Borgarráð - Fundur nr. 4686

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 22. maí, var haldinn 4686. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 16. maí.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 21. maí.

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. maí.

4. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 16. maí.

5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 14. maí.

6. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 17. maí.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. maí. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta 10. lið A-hluta fundargerðarinnar, Skildinganes 49.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 21. maí.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 10. maí.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.

11. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Helgi Grímsson verði ráðinn skólastjóri Laugarnesskóla og Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóla. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps. Frestað.

13. Lagður fram dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001, Reykjavíkurborg gegn Þroskaþjálfafélagi Íslands, dags. 20. þ.m.

14. Lagður fram úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2001, Landsími Íslands hf. gegn samkeppnisráði, dags. 14. þ.m.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um breytingar við 5., 38. og 54. gr. frumvarps að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Vísað til borgarstjórnar.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um breytingar á samþykkt fyrir samgöngunefnd sem leiða af breyttu rekstrarformi strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Vísað til umsagnar samgöngunefndar.

17. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir á Esjumelum. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íslenskra Aðalverktaka hf.

18. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. varðandi tilboð í malbikun gatna í Reykjavík. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Hlaðbæjar Colas hf.

19. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. varðandi tilboð í Hólabraekkuskóla 4. áfanga og breytingar 3. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íbyggðar ehf.

20. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. varðandi samning við Jarðboranir hf. um undirbúning borana á Hellisheiði. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 21. þ.m. um sölu eignarhluta í Suðurlandsbraut 30 til Félagsbústaða hf. og uppgjör og fleira í því sambandi. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. þ.m. ásamt tillögu að nýrri samþykkt um búfjárhald. Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

23. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. ásamt breyttum skilmálum um lóðir fyrir leiguhúsnæði í Grafarholti, dags. í dag. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við erum sammála því að auglýstar verði lóðir fyrir byggingu leiguíbúða á almennum markaði. Við teljum hins vegar lóðaskilmála of þrönga og kvöð um forgangsleigurétt Félagsþjónustunnar í Reykjavík, 20% íbúða af heildarfjölda, ekki eiga rétt á sér, enda slíkar kvaðir líklegar til að valda erfiðleikum í rekstri húsnæðisins og samskiptum aðila.

24. Lagt fram bréf jafnréttisráðgjafa frá 21. þ.m. ásamt úttekt á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar 1996-2000.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. þ.m., sbr. tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stofnun og rekstur sjóminjasafns; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d. Frestað.

26. Lagt fram bréf félagsmálastjóra, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs og fræðslustjóra, dags. í dag, um hverfisbundið samstarf stofnana í vesturbænum.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Í samræmi við starfsáætlanir Félagsþjónustunnar, íþrótta- og tómstundaráðs og Fræðslumiðstöðvar er lagt til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu forstöðumanna þessara stofnana um stofnun sérstakrar miðstöðvar, Vesturgarðs, sem veiti íbúum í Vesturbæ samþætta fjölskylduþjónustu. Þá er lagt til að Leikskólar Reykjavíkur taki þátt í verkefninu og komi að miðstöðinni með innritun og leikskólaráðgjöf, eftirliti og sérfræðiþjónustu við leikskóla og umsjón með daggæslu.

Frestað.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m. um gjald fyrir leigð einkastæði á lóð nr. 13 við Tryggvagötu. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m. um kvöð á lóð nr. 2 við Brekkustíg. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. þ.m. varðandi Hljómskálagarðinn ásamt yfirliti skipulagsstjóra og umsögn um þær tillögur sem fram hafa komið um garðinn.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að settur verði á laggirnar þriggja manna starfshópur sem vinni að heilstæðri stefnumörkun varðandi framtíðarnýtingu og skipulag útivistarsvæða borgarinnar. Starfshópurinn skilgreini sérstöðu hvers svæðis fyrir sig og tengsl þeirra innbyrðis og móti tillögur sem stuðlað gætu að auknum fjölbreytileika og betri nýtingu útivistarsvæðanna. Starfshópurinn leggi niðurstöður sínar fyrir skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og heilbrigðisnefnd fyrir árslok 2001.

Frestað.

30. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara yfir styrkumsóknir sem borist hafa, dags. 21. þ.m. Erindi Flugbjörgunarsveitarinnar vísað til fjármáladeildar. Samþykkt að veita fjárstuðning, kr. 500.000, til verkefnisins “Hátíð hafsins”. Aðrar umsóknir hljóta ekki stuðning.

Fundi slitið kl. 14.45.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sigrún Magnúsdóttir