Borgarráð - Fundur nr. 4672

Borgarráð

2

B O R G A R RÁ Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 20. febrúar, var haldinn 4672. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 14. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 12. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 12. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 15. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. febrúar.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 19. febrúar.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 9. febrúar.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 8. febrúar.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. þ.m., um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál.

11. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Dillon, Laugavegi 30. Borgarráð samþykkir umsögnina.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 14. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Borgartúni 24. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 14. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi Bryggjuhverfis. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. f.m. varðandi Ólafsvíkuryfirlýsinguna, yfirlýsingu um framlag sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar, sbr. Staðardagskrá 21. Jafnframt lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 21. desember s.l. um málið. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 19. þ.m. varðandi tilboð í holræsarör 2001-2002. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Pípugerðarinnar hf.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 19. þ.m. varðandi tilboð í malbikun gatna í Grafarholti. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi umsagnir borgarlögmanns frá 29. desember og 2. janúar s.l. um frumvörp til safnalaga, þjóðminjalaga, laga um húsafriðun og laga um flutning menningarverðmæta úr landi o.fl. ásamt umsögn menningarmálanefndar frá 8. f.m. Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m. varðandi skýrslu um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, lögð fram á fundi samgöngunefndar 12. þ.m.

19. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 16. þ.m. um kaup og staðsetningu á fimm útilistaverkum. Samþykkt.

20. Lögð fram umsögn embættis borgarverkfræðings frá 6. þ.m. um mat á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta við Víkurveg og Reynisvatnsveg, sbr. bréf Skipulagsstofnunar 3. f.m. Frestað.

21. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 14. s.m. um að felld verði úr gildi eldri samþykkt varðandi kröfu um niðurrif Litla Króks, Kjalarnesi, og að áfallnar dagsektir verði felldar niður. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf yfirkjörstjórnar frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, vegna atkvæðagreiðslu um framtíð Vatnsmýrar 17. mars n.k., hefjist 8. mars n.k. og standi fram að kjördegi virka daga. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um skipan fjögurra hverfiskjörstjórna og 30 undirkjörstjórna vegna atkvæðagreiðslu 17. mars n.k. Samþykkt.

24. Afgreidd 16 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir