Borgarráð - Fundur nr. 4687

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 29. maí, var haldinn 4687. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sigrún Magnúsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 23. maí.

2. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 22. maí.

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. maí.

4. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 16. maí.

5. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 21. maí.

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 28. maí.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 21. maí.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 28. maí.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál.

- Kl. 12.30 vék borgarstjóri af fundi.

10. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar áfengismála í máli nr. 9/2001, kæra vegna afgreiðslutíma áfengis á veitingastaðnum Club Vegas, dags. 22. þ.m.

11. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Café Gróf (Skúli fógeti), Aðalstræti 10 Pizzahúsið, Grensásvegi 10 Gauk á Stöng, Tryggvagötu 22

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

12. Lagt fram bréf Hilmars Guðlaugssonar, dags. 25. þ.m. varðandi ósk um lausn frá störfum í skipulags- og byggingarnefnd frá og með 1. júní 2001. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að Gunnar L. Gissurarson taki sæti hans í nefndinni og að varamaður verði Kristján Guðmundsson.

13. Lagt fram bréf Svanhildar Hólm Valsdóttur frá 17. þ.m., þar sem hún óskar lausnar frá störfum varamanns í leikskólaráði. Lagt er til við borgarstjórn að Björg Anna Kristinsdóttir taki sæti í hennar stað.

14. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 25. þ.m. ásamt teikningum viðbyggingar við Hlíðaskóla. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 28. þ.m. um viðbyggingu við Ártúnsskóla ásamt teikningum. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 25. þ.m. varðandi rennibraut og laug við Breiðholtslaug ásamt teikningum. Samþykkt.

- Kl. 13.00 tók borgarstjóri að nýju sæti á fundinum.

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sprotasjóðs hf. til hluthafa, dags. 6. f.m., um sölu sjóðsins til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og frágang mála vegna sölunnar ásamt kaupsamningi, dags. 23. þ.m.

18. Lögð fram greinargerð Árbæjarsafns með frumtillögum að sýningu skála frá landnámsöld undir Aðalstræti, dags. í maí 2001.

19. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 28. þ.m. ásamt þjónustusamningi við Félagsbústaði hf. varðandi kaupleiguíbúðir, umsjón, rekstur, sölu o.fl. og þjónustusamningi við sama aðila varðandi innlausn og sölu félagslegra íbúða. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjármálasviðs, dags. í dag, um lokun Húsnæðisskrifstofu.

- Kl. 14.13 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal.

Samþykkt.

20. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra ásamt bréfi forstöðumanna Félagsþjónustunnar, íþrótta- og tómstundaráðs og Fræðslumiðstöðvar, dags. 22. maí s.l., um stofnun Vesturgarðs, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. þ.m. Frestað.

21. Lagt fram bréf formanns foreldraráðs Vogaskóla frá 23. þ.m. varðandi ályktun almenns fundar foreldra barna í Vogaskóla 16. s.m. um húsæðismál skólans.

22. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. varðandi Hljómskálagarðinn, ásamt yfirliti skipulagsstjóra og umsögn um þær tillögur sem fram hafa komið um garðinn.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að settur verði á laggirnar þriggja manna starfshópur sem vinni að heilstæðri stefnumörkun varðandi framtíðarnýtingu og skipulag útivistarsvæða borgarinnar. Starfshópurinn skilgreini sérstöðu hvers svæðis fyrir sig og tengsl þeirra innbyrðis og móti tillögur sem stuðlað gætu að auknum fjölbreytileika og betri nýtingu útivistarsvæðanna. Starfshópurinn leggi niðurstöður sínar fyrir skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og heilbrigðisnefnd fyrir árslok 2001.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi viðaukatillögu:

Borgarráð samþykkir að fela sérstökum vinnuhópi að skoða og meta þær tillögur sem lagðar hafa verið fram um nýtingu Hljómskálagarðs. Greinargerð verði lögð fram hið fyrsta í borgarráði og ekki síðar en 1. október n.k.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu: Þegar hefur verið skipaður starfshópur til þess að móta stefnu varðandi útivistarsvæði borgarinnar og óþarfi er að skipa sérstaka nefnd um Hljómskálagarðinn. Tillögunni er því vísað frá.

Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra. Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

- Kl. 14.50 vék Jóna Gróa Sigurðardóttir af fundi.

23. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 28. þ.m. um tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun 2001 vegna miðlægra kjarasamninga.

- Kl. 15.10 vék Helgi Hjörvar af fundi. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

24. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. þ.m. varðandi tilboð í byggingu hráhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Þ.G. verktaka ehf.

25. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. þ.m. varðandi tilboð í lagningu Reynisvatnsvegar 1. áfanga, ásamt gerð Þjóðhildarstígs og eftirstöðvar Þúsaldar. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf.

26. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. þ.m. varðandi tilboð í lagningu gangstíga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Urðar og Grjóts ehf.

27. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 27. þ.m. varðandi fjárstyrk til Jazzhátíðar Reykjavíkur. Samþykktur fjárstyrkur, kr. 1.450.000.

28. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m. varðandi deiliskipulag Barónsreits. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir