Borgarráð - Fundur nr. 4671

Borgarráð

5

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 13. febrúar, var haldinn 4671. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 7. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 12. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 12. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 2. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 7. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 7. febrúar.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 12. febrúar.

9. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 1. og 8. febrúar.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

11. Lagt fram ritið Hortus Botanicus – Reykjavicensis 2000 – 2001.

12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m. um tilboð í gatnagerð og lagnir í Grafarholti, 9. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Valar hf.

13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m. um tilboð í dýpkun Kleppsvíkur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ístaks hf.

14. Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar frá 6. þ.m. varðandi reynslu af lokun Bólstaðarhlíðar, sbr. bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 19. desember s.l. Borgarráð samþykkir að vísa málinu til samgöngunefndar til umfjöllunar.

15. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Píanóbarnum, Hafnarstræti 7 og veitingastaðnum Café Victor, Hafnarstræti 1-3. Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

16. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Blástein, Hraunbæ 102. Borgarráð samþykkir umsögnina með þeirri breytingu, að með vísan til umsagnar lögreglustjórans í Reykjavík og þeirrar reynslu sem fengist hefur af rekstrinum er heimilaður afgreiðslutími áfengis til kl. 02.00 í stað kl. 01.00 aðfararnætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga, til reynslu í sex mánuði.

17. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi riftun á samningi um kaup Leikskóla Reykjavíkur á ýsuflökum, sem frestað var á fundi borgarráðs 16. janúar s.l. Jafnframt lagt fram bréf Almennu málflutningsstofunnar-Praxis sf., dags. 29. f.m., f.h. Sævers ehf. um sama efni. Borgarráð samþykkir niðurstöðu stjórnar Innkaupastofnunar.

18. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 8. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 7. s.m. um fjárveitingar til sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistahópa, sbr. tillögu borgarstjóra 16. janúar s.l. Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra með þeim talnalegu breytingum sem fram koma í samþykkt menningarmálanefndar.

19. Lagt fram bréf menningarmálanefndar frá 8. þ.m. um fjárstuðning til Ólafs Sveinssonar vegna gerðar kvikmyndarinnar Býrðu í bragga. Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar við afgreiðslu styrkja borgarráðs.

20. Lagt fram yfirlit yfir styrkjabeiðnir sem borist hafa til borgarráðs, dags. 12. þ.m., alls 5 erindi. Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar við afgreiðslu styrkja borgarráðs.

21. Lagðir fram úrskurðir landbúnaðarráðuneytis um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar af jörð og landspildu á Kjalarnesi, dags. 21. f.m. og 2. þ.m.

22. Lagður fram kjarasamningur við Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, dags. 31. janúar s.l. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags við Skógarhlíð. Samþykkt.

24. Lögð fram ársskýrsla gatnamálastjóra 1999.

25. Lögð fram skýrsla embættis borgarverkfræðings um starfs- og framkvæmdaáætlanir fyrir árið 2001.

26. Lagt fram bréf þróunar- og fjölskyldusviðs frá 7. þ.m. ásamt skýrslum Félagsvísindastofnunar um lífsskoðanir Reykvíkinga og lífsskoðanir Íslendinga, dags. í ágúst s.l.

27. Lagt fram bréf þróunar- og fjölskyldusviðs frá 7. þ.m. ásamt skýrslu þróunarsviðs um framreikninga mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu, dags. í janúar 2001.

28. Borgarráð samþykkir að tilnefna Árna Þór Sigurðsson og Ingu Jónu Þórðardóttur í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús o.fl., sbr. samþykkt borgarráðs 30. f.m.

29. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., sbr. bréf skrifstofustjórans 25. s.m. um breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalds. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um frekari breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalds. Ennfremur lagt fram minnisblað borgarverkfræðings frá 22. f.m. um gatnagerðargjöld, sölu byggingarréttar og kostnað vegna gatna- og holræsagerðar í Grafarholti. Breytingar á gjaldskrá samþykktar með 4 samhlj. atkv.

30. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m. ásamt úthlutunar- og útboðsskilmálum vegna byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Grafarholti, dags. 5. s.m. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

- Kl. 14.20 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Helgi Hjörvar tók þar sæti.

31. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 8. þ.m. varðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks 23. f.m. um flutning gamalla húsa í Hljómskálagarðinn. Frestað.

32. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 8. s.m. um vinnuhóp um útivistarsvæði borgarinnar. Frestað.

33. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 12. þ.m. varðandi kaup á húsnæði að Skipholti 50B fyrir skrifstofu barnaverndarnefndar ásamt sölu húsnæðis að Skógarhlíð 6 og Suðurlandsbraut 30. Samþykkt.

34. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 12. þ.m. ásamt viðbótar-upplýsingum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarverkfræðings frá 12. þ.m. um umferðarmál og umferðarskipulag í Vatnsmýri.

35. Lögð fram skýrsla Aflvaka hf. um mat á verðmæti lands í Vatnsmýri, dags. 9. þ.m.

36. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 6. þ.m. varðandi bókun samstarfsnefndar Reykjavíkur og Kópavogs um flugvallarmál s.d. vegna samþykktar Bæjarstjórnar Kópavogs um þátttöku Kópavogsbúa í væntanlegri atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll o.fl. Jafnframt lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 8. s.m. varðandi stuðning við hugmyndir Kópavogsbæjar um að nágrannasveitarfélög taki þátt í atkvæðagreiðslu vegna Reykjavíkurflugvallar og jafnframt verði kosið um fyrirhugað skipulag á Vatnsenda í landi Kópavogs. Tillögunni var vísað til borgarráðs.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu:

Í sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum veitt heimild til að efna til almennrar atkvæðagreiðslu um málefni sveitarfélagsins. Óeðlilegt er að atkvæðagreiðsla í einu sveitarfélagi nái til íbúa í öðru sveitarfélagi, nema því aðeins að sveitarstjórnirnar hafi komið sameiginlega að aðdraganda, undirbúningi og ákvörðun hennar. Í því tilviki sem hér um ræðir er jafnframt ljóst að spurningarnar, sem beint er til kjósenda, eru fyrst og fremst miðaðar við kjósendur í Reykjavík, og byggjast á skipulagshagsmunum Reykvíkinga. Því er ekki unnt að verða við þeirri ósk sem fram kemur í samþykkt Bæjarstjórnar Kópavogs frá 23. f.m. Við sjáum hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að Bæjarstjórn Kópavogs og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu láti fara fram atkvæðagreiðslu á eigin vegum eða kanni afstöðu sinna íbúa með öðrum hætti. Í ljósi þess sem að framan segir þykir ekki rétt að samhliða kosningum um flugvöll verði jafnframt kosið um skipulag Vatnsenda í landi Kópavogs. Tillögunni er því vísað frá.

Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

37. Lagt fram bréf stjórnar stýrihóps vegna undirbúnings atkvæðagreiðslu um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningar Reykjavíkurflugvallar ásamt tillögu að svohljóðandi spurningum á atkvæðaseðli:

Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?

Svarkostir: I. Flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 II. Flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016

Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

38. Borgarráð samþykkir, með tilvísun til 5. mgr. 104. gr. sveitarstjórnarlaga og 19. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, að niðurstaða atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. mars n.k. verði bindandi, ef a.m.k. 3/4 hlutar atkvæðisbærra manna taka þátt í henni. Jafnframt samþykkir borgarráð að niðurstaðan verði bindandi, ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiða atkvæði á sama veg jafnvel þótt þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði undir því marki sem ákveðið er í 19. gr.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

39. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í tilefni af afgreiðslu meirihluta borgarráðs vegna atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallar í Vatnsmýri leggjum við áherslu á eftirfarandi:

