Borgarráð - Fundur nr. 4678

Borgarráð

5

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 20. mars, var haldinn 4678. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sigrún Magnúsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 12. mars.

2. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 12. mars.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 19. mars.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 13. mars.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 8. mars.

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 8. mars.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. 8. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. um leyfi til vínveitinga fyrir eftirtalda staði:

Hótel Loftleiðir við Hlíðarfót Nelly´s Café, Þingholtsstræti 2-4

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

9. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2348/2000, Reykjavíkurborg gegn Kristjáni Jósteinssyni.

10. Lagt fram bréf borgarbókara frá 15. þ.m., þar sem hann segir starfi sínu lausu frá og með 1. júlí n.k.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits frá 9. þ.m. ásamt drögum að samþykkt um rotþrær í Reykjavík. Vísað til borgarstjórnar.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits frá 9. þ.m. ásamt skýrslu um ástand sumarhúsa og lóða í Hólmslandi og Lækjarbotnum, dags. í janúar 2001. 13. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 12. s.m. um styrkveitingu til Húsaskóla í tilefni af 10 ára afmæli skólans.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 19. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í gangstéttarviðgerðir. Samþykkt að taka tilboði Fjölverks verktaka ehf., sem átti næst lægsta tilboð.

15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í steypta kantsteina. Samþykkt að taka tilboði Véltækni ehf., sem átti næst lægsta tilboð.

16. Lögð fram ársskýrsla 2000 og starfsáætlun 2001 samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir, sbr. bréf nefndarinnar frá 19. þ.m.

17. Lögð fram ársskýrsla Ísland án eiturlyfja, skýrsla verkefnisstjórnar 2000 og starfsáætlun 2001, sbr. bréf verkefnisstjórnar frá 19. þ.m.

18. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. um breytingu á 6. gr. leikreglna og greinargerðar með fjárhagsáætlun. Frestað.

19. Lagt fram samkomulag menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 5. þ.m. um stofnun Menningarborgarsjóðs ásamt starfssamningi um sjóðinn. Samþykkt.

20. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um varanlega samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Samþykkt.

21. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um samstarfsvettvang sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríki og atvinnulíf. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m., sbr. tillögu um flutning íþróttahúss ÍR; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 15. s.m. Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 16. þ.m. varðandi stækkun lóðar Barðans við Skútuvog. Frestað.

24. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 16. þ.m. varðandi endurbyggingu Hafnarstrætis 16, breytta tíma- og kostnaðaráætlun. Frestað.

25. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 13. s.m. um hlutafjáraukningu í Feygingu ehf. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 13. s.m. um kaup á hlutafé í Planka hf. Frestað.

27. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 19. þ.m. varðandi aðkomu embættis borgarverkfræðings að hagkvæmniathugun á járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti byggingarréttar á lóðum nr. 17-27 við Grænlandsleið. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. ásamt samkomulagi um slit á leigusamningi við Geymslusvæðið ehf. Samþykkt.

30. Lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi skoðanakönnun meðal annarra landsmanna samhliða atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. mars s.l.:

Á fundi borgarráðs hinn 12. desember 2000 var Þróunarsviði Reykjavíkurborgar undir stjórn stýrihóps falið að annast útfærslu, undirbúning og skipulagningu atkvæðagreiðslu vegna framtíðar Vatnsmýrar og Reykjavíkurflugvallar. Á fundi sínum hinn 13. febrúar s.l. samþykkti borgarráð tillögu stýrihópsins um að kjósa skyldi um hvort flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða hvort flugvöllur eigi að fara úr Vatnsmýri eftir þann tíma. Sú samþykkt fól í sér grundvallarbreytingu frá tillögum sérfræðihóps til undirbúnings almennrar atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Sérfræðihópurinn lagði til að kosið yrði milli fjögurra kosta um staðsetningu innanlandsflugs, þ.á.m. staðsetninga sem lágu utan skipulagssvæðis borgaryfirvalda og kosta sem hefðu haft umhverfisáhrif fyrir íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við athugun og undirbúning stýrihópsins varð niðurstaðan sú að ekki skyldi í almennri kosningu í Reykjavík kosið um annað en það sem er á valdi borgaryfirvalda. Með staðfestingu borgarráðs á tillögu stýrihópsins var brostin forsenda fyrir skoðanakönnun meðal landsbyggðarfólks og íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsendan að baki tillögu um þá skoðanakönnun var sú að aðrir landsmenn ættu að geta komið að sjónarmiðum þegar verið væri að finna innanlandsflugvelli stað, innan eða utan höfuðborgarinnar, og einstakar útfærslur sem um yrði kosið hefðu umhverfisáhrif fyrir nágrannasveitarfélögin. Það lá því í samþykkt borgarráðs á tillögu stýrihópsins um kosninguna að forsendur fyrir skoðanakönnun meðal íbúa annarra sveitarfélaga hefðu breyst. Ástæða hefði þó verið til að skýra það sérstaklega í tillögunni. Eftir sem áður var töluvert ræddur sá möguleiki að efna til könnunar á afstöðu annarra landsmanna til upplýsingar fyrir borgarbúa áður en þeir gengju að kjörborðinu. Frá því var fallið af tveimur ástæðum. Kostnaður hefði verið umtalsverður við stórt úrtak og aðrir aðilar höfðu þegar gert kannanir sem vörpuðu ljósi á vilja landsmanna.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Svar borgarstjóra er í raun útúrsnúningur. Fram hefur komið í fjölmiðlum hjá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og þróunarsviðs að hætt hefði verið við skoðanakönnun meðal landsmanna, annarra en Reykvíkinga, þar sem kostnaður hefði verið mikill og auk þess hefðu skoðanir landsbyggðarmanna komið fram í skoðanakönnun PricewaterhouseCoopers í lok febrúar. Það er því augljóst að lögmæt samþykkt borgarráðs hefur verið hundsuð.

