Borgarráð - Fundur nr. 4679

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 27. mars, var haldinn 4679. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 21. mars.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26. mars.

3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26. mars.

4. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 20. mars.

5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 21. mars.

6. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 21. mars.

7. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 26. mars.

8. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 15. mars.

9. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 21. mars.

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 26. mars.

11. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 15. mars.

12. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 13. mars.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna Álfheima 74, stækkunar. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi deiliskipulag vegna Teigagerðis 3. Borgarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um auglýsingu á breytingu deiliskipulags á lóðum Eimskips við Vatnagarða. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits, Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um auglýsingu á breytingu aðalskipulags vegna landnotkunar Barðastaða 1-5. Frestað.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um breytingu á aðalskipulagi vegna Víkurvegar-Reynisvatnsvegar. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um breytingu á deiliskipulagi varðandi Grafarlæk, Stekkjamóa og Djúpadal. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. varðandi deiliskipulag fyrir Naustareit og frestun máls vegna Vesturgötu 14A. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. f.m. um einstefnu á Aðalstræti til norðurs og að umferð um Austurstræti verði óbreytt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu:

Akstur til suðurs eftir Aðalstræti verði leyfður frá Bröttugötu og Vallarstræti. Gangstétt meðfram Aðalstræti 4, 6 og 8 verði 3 metrar í stað 4.5 metra og svigrúm sem með því fæst verði nýtt fyrir fleiri almenn bílastæði meðfram Ingólfstorgi.

Fyrri hluti breytingartillögunnar felldur með 4 atkvæðum gegn 3. Síðari hluti breytingartillögunnar felldur með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga samgöngunefndar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar s.d. um breytt fyrirkomulag bílastæða í Pósthússtræti og Aðalstræti. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

24. Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa á undirbúningsfund um stofnun samstarfsvettvangs höfuðborgarsvæðisins:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sigrún Magnúsdóttir Hrannar Björn Arnarsson Helgi Pétursson Inga Jóna Þórðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Júlíus Vífill Ingvarsson

25. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 12. s.m. um um reiknilíkan um skiptingu fjármagns milli grunnskóla. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 26. f.m. um endur- og símenntun kennara og stjórnenda og aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga að málinu. Samþykkt.

27. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 21. þ.m. um hvort forval arkitektastofa í tengslum við skipulag Halla- og Hamrahlíðarlanda standist stjórnsýslulög. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags frá 26. þ.m. um erindi Ævars Harðarsonar arkitekts frá 13. s.m. Þá er lagt fram bréf Arkitektafélags Íslands varðandi málið.

28. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. um úthlutun styrkja.

29. Lagt fram bréf Íslandsdeildar Norræna vegtæknisambandsins, dagsett í mars, ásamt skýrslu um grænt asfalt, rit um vegi og umhverfi.

30. Lögð fram ársskýrsla Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2000.

31. Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. varðandi breytingu á 6. gr. leikreglna í greinargerð með fjárhagsáætlun. Jafnframt lagðar fram ódagsettar tillögur um breytingu á lokalið 1. mgr. 6. gr. leikreglnanna. Samþykkt.

32. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um erlenda lántöku til fjármögnunar á hluta af fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt fjárhagsáætlun. Samþykkt.

33. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 21. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um breytingar á greiðslum til einkarekinna leikskóla og aukafjárveitingu í því sambandi, kr. 14.900.000. Samþykkt.

34. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 26. þ.m. um tilboð í endurnýjun Sóleyjargötu. Samþykkt að taka tilboði næst lægstbjóðanda, Arnarverks ehf. og Garðyrkjuþjónustunnar ehf.

35. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 26. þ.m. um tilboð í malbiksviðgerðir. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf.

36. Lagt fram endurrit af dómi Félagsdóms nr. F-11/2000, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir gegn Reykjavíkurborg og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

37. Lagt fram bréf Friðriks Steins Kristjánssonar frá 26. þ.m. varðandi tillögu um afturköllun úthlutaðrar lóðar nr. 8 við Fossaleyni. Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

38. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 21. þ.m. um félagslega þjónustu við íbúa Bryggjuhverfis og Kjalarness. Borgarráð samþykkir tillögu um Bryggjuhverfi. Tillögu um þjónustu við Kjalarnes vísað til umsagnar framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs.

39. Lagt fram bréf Waldorfskólans Sólstafa frá 14. þ.m. um fjárveitingu til byggingar skólahúss. Vísað til umsagnar fræðsluráðs.

40. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns, ódagsett, um stækkun íþróttahúss við Sóltún. Vísað til Fræðslumiðstöðvar og byggingadeildar.

41. Lögð fram umsögn borgarlögmanns um niðurfellingu fasteignagjalda af eignarhluta Bandalags íslenskra listamanna að Laugavegi 24. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því ekki fallist á erindið.

42. Lagt fram að nýju yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 20. þ.m. ásamt tillögu borgarstjóra um styrkveitingar. Borgarráð samþykkir tillöguna með svofelldum breytingum:

Lagnakerfamiðstöð Íslands, kr. 650.000. (Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi við afgreiðslu málsins). Skóli John Casablancas: Synjað um styrk, en fræðslustjóra og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs falið að taka upp viðræður um mögulegt samstarf.

43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta vinna nú þegar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem gert verði ráð fyrir að göngubrú verði sett yfir Miklubraut til móts við Framheimilið.

Frestað.

Fundi slitið kl. 15.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir