Borgarráð
4
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 6. mars, var haldinn 4674. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ólafur F. Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26. febrúar.
2. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 27. febrúar.
3. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 28. febrúar.
4. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 26. febrúar.
5. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 1. mars.
6. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 1. mars.
7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. febrúar.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 5. mars.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.
10. Lögð fram starfsáætlun fræðslumála 2001.
11. Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra frá 26. f.m. ásamt stefnumörkun áhættustjórnunar hvað varðar fjármagnskostnað, dags. s.d. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. f.m. um afmörkun lóðar Orkuveitu Reykjavíkur í Grafarholti. Samþykkt. Vísað til frekari meðferðar skrifstofustjóra borgarverkfræðings.
13. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um skipulag, staðarmörk, sameiginlegar stofnframkvæmdir o.fl., dags. 28. febrúar 2001. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
14. Lagður fram kjarasamningur við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, dags. 2. mars 2001. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
- Kl. 13.10 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Helgi Hjörvar tók þar sæti.
15. Lagt fram samkomulag við aðildarfélög BSRB og BHM og Félag íslenskra leikskólakennara um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. 27. febrúar 2001. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
16. Lagt fram samkomulag við BHM um skyldu vinnuveitenda til að ganga frá skriflegum ráðningarsamningum við starfsmenn eða staðfestingu ráðningar við starfsmenn, dags. 27. febrúar 2001. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
17. Lögð fram tillaga kjaraþróunardeildar um ráðningarskilmála starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. í dag. Samþykkt.
18. Lögð fram skýrsla starfshóps um nýtingu metans á ökutæki í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m.
19. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 2. þ.m. varðandi starfssamninga við átta aðila til þriggja ára. Samþykkt. Jafnframt vísað til frekari meðferðar fjármálastjóra og borgarlögmanns.
20. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 28. f.m. um úthlutun styrkja.
21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 27. f.m. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Vesturlandsveg-Víkurveg.
22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 27. f.m. um umsagnarhlutverk nefndarinnar.
23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 27. f.m. varðandi verklagsreglur skrifstofu barnaverndarmála.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. s.m. um breytingu við deiliskipulag Langarima vegna umferðar. Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. s.m. varðandi endurskoðun á lokun Bólstaðarhlíðar n.k. haust. Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Við skoðun á því hvaða áhrif lokun Bólstaðarhlíðar hefur haft nægir ekki að líta á umferðartölur einar sér. Áhrif lokunar verður ekki metin svo vel sé, án þess að kanna afstöðu þeirra sem við Bólstaðarhlíð búa.
26. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 28. f.m. varðandi tilnefningu fjögurra fulltrúa og varamanna vegna samráðsfundar 6. apríl n.k.
27. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um samstarfsvettvang sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríki og atvinnulíf. Frestað.
28. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um varanlega samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Frestað.
29. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. ásamt skýrslu Borgarendurskoðunar um framkvæmdir við tengibyggingu Borgarleikhúss og Kringlu og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, dags. í febrúar 2001. Jafnframt lagt fram erindisbréf fyrir vinnuhóp um eftirlit og endurskoðun hjá Reykjavíkurborg, dags. 2. þ.m.
30. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra, dags. í dag, varðandi hugmyndir um sameiningu almannavarnanefnda á höfuðborgarsvæðinu í eina nefnd.
31. Lagt fram bréf Norðurljósa hf., dags. 31. janúar s.l., varðandi vinnu og þróun skipulags í miðborginni með það að markmiði að reisa þar kvikmynda- og tómstundahús. Vísað til Borgarskipulags, samstarfsnefndar um tónlistar- og ráðstefnuhús og dómnefndar um skipulag lóðar.
32. Lögð fram lóðarumsókn frá Mótási hf., dags. 27. f.m., vegna byggingar leiguíbúða í Grafarholti. Vísað til umsagnar félagsmálaráðs og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Brýnt er að stytta bið eftir leiguhúsnæði í Reykjavík, þar sem ríkir óviðunandi ástand. Við fögnum því að einkaaðilar hyggist byggja íbúðir til útleigu og stuðla þannig að styttingu á bið eftir slíku húsnæði.
33. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt yfirkjörstjórnar s.d. um frávik frá ákvæðum laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna vegna kosningar um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. mars n.k.
34. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um fjölgun kjördeilda og nýs kjörstaðar, Hagaskóla, við atkvæðagreiðslu 17. mars n.k. Samþykkt.
35. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m. varðandi umboð til borgarstjóra til að skipa í hverfis- og undirkjörstjórnir. Samþykkt.
36. Lagt fram bréf samtakanna Verndum Vatnsmýrina frá 28. f.m. varðandi þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur við atkvæðagreiðslu 17. mars n.k.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Sambýli Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar um áratuga skeið er vel heppnað með tilliti til nýtingar og náttúruverndar. Mikilvægi flugvallarins fyrir öryggishagsmuni þjóðarinnar er ótvírætt og ákvörðun um framtíðarstaðsetningu hans skiptir Reykvíkinga og aðra landsmenn miklu máli. Í bréfi Halldórs Jónssonar, f.h. samtakanna Verndum Vatnsmýrina, er með ósmekklegum hætti reynt að gera lítið úr þýðingu þessa máls með tillögu um að flugvöllurinn víki fyrir endurheimt mýrlendis. Bréf þessa fyrrverandi bæjarfulltrúa á Ísafirði verður að teljast lélegt grín og ber vott um hrepparíg á lægsta plani. Vegna ummæla í bréfinu um “baráttu einstakra borgarfulltrúa í náttúruverndarmálum” skal áréttað að á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 7. október 1999 flutti ég tillögu um að Reykjavíkurborg sem 45% eignaraðili að Landsvirkjun krefðist lögformlegs mats á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur vísaði tillögunni frá og sami meirihluti virðist líta á flugvallarmálið sem skipulagsmál í Reykjavík. Ég tel að skipulag og nýting náttúruperlna á hálendi Íslands sem og ákvörðun um framtíðarstaðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu sé málefni allrar þjóðarinnar og er það í fullu samræmi við málflutning minn í umhverfis- og skipulagsmálum, þar sem heildar- og langtímasjónarmið ráða ferðinni.
Fundi slitið kl. 15.15.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Hjörvar
Ólafur F. Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir