Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, fimmtudaginn 15. mars, var haldinn 4676. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 19.20. Viðstaddir voru Jóna Gróa Sigurðardóttir, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagt er til að nafn eins kjósanda verði tekið á kjörskrá vegna atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. mars 2001. Samþykkt.
2. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem fram koma nöfn 26 manna sem látist hafa frá framlagningu kjörskrár og verða felld af kjörskrá.
Fundi slitið kl. 19.30.
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir
Helgi Pétursson