Borgarráð - Fundur nr. 4682

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 24. apríl var haldinn 4682. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 4. apríl.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 23. apríl.

3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 9. apríl.

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 5. apríl.

5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 18. apríl.

6. Lögð fram fundargerðir samgöngunefndar frá 23. apríl.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. apríl.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 23. apríl.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 5. apríl.

10. Lagðar fram fundargerðir stjórnar veitustofnana frá 10. og 17. apríl.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál.

12. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Nikkabar, Hraunbergi 4 Fóstbræðraheimilið, Langholtsvegi 109-111

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

13. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Bíldshöfða 9. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um stækkun Grand Hótels, Sigtúni 38.

15. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Samþykkt.

16. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 16. f.m. um endurbyggingu Hafnarstrætis 16, breytta tíma- og kostnaðaráætlun. Samþykkt, miðað við þá byggingaraðferð sem ódýrari er.

17. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar frá 11. þ.m. varðandi mislæg gatnamót Hringvegar, Víkurvegar og Reynisvatnsvegar.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. umsögn samgöngunefndar 23. þ.m. varðandi áhættumat á svæði almannavarna. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 20. þ.m., sbr. umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar 5. s.m.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu frá 17. þ.m. ásamt ársreikningi 2000.

20. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 10. þ.m. ásamt ársskýrslu 2000.

21. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 9. s.m. varðandi tilboð í Selásskóla, 5. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ris ehf.

22. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi tilboð í gangstéttir og ræktun, útboð I. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, S.T.P. verktaka ehf.

23. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi tilboð í gangstéttir og ræktun, útboð II. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, S.T.P. verktaka ehf.

24. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi kaup á vararafstöðvum fyrir Smáralind. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Genetech AB.

25. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. varðandi tilboð í endurnýjun á umhverfi Hallgrímskirkju. Samþykkt að taka tilboði Bergbrots ehf., sem átti þriðja lægsta tilboð.

26. Lagt fram bréf ritara stjórnar veitustofnana frá 18. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana 17. s.m. um þátttöku í fyrirtækinu Raflínu ehf. þannig að Orkuveita Reykjavíkur eigi allt að 50% í fyrirtækinu. Frestað.

27. Lagt fram bréf borgarbókavarðar frá 22. þ.m. um landskerfi bókasafna og kostnað Borgarbókasafns og Fræðslumiðstöðvar í ár og á næsta ári. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra frá 23. þ.m. varðandi málið. Samþykkt aukafjárveiting, kr. 19.913.000.

28. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 23. þ.m. varðandi nafnbreytingu á erlendum lánveitanda. Samþykkt.

29. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 18. þ.m. varðandi frumvarp til laga um breytingu kjördæma. Borgarráð samþykkir umsögnina.

30. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. varðandi auglýsingu lóða í Grafarholti fyrir fjölbýlishús með leiguíbúðum fyrir almennan markað. Samþykkt.

31. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 3. þ.m. um undirbúning að stofnun og rekstur alþjóðahúss. Vísað er til 32. liðar fundargerðarinnar.

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að Reykjavíkurborg gerist stofnaðili að einkahlutafélaginu Alþjóðahúsið ehf. og að eignarhlutdeild borgarinnar verði 63%.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lagður fram stofnsamningur, dags. 30. mars s.l. ásamt samþykktum fyrir félagið. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

33. Lögð fram umsögn embættis borgarverkfræðings frá 17. þ.m. um matsáætlun vegna færslu Hringbrautar. Borgarráð samþykkir umsögnina.

34. Lagt fram bréf borgarritara frá 24. þ.m. varðandi Strætó bs., aðild starfsmanna að stéttarfélagi o.fl.

35. Borgarráð samþykkir að tilnefna Skúla Bjarnason í stjórn Strætó bs. og til vara Helgu Jónsdóttur, borgarritara.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað að hann óski eftir að sem fyrst liggi fyrir tillögur um nauðsynlegar breytingar á samþykkt fyrir samgöngunefnd með tilkomu aðildar að byggðasamlaginu.

36. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m. um kaup á íbúð að Miklubraut 18. Samþykkt.

37. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m. um kaup á íbúð að Árskógum 8. Samþykkt.

38. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 23. þ.m. varðandi frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og frumvarp til laga um opinber innkaup. Frestað.

Inga Jóna Þórðardóttir vék af fundi við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 15.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir