar og sveigjanlegum vinnutíma. Þrátt fyrir ofangreindar aðgerðir hefur þensluástand leitt til starfsmannaeklu á sumum leikskólum, meðal annarra Austurborg. Vegna starfsmannaskorts hefur Reykjavíkurborg ekki farið eins hratt í byggingu nýrra leikskóla síðustu tvö ár og borgaryfirvöld hefðu ella kosið.
22. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. í dag, ásamt drögum að samkomulagi við Skuggahverfi ehf. varðandi samstarf um deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Klapparstíg, Hverfisgötu, Frakkastíg og Skúlagötu. Frestað.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m. ásamt samkomulagi vegna lóða nr. 7 og 9 við Vatnsmýrarveg og breytingu á deiliskipulagi lóðar við Hraunbæ og fyrirheiti um úthlutun lóðar nr. 121 við götuna. Samþykkt.
24. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 31. f.m. um samþykkt menningarmálanefndar 7. mars s.l. um friðun húsa í miðbænum. Borgarráð samþykkir umsögnina.
25. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að Faxa II, RE-241. Samþykkt.
26. Afgreidd 18 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 15.40.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir Helgi Hjörvar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn V. Óskarsdóttir