31. Lagt fram bréf yfirkjörstjórnar frá 16. þ.m. um niðurstöðu atkvæðagreiðslu í Reykjavík um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. þ.m.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Atkvæðagreiðslan um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar sem fram fór sl. laugardag markar ákveðin tímamót í sögu borgarinnar. Hún var hvort tveggja í senn, prófsteinn á beint lýðræði í borginni og á þá nýju tækni að greiða atkvæði með rafrænum hætti í almennum kosningum. Bæði hin nýja tækni og hið beina lýðræði stóðst prófið. Þó að væntingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni hafi ekki gengið eftir er niðurstaðan engu að síður sú að aldrei áður hafa jafn margir borgarbúar látið í ljós vilja sinn á tilteknu borgarmáli með jafn afgerandi hætti. Ríflega 30 þúsund borgarbúar gerðu upp hug sinn eftir að hafa fylgst með og kynnt sér rök og málflutning fjölmargra aðila sem létu þetta mál til sín taka. Óhætt er að fullyrða að aldrei áður hafi átt sér stað jafn umfangsmikil umræða um þróun og skipulag borgarinnar. Er full ástæða til að þakka öllum þeim sem tóku þátt í því að miðla af þekkingu sinni og reynslu og létu ekki sitt eftir liggja. Á fundi sínum hinn 13. febrúar sl. samþykkti borgarráð að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði bindandi að því fullnægðu að 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í atkvæðagreiðslunni eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum í kosningunni atkvæði sitt. Í atkvæðagreiðslunni 17. mars kusu 37,2% atkvæðisbærra Reykvíkinga eða 30.195 manns. Atkvæði féllu þannig að 48,1%, eða 14.529 vilja flugvöll áfram í Vatnsmýri eftir 2016 en 49,3%, eða 14.913 kjósa að Vatnsmýrin verði nýtt með öðrum hætti eftir 2016. Auð og ógild atkvæði voru 2,3%. Miðað við samþykkt borgarráðs hinn 13. febrúar sl. er borgarstjórn ekki bundin af kosningaúrslitunum. Í niðurstöðunni felst þó mikilvæg leiðsögn til borgarfulltrúa um afstöðu meiri hluta þeirra borgarbúa sem nýttu sér lýðræðislegan rétt sinn. Eðlilegt er að sú afstaða endurspeglist í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem nú er í undirbúningi og endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar eftir árið 2016. Samhliða þeirri vinnu hljóta að fara fram viðræður við samgönguyfirvöld um frágang flugvallarsvæðisins og framtíðarstaðsetningu innanlandsflugsins á höfuðborgarsvæðinu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Úrslit atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug er mikill ósigur fyrir borgarstjóra sem lagði allt undir í málinu. Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslunni sýnir að borgarbúar sáu í gegnum það sjónarspil sem R-listinn hefur viðhaft í málinu. Auk þess skilar atkvæðagreiðslan ekki marktækri niðustöðu. Borgarráð samþykkti reglur fyrirfram um með hvaða hætti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar gætu orðið bindandi. Í samþykkt borgarráðs frá 13. febrúar segir að kosning “.. verði bindandi, ef a.m.k. ¾ hlutar atkvæðisbærra manna taki þátt í henni. Jafnframt samþykkir borgarráð að niðurstaðan verði bindandi, ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiða atkvæði á sama veg ..”. Niðurstaðan er því víðsfjarri samþykktinni og telst engan veginn bindandi. Leikreglum verður ekki breytt eftir á. Það er siðferðilega rangt að vinna þvert gegn því sem leikreglurnar kváðu á um. Viðbrögð borgarstjóra í fjölmiðlum eftir að úrslit lágu fyrir eru til marks um þau miklu vonbrigði sem úrslitin ollu Samfylkingarmönnum innan R-listans og jafnframt tilraun til að fela þann ágreining sem nú er uppi hjá meirihlutanum.

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað borgarinnar af atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug, sem fram fór 17. mars. Upplýsingar verði jafnframt sundurliðaðar þannig að fram komi eftirfarandi kostnaður:

a. Vegna undirbúningsvinnu – sérfræðikostnaður, skýrslugerð, nefndarlaun o.fl. b. Vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar – utankjörstaðakosning, rafræn kosning, kjördeildir, auglýsingar á vegum kjörstjórnar. c. Kynningarefni og auglýsingar – auglýsingagerð og birting auglýsinga. d. Annar hugsanlegur kostnaður sem ekki fellur undir ofangreint.

Auk þess er óskað eftir upplýsingum um kostnað við gerð og dreifingu rits um Framtíðarborgina.

33. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, ásamt upplýsingum um skiptingu kjósenda milli kynja o.fl. við atkvæðagreiðslu 17. þ.m.

34. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. í dag, varðandi tímabundna ráðningu fjármálastjóra Leikskóla Reykjavíkurborgar og ráðningu sérstaks endurskoðanda í því sambandi. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að gera tillögu til borgarráðs í samræmi við efni bréfsins. Jafnframt færist kostnaður vegna ráðningarinnar á fjárveitingu til Borgarendurskoðunar.

35. Lagður fram listi skrifstofu borgarritara yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag, ásamt tillögum borgarstjóra um afgreiðslu. Frestað.

36. Afgreidd 18 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.10.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Helgi Hjörvar
Jóna Gróa Sigurðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson