Borgarráð - Fundur nr. 4673

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 27. febrúar, var haldinn 4673. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 21. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 22. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 21. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 26. febrúar.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 21. febrúar.

8. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins frá 9. desember.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 26. febrúar.

10. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 20. febrúar.

11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 22. febrúar.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

13. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. um leyfi til vínveitinga fyrir Spotlight, Hverfisgötu 8-10 og Vegamót, Vegamótastíg 4. Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 22. þ.m. um sölu eignarhluta að Hafnarstræti 20. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Borgartúni 17-21. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Ofanleiti 1 og 2. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi breytingu á skipulagi í Rimahverfi. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi málið. Borgarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar með þeirri breytingu að fallið verði frá forgangi umferðar til norðausturs.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi deiliskipulag Skuggahverfis, Eimskipafélagsreit. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um auglýsingu tillögu varðandi viðbyggingu við Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Borgarráð samþykkir erindið, jafnframt því sem skrifstofustjóra borgarverkfræðings er falið að gefa umsögn um málið með tilliti til fyrri ákvarðana borgarráðs sem varða byggingarrétt við húsið.

20. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 21. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 20. s.m. um aðild Orkuveitu Reykjavíkur að Enex hf. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 23. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 12. s.m. um styrkveitingar.

22. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar frá 26 þ.m. um heimild til samnings við Ístak hf. um framkvæmdir við endurnýjun gatna og gönguleiða í Kvosinni. Samþykkt með 6 samhlj. atkv. (JVI sat hjá).

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. þ.m. um endurgerð gatna og gangstétta í miðborginni, sbr. bréf borgarverkfræðings um breytingar á akstursstefnu-einstefnu, fyrirkomulag bílastæða og frágang yfirborðs gatna og gangstétta. Borgarráð samþykkir að fresta tillögum um breyttar akstursstefnur en samþykkir tillögur um bílastæði og frágang gatna og gangstétta.

24. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 26. þ.m. ásamt stefnumörkun áhættustjórnunar hvað varðar fjármagnskostnað, dags. s.d. Frestað.

25. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara yfir styrkumsóknir, dags. 26. þ.m. Samþykkt að vísa umsókn Þróunarfélags miðborgar til meðferðar borgarráðs við afgreiðslu styrkveitinga.

26. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 26. þ.m. um lækkun fasteignaskatts Byggingafélags námsmanna. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 15. þ.m. um lækkun fasteignaskatts Félagsíbúða iðnnema. Samþykkt.

28. Rætt um löggæslumál, en á fundinn mætti lögreglustjóri og fulltrúar hans.

- Kl. 14.55 vék Hrannar B. Arnarsson af fundi og Helgi Pétursson tók þar sæti.

29. Lögð fram að nýju umsögn embættis borgarverkfræðings frá 15. þ.m. um mat á umhverfisáhrifum vegna mislægra gatnamóta við Víkurveg og Reynisvatnsveg. Borgarráð samþykkir umsögnina.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi gatnagerðargjöld af lóð nr. 9 við Bíldshöfða. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. þ.m. varðandi áframhaldandi lokun Bólstaðarhlíðar að svo stöddu. Frestað.

32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 26. þ.m. um hámarkshraða á Miklubraut austan Grensásvegar. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.10.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Pétursson