Bindandi ákvörðun um flugvöll í Vatnsmýrinni til 2016 hefur þegar verið tekin. Sú ákvörðun var tekin með samþykkt R-listans árið 1997 á aðalskipulagi og deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar árið 1999. Borgarstjóri og R-listinn bera því fulla ábyrgð á þessari bindandi ákvörðun sem gildir til næstu fimmtán ára héðan í frá. Svokölluð atkvæðagreiðsla, sem er í raun ekkert annað en viðhorfskönnun, var ákveðin skömmu eftir að borgarstjóri skrifaði undir framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar flugvallarins. Atkvæðagreiðslunni virðist ætlað það eitt að slá ryki í augu borgarbúa og draga athyglina frá ábyrgð R-listans á málinu. Fyrirhuguð könnun mun ekki binda hendur þeirra sem stýra borginni árið 2016. Viðhorfskönnun þessi, sem kostar skattgreiðendur í Reykjavík tæpar 30 milljónir króna, mun engu breyta um þær skipulagsákvarðanir, sem liggja fyrir og þjónar aðeins þeim tilgangi að gefa R-listanum falskt yfirbragð um lýðræðisleg vinnubrögð. Vatnsmýrin er mikilvægt byggingarland fyrir Reykvíkinga og þróun borgarinnar. Ákvörðun um framtíð flugvallarins og nýtingu Vatnsmýrarinnar verður ekki tekin með óvandaðri viðhorfskönnun. Það er ljóst að allar aðstæður í byggða- og samgöngumálum munu taka miklum breytingum á næstu 15 árum. Sú þróun skiptir miklu fyrir framtíðarákvarðanir í þessum málum. Borgarstjórn á að taka ábyrga ákvörðun um framtíð flugvallarins að lokinni vandaðri undirbúningsvinnu í samvinnu við Reykvíkinga og samgönguyfirvöld, en ekki með þeim hætti sem nú er gert. Þessi viðhorfskönnun ber vott um lýðskrum, eins og að málum hefur verið staðið og engar líkur eru á að niðurstaða hennar hafi nokkur áhrif á framtíð flugvallarins. Einstakir borgarfulltrúar R-listans láta í veðri vaka að niðurstöður þessarar könnunar muni hafa áhrif á þá endurbyggingu vallarins, sem nú stendur yfir og jafnframt er því haldið fram að ef skýr vilji standi til þess að völlurinn fari þá muni það gerast á næstu árum. Það er rangt. Slíkt gerist ekki með einhliða ákvörðun borgarstjórnar. Ruglingslegur og misvísandi málflutningur R-listans hefur gert þessa fyrirhuguðu könnun að algjörum skrípaleik. Mörgum kostum hefur verið teflt fram, sem velja átti um, en nú er ákveðið að kjósa eigi um “að fara eða vera”.

Vinnubrögð R-listans í þessu máli eru með eindæmum:

3. júlí 1997 Aðalskipulag samþykkt til 2016 – flugvöllur í Vatnsmýri þann tíma. 14. júní 1999 Bókun borgarstjóra og samgönguráðherra um flugvöll í Vatnsmýri. 15. júní 1999 Deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar samþykkt. 31. ágúst 1999 Framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Reykjavíkurflugvallar samþykkt og gefið út af borgarstjóra. 16. september 1999 Tillaga R-listans um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar lögð fram og samþykkt í borgarstjórn. September 1999 Framkvæmdir hefjast við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. 18. apríl 2000 Sérfræðihópur settur á laggirnar til að gera tillögur um hvað eigi að kjósa í atkvæðagreiðslu. 3. október 2000 Framlengt umboð sérfræðihóps um tvo mánuði. 5. desember 2000 Sérfræðihópur sendir frá sér fyrstu tillögur. Desember 2000 Sérfræðihópur leystur upp. 23. janúar 2001 Formaður sérfræðihóps kynnir persónulega skýrslu sína. 2002 Endurbyggingu flugvallar lýkur.

Fundi slitið kl. 15.15.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sigrún Magnúsdóttir