Borgarráð - Fundur nr. 4685

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 15. maí var haldinn 4685. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 7. maí.

2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 9. maí.

3. Lagðar fram fundargerðir fræðsluráðs frá 7. og 14. maí.

4. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11. maí.

5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. maí.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. maí.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 14. maí.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 3. maí.

9 Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 8. maí.

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 30. apríl.

11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 10. maí.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

13. Lagður fram bæklingur embættis borgarverkfræðings um Grafarholt, austursvæði, síðari hluti landnáms í einu fegursta byggingarlandi Reykjavíkur.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 30. f.m. ásamt frumvarpi að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 26. s.m. Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að reynsluákvæði um veitingatíma áfengis verði framlengt til 1. júlí n.k. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 11. þ.m., sbr. bréf Samtaka ferðaþjónustunnar frá 9. s.m. um rýmri afgreiðslutíma áfengis á fimmtudögum. Vísað til umsagnar verkefnisstjórnar um afgreiðslutíma veitingahúsa.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 3. þ.m. um skipun Árna Sigurjónssonar í dómnefnd um bókamenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að skipa Soffíu Auði Birgisdóttur í nefndina.

19. Borgarráð samþykkir að tilnefna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna og Helgu Jónsdóttur, borgarritara, til vara.

20. Vísað er til 38. liðar fundargerðar borgarráðs 8. maí varðandi Alþjóðahús. Þar sem liðurinn var ranglega til meðferðar í borgarráði er ákvörðun sem þar var tekin hér með felld úr gildi.

21. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 3. s.m. varðandi tilboð í lagningu gangstíga, útboð 1. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jarðkrafts ehf.

22. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi tilboð í 30 km hverfi og úrbætur á göngu- og hjólaleiðum. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gísla Magnússonar.

23. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi tilboð í malbiksyfirlagnir. Samþykkt að taka eftirfarandi tilboðum lægstbjóðenda: Tilboð 1, Hlaðbær Colas hf., tilboð 2, Malbikunarstöðin Höfði hf. og tilboð 3, Loftorka Reykjavík ehf.

24. Lagt fram bréf félagsmálaráðherra frá 3. þ.m. varðandi viðræður við Reykjavíkurborg um stofnframlög vegna byggingar leiguíbúða. Borgarstjóra falið að tilnefna í viðræðunefnd. Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi við meðferð málsins.

25. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 14. þ.m. um heimild til að gera rammasamning um erlenda lántöku við Council of Europe Development Bank. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 14. þ.m. um að ganga til samninga við Norræna fjárfestingabankann um skuldbreytingu á láni. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m. um undanþágu frá bílastæðareglum að Engjateigi 7. Samþykkt.

28. Lögð fram samantekt Borgarskipulags vegna Aðalskipulags 2001 – 2024, dags. í maí 2001.

Fundi slitið kl. 13.